Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 16
3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Bobby Fischer leitar enn að íbúð:
Sækist eftir kyrr›
FISCHER Skáksnillingurinn Bobby
Fischer leitar enn að íbúð til kaups í
Reykjavík. Upphaflega var ætlun
Fischers að festa kaup á íbúð í
Kvosinni í hjarta Reykjavíkur.
Hann hefur enn ekki fundið
draumaíbúðina og hefur þess vegna
ákveðið að líta til annarra hverfa í
Reykjavík enda sækist hann eftir
kyrrð.
Einar S. Einarsson, sem komið
hefur að málum Fischers hér á
landi, segir Fischer vel geta unað
við að búa í öðrum hverfum en mið-
borg Reykjavíkur. „Hann hefur
ferðast með strætisvagni og það er
ekkert því til fyrirstöðu að hann búi
utan miðborgarinnar. Hann vill
helst búa í hljóðlátu hverfi,“ segir
Einar.
Fischer leitar nú að íbúð til leigu
með húsgögnum enda vill hann
vanda valið þegar kemur að kaup-
um. Einar segir Fischer ætla að
fjárfesta til langtíma og því vilji
hann vanda valið og bíði eftir réttu
eigninni. Að öðru leyti er það að
frétta af skákmeistaranum að hann
nýtur góða veðursins í Reykjavík og
ræðir við fólk um málefni líðandi
stundar. - hb
MENNTAMÁL Stefán Jón Hafstein,
formaður menntaráðs Reykjavík-
urborgar, telur að með nýstofnuðu
menntasviði borgarinnar geti sam-
starf leikskóla og grunnskóla eflst
til muna.
Menntasviðið tekur við starf-
semi Leikskóla Reykjavíkur og
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
„Við teljum okkur geta með þessu
eflt bæði faglegt og þjónustulegt
samstarf leikskóla og grunnskóla.
Við erum að horfa til þess að geta
minnkað skilin milli leikskóla og
grunnskóla, svo þekkingin geti
með auðveldari hætti farið á milli
þessari tveggja stiga í skólakerf-
inu,“ segir Stefán.
Að auki telur Stefán að hagræð-
ing í rekstri geti náðst, þótt starfs-
fólki verði ekkert fækkað. „Starfs-
fólkið ætti að geta nýst betur með
þessum hætti. Höfuðmarkmiðið
með þessum breytingum er ekki
endilega að hagræða heldur frekar
að fagleg forysta á þessum tveimur
stigum sem sameinast, nái saman
um nýsköpun og þróun mótunar
fyrstu þrepa skólastigsins“.
Fyrrverandi fræðslustjóri
Reykjavíkur, dr. Gerður G. Óskars-
dóttir, verður sviðsstjóri mennta-
sviðsins. Menntaráð Reykjavíkur,
sem skipað er sjö kjörnum full-
trúm, annast stefnumörkun og eft-
irlit með starfsemi sviðsins. - mh
BOBBY FISCHER Er til í að leggja á
sig ferðir með strætisvagni fyrir
réttu íbúðina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
FÉLAGSMÁL „Ég varð fyrst og
fremst dálítið sár,“ sagði Kristján
Vilmundarson, 74 ára reykvískur
ellilífeyrisþegi, sem fékk þau
svör hjá stéttarfélagi sínu að hann
væri of gamall til að fá styrk frá
því til kaupa á heyrnartæki.
Kristján kvaðst hafa heyrt um
dæmi þess að fólk hefði fengið að-
stoð stéttarfélagsins til að kaupa
heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann
að nota tvö og kostaði hvort um
sig eitt hundrað þúsund krónur.
Nú hefði verið komið að því að
endurnýja tækin en hann hefði
ekki treyst sér í svo mikil útgjöld
á einu bretti. Því hefði hann
ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í
gærmorgun hefði hann svo hringt
í stéttarfélagið sitt Eflingu til að
athuga með styrkveitingu til
kaupanna.
„Jú, stúlkan sem varð fyrir
svörum sagði að það gæti gengið
og bað um kennitölu,“ sagði hann.
„Þegar ég sagði henni kennitöluna
sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá
sagði hún að ég væri orðinn of
gamall til að fá aðstoð frá verka-
lýðsfélaginu mínu.“
Kristján kvaðst hafa greitt til
verkalýðsfélagsins síns alla tíð og
fengi vissulega ellilífeyri frá því
að upphæð 54 þúsund krónur á
mánuði. Aðra styrki hefði hann
aldrei fengið frá félaginu. Hann
hefði þurft að nota heyrnartæki í
25-30 ár og hann hefði aldrei sótt
um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú.
„En mér fannst afar leiðinlegt
að heyra að ég væri orðinn of
gamall til að fá þessa aðstoð hjá
þeim,“ sagði hann. „Mér skilst að
úr því að ég er hættur að borga í
félagið eigi ég ekki rétt á henni.
Mér finnst þetta skjóta svolítið
skökku við, því það er fyrst þegar
maður er hættur að vinna sem
maður getur þurft á stuðningi að
halda. Eitt tæki kostar mig meira
en ég fæ útborgað á mánuði, því
það nær ekki hundrað þúsund-
um.“
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, sagði að samkvæmt
reglugerð um sjúkrasjóð væri
hann fyrir þá sem væru á vinnu-
markaði. jss@frettabladid.is
STEFÁN JÓN HAFSTEIN Telur sóknar-
færi fyrir Reykjavíkburborg skapast
með auknu samstarfi á yngstu þrep-
um skólastigsins.
Of gamall til a›
fá heyrnartæki
Reykvískur ellilífeyrisflegi fékk flau svör hjá stéttarfélagi sínu, flegar hann ba›
um styrk til kaupa á heyrnartæki, a› hann væri or›inn of gamall. Hann kve›st
hafa greitt í félagi› alla tí› og er sár vegna synjunarinnar.
HEYRNARTÆKI Heyrnartækin eru dýr. Hvert stykki kostar um 100 þúsund krónur. Sjúkra-
sjóðir stéttarfélaganna hafa stundum hlaupið undir bagga með félagsmönnum um kaup
á slíkum hjálpartækjum.
Nýstofnað menntasvið Reykvíkurborgar:
Eykur samstarf milli leik-
skóla og grunnskóla