Fréttablaðið - 03.06.2005, Síða 41
25FÖSTUDAGUR 3. júní 2005
Fyrstu merki Kárahnjúkavand-
ans
Í dag mátti lesa a.m.k. tvær fréttir í
blöðunum um Kárahnjúkavandann.
Hvorug fréttin bar reyndar þá yfir-
skrift en hann var þó aðalumfjöllun-
arefni þeirra. Sú fyrri er auðvitað sú
skelfilega frétt að núna um mánaða-
mótin var 140 starfsmönnum sagt
upp hjá fjórum fyrirtækjum á lands-
byggðinni; á Bíldudal, Akureyri, Reyð-
arfirði og Stöðvarfirði. [...] Þetta eru
bara með fyrstu merkjum um Kára-
hnjúkavandann. Þetta sýnir hins
vegar að einsýn atvinnustefna stjórn-
valda er þegar farin að hafa alvarleg-
ar afleiðingar. Fyrirætlan þeirra um
að byggja risavaxið álver og virkjun til
að bjarga atvinnuástandinu á lands-
byggðinni er þegar farin að bitna á
öðrum atvinnufyrirtækjum sem
leggja upp laupana.
Katrín Jakobsdóttir – murinn.is
Ráðamenn ekki masókistar
En þrátt fyrir að [Mannréttindastofn-
un] sé að gera góða hluti er ekki þar
með sagt að hún eigi að fá styrki frá
ríkinu. Mannréttindi eru aðallega sett
til að vernda einstaklinga gegn ofríki
stjórnvalda. Ríkisrekin mannréttindi
eru því þversögn í sjálfu sér enda
verulega óeðlilegt að aðili greiði fyrir
baráttuna gegn sjálfum sér. Ástæð-
urnar fyrir þessu eru einfaldar. Stjórn-
mála- og embættismenn eru ekki
masókistar. Þeir fá enga sérstaka
ánægju út úr því að borga einhverju
fólki út í bæ fyrir að ráðast á sig og
gagnrýna. Af því leiðir að líkurnar á
því að einhver hörundsár stjórnmála-
eða embættismaður misnoti stöðu
sína til að hafa áhrif á gagnrýnina eru
það miklar að slíkt fyrirkomulag er
ekki trúverðugt.
Andri Óttarsson – deiglan.com
AF NETINU
BRÉF TIL BLAÐSINS
A›alsafna›ar-
fundur í
Gar›asókn
Í 52. grein laga um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar
segir orðrétt:
„Aðalsafnaðarfund skal að
jafnaði halda fyrir maílok ár
hvert o.s.frv.“.
Nú er kominn júní og ekki
hefur, svo mér sé kunnugt um,
verið boðað til aðalsafnaðar-
fundar og vaknar því sú spurn-
ing hvað valdi, við hvað eru sitj-
andi sóknarnefndarmenn
hræddir?
Þætti mér vænt um að fá svör
frá Biskupi Íslands og sóknar-
nefnd Garðasóknar um hvenær
megi búast við fundi þessum.
Formanni sóknarnefndar
hefur borist áskorun undirrituð
af fjölda sóknarbarna sem óska
eftir því að aðalsafnaðarfundur-
inn verði haldinn sem fyrst.
Engin svör og engin viðbrögð
hafa fengist við áskorun þess-
ari, þar af leiðandi er þetta eina
leiðin sem virðist fær en það er
að koma fram með þessa ein-
földu spurningu á opinberum
vettvangi.
Ég vonast til að báðir þessir
aðilar sem spurningunni er
beint til bregðist skjótt við og
veiti afdráttarlaust svar, þar
sem brýna nauðsyn ber til að
haldinn verði aðalsafnaðarfund-
ur í Garðasókn.
Sé þessi staða, þ.e.a.s. að
fresta fundi þessum, einhliða
ákvörðun sitjandi safnaðar-
stjórnar er það einlæg ósk að
Biskup Íslands beiti sér fyrir
því að fundur þessi fari fram hið
fyrsta, og verði boðaður helst í
þessari eða næstu viku.
Þórunn Lúðvíksdóttir.