Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 26

Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 26
Pasta Ítalía er vagga pastagerðar og um aldir hafa gengið sögusagnir um uppruna pastans. Ein elsta sögnin er á þann veg að gyðjan Þalía hafi fyrir- skipað Makareó nokkrum að smíða tæki úr járni sem útbúið gæti lengjur úr hveitideigi. Síðan á hún að hafa soðið lengjurnar, bætt sósu út á og þannig fætt marga sveltandi munna. [ ] Mamma eldar mat í moskunum Alex hefur dvalið á Íslandi í um það bil fimm ár og segir að það sé alltaf nóg að gera á Purple Onion. Skyndibitastaðurinn Purple Onion var opnað- ur í Hafnarstræti 18, í miðbæ Reykjavíkur, fyr- ir ekki svo löngu. Staðurinn er ekki eins og flestir skyndibitastaðir í Reykjavík, á matseðl- inum er bæði rússneskur og arabískur matur. „Ég vissi að þú myndir spyrja mig að þessu,“ segir Alex Masaid, eigandi Purple Onion, þegar blaðakona spyr hann af hverju hann sé bæði með rússneskan og arabískan mat. „Félagi minn, sem stofnaði með mér staðinn en rekur hann ekki lengur, er frá Litháen og þess vegna ákváðum við að bjóða upp á mat frá Aust- ur-Evrópu sem Pólverjar, Litháar og Rússar kunna að meta því þeir borða allir svipaðan mat. Síðan er ég auðvitað með rétti frá Mið-Austurlöndum því ég er sjálfur frá Jórdaníu,“ segir Alex. Matseðillinn er athyglisverður og mjög fjöl- breyttur. Þar eru rússneskar pönnukökur sem hægt er að fá með hvaða fyllingu sem er, rússneskt Peli- meni sem eru deigbollur fylltar með kjöti, ekki ósvipað pasta í útliti, Sheshlek sem er maríneraður kjúklingur á spjóti, Shawarma samloka og Shawarma í ekta arabísku brauði, en Purple Onion er eini staðurinn á Íslandi sem býður upp á arabískt brauð. Einnig eru á matseðlinum nokkrir íslenskir réttir eins og fiskifingur, ostastangir, fylltir jalapen- obelgir og kjúklingavængir. „Ég er ekki lærður kokkur en ég veit mjög mikið um mat. Fjölskyldan mín býr öll í Bandaríkjunum og þar vinnur mamma mín við að elda í moskunum. Hún hefur kennt mér gríðarlega mikið um matreiðslu,“ segir Alex sem hyggst færa út kvíarnar á næstunni enda nóg að gera á staðnum í Reykjavík. „Ég kom til Íslands árið 2000 og þetta er fyrsti veitingastaðurinn sem ég stofna. Mjög bráðlega ætla ég að opna staði bæði í Keflavík og á Akureyri.“ Og Alex er aldeilis ekki í vanda með að segja blaðakonu hver vinsælasti rétturinn á staðnum sé. „Það er tvímælalaust Shawarma.“ lilja@frettabladid.is Forsoðnar rófur, niðurskornar og pakkaðar í lofttæmdar umbúðir, bjóða upp á marga möguleika í mat- argerð. Það má skera þær í þunnar sneiðar og nota í salöt, nota þær með öðru grænmeti í gratín, græn- metislasagna og fleira, stappa þær saman við baunir og steikja græn- metisbuff, og svo er tilvalið að krydda þær á ýmsan hátt og grilla þær eða steikja á pönnu, annað- hvort einar sér eða með öðru græn- meti. Gott er að skera rófurnar í ten- inga, krydda þær ef til vill með engifer, kummini, pipar og salti og pönnusteikja þær í olíu við meðal- hita þar til þær eru farnar að brúnast. Þetta er mjög gott sem meðlæti með til dæmis svínakjöti eða kjúklingi. Ekki bara rófustappa Rófur eru ekki bara góðar í rófustöppu eða með gamla, góða slátrinu. DEAKIN ESTATE: Bragðmikið og þroskað vín Deakin Estate er framleitt í Victoria, einu frjósamasta og gjöfulasta svæði Ástralíu. Vín Deakin úr Cabernet Sauvignon-þrúgunni þykir afar kraftmikið og blaðið Herald Sun segir að það sé óvenjulega kraftmikið og sérstakt og endurspegli einkenni svæðisins betur en algengt sé um áströlsk vín. Sökum óvenjukaldra aðstæðna voru þrúgurnar í þessu víni tíndar úr allmörgum víngörðum í lang- an tíma. Þær voru því tíndar með það í huga að þær hefðu náð fullum þroska til að úr yrði vín með fallegum blæ og fullkomnu bragði Cabernet Sauvignon-þrúgunnar. Í ferlinu voru notaðar amer- ískar eikartunnur til að ná fram ristuðu eikar- bragði sem félli vel að hinu ríka ávaxtabragði. Þetta vín er bragðmikið þar sem fram koma þroskuð ber með eikarívafi. Þetta vín er gott til neyslu núna en má vel geyma í allt að þrjú ár. Fer vel með öllu grilluðu kjöti, lamba-, svína- og nautakjöti, einnig gott með grilluðum krydduðum kjúklingi. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. Shawarma er steikt á pönnu í ekta arabísku brauði. Vinsælasti rétturinn. Shawarma er borið fram með þrem mismun- andi sósum, fullt af grænmeti og mozzarella osti. Forsoðnar rófur er hægt að nota á marg- víslegan hátt í matargerð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Vince Neil er betur þekktur sem rokkari en ætlar nú að deila vínást sinni með heiminum. Rokkað vín VINCE NEIL HYGGUR Á STÓRTÆKA VÍNFRAMLEIÐSLU. Rokkstjarnan Vince Neil úr hljóm- sveitinni Motley Crue ætlar að setja á markað tvær tegundir af víni í sumar, annars vegar Cabernet Sauvignon árgerð 2003 og hins vegar Sonoma Chardonnay árgerð 2003. Vínin verða seld í Las Vegas, Los Angeles, Nas- hville og New York fyrst um sinn en verður síðan dreift á alþjóðamarkaði. M YN D G ET TY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.