Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 30

Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 30
Fatnaður fyrir börn á öllum aldri Þórdís Lilja segir að verslunin Hnokkar og hnátur hafi fengið góðar viðtökur. Við Skólavörðustíg 20 er litrík og skemmtileg barnavöruverslun sem heitir því skemmtilega nafni Hnokkar og hnátur. Verslunin Hnokkar og hnátur var opnuð í lok febrúar. Þar má finna falleg barnaföt í öllum regnbogans litum og skemmtilega fylgihluti sem lífga upp á barnaherbergið. Þórdís Lilja Árnadóttir, annar tveggja eigenda verslunar- innar, segir að viðbrögðin við versluninni hafi verið góð enda sé úrvalið mikið. „Við erum með alls konar föt á börn og reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast. Hér er hægt að fá hversdagsföt, spariföt, skó og alls konar fylgihluti. Við erum t.d. með mjög vinsælar danskar vörur frá Katvig sem rjúka út, enda á góðu verði. Þetta er litríkur og þægilegur fatnaður sem þolir allt. Svona heimaföt sem er allt í lagi að skíta út og leika sér í. Svo erum við líka með rúmföt frá Katvig sem hafa slegið í gegn. Þau eru litrík og skemmtileg og fást í öllum stærðum, líka fyrir fullorðna,“ segir Þórdís. Í búðinni má einnig finna fín spariföt á krakka á öllum aldri og vandaðar franskar vörur frá Catimini og Kenzo. Þórdís segir að vöruúrvalið aukist smátt og smátt og hug- myndin sé að reyna að fjölga fylgihlutunum. „Hér fást til dæmis mjög skemmtilegar textílvörur frá Anne-Claire Petit. Þetta eru brúður, leikföng, lyklakippur og alls konar skemmtilegir hlutir sem henta jafnt fyrir börn og fullorðna og eru sniðug gjafavara,“ segir Þórdís. ■ Íslensk hönnun sækir sífellt á og skargripahönnun er þar engin undan- tekning. Í versluninni Or á Laugaveginum þar sem einnig er vinnustofa eigendanna eru seldir einstakir og undurfagrir skartgripir, allir hand- gerðir úr gulli, hvítagulli og silfri í bland við eðalsteina frá öllum heimshornum. Or hefur starfað í fimm ár en það voru þeir Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartanson sem stofnuðu fyrirtækið og nýlega bætt- ist svo í hópinn hönnuðurinn María Kristín Jónsdóttir. Það er mikil gróska í skartgripasmíðinni hjá Or og þar sem all- ir gripirnir eru handsmíðaðir eru engir tveir eins, hver og einn skartgripur er einstakur og nýr hringur eða nýtt men bætist við úrvalið á degi hverjum. ■ Nýr gripur á hverjum degi Verslunin og vinnustofan Or hefur verið starfrækt síðustu fimm árin. Þar eru seldir íslenskir skartgripir í bland við eðalsteina utan úr heimi. afsláttur á herrafatnaði, leðurpilsum og leðurbuxum Laugavegur 66 • 101 Reykjavík Sími 552 2040 mona@internet.is 20% Ný og fersk verslun fyrir verðandi mæður Valdar vörur á tilboði föstudag og laugardag. Full búð af nýjum vörum Blóm Á laugardaginn er blómadagur á Skólavörðu- stígnum. Það er því tilvalið að skreyta sig aðeins með blómum, setja rós í hárið eða fífil í hnappagatið. Maður getur jú alltaf á sig blómum bætt. [ ] Eyrnalokkar kr. 18.500 (perlur) Hringur, hvítur íslenskur ópall kr. 22.000 Hálsmen, opall og aquamarine kr. 46.000 Hringur, ýmsir steinar kr. 37.000 Eyrnalokkar, onix og circon kr. 12.900 Hálsmen og armband kr. 56.000 og kr. 35.000 Verslunin er litrík og skemmtileg og þar má finna vönduð barnaföt í öllum verðflokkum. Textílvörur frá Anne-Claire Petit. Fallegir skór á litla fætur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.