Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 46

Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 46
3. júní 2005 FÖSTUDAGUR > Við furðum okkur á því ... ... að heimasíða íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands skuli liggja niðri svo dögum skiptir þá loksins að einhver hafi áhuga á að nýta sér hana. Áhuga- samir sem ætluðu að nota hana til að fá fréttir frá Andorra hafa gripið í tómt enda flestir starfsmenn ÍSÍ í Andorra og geta væntanlega lítið gert þaðan. Heyrst hefur ... ... að Snæfellingar séu æfir af reiði eftir að nágrannar þeirra í Skallagrími „stálu“ Makedónanum Dimitar Karadjovski fyrir framan nefið á þeim og leiddist það víst ekki mikið. Þetta verður ekki til þess að minnka ríginn og andrúmsloftið sem er á milli þessara nágrannabæja. sport@frettabladid.is 30 > Við hrósum ... .... KSÍ fyrir að lækka miðaverð á lands- leikina gegn Ungverjum og Möltu. Það var kominn tími til að miðaverðið sé í samræmi við það sem í boði er en KSÍ skaut sig eftirminnilega í fótinn fyrir landsleikinn gegn Búlgaríu. Batnandi mönnum er best að lifa. Ásgeir Sigurvinsson landsli›sfljálfari segir a› Ísland eigi a› leggja Ungverjaland a› velli á gó›um degi. Hann segir a› í versta falli flurfi li›i› a› fá fjögur stig úr næstu tveimur leikjum en krafan er sex stig. Við erum sterkari en Ungverjar FÓTBOLTI „Það er alveg ljóst að við þurfum að halda hreinu og sýna karakter í þessum leik. Hlutverk okkar er að ná upp góðri baráttu í liðið, þetta er leikur sem við þurf- um að vinna.“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson eftir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. „Okkar besti leikur í riðlakeppninni til þessa var fyrri leikurinn gegn Ungverjalandi þar sem við töpuð- um niður góðri stöðu. Þeir hafa gott lið en mitt mat er að þeir séu veikari en við núna, ég sá þá keppa á móti Frakklandi þar sem þeir áttu slakan fyrri hálf- leik. Í hálfleik gerðu þeir fimm breytingar og tóku til að mynda sína reyndustu menn af velli, eins og Zoltan Gera og Imre Szabi. Komu síðan sterkir inn í seinni hálfleik og þar sást að þeir hafa ýmsa leikmenn sem má ekki van- meta. Þeir hafa ágætis lið en á góðum degi eigum við að vinna þá.“ sagði Ásgeir í gær. Fyrri leik- ur þjóðanna í Ungverjalandi end- aði með 3-2 sigri heimamanna. „Krafan er kannski sex stig úr næstu tveimur leikjum. Aðalatrið- ið fyrir mig er að liðið sýni góða baráttu og eigi góðan leik, að þess- ir ungu strákar nái að sýna sitt rétta andlit. Eiður Smári er kom- inn inn en Hermann getur ekki verið með, sem veikir vörnina verulega. Ég hef sagt það að í versta falli þurfum við fjögur stig úr þessum tveimur leikjum.“ sagði Ásgeir, en aðspurður sagðist hann ekki ætla að hætta þó þessi markmið myndu ekki nást. „Við erum samningsbundnir KSÍ út október þannig að við erum ekk- ert að hugsa út í það að hætta.“ Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort Eiður verði einn í fremstu víglínu í leiknum á laug- ardag eða jafnvel nær miðsvæð- inu. „Eiður hefur verið að spila þarna fyrir aftan sóknarmennina með sínu félagsliði og gert það vel. Við prufuðum hann í þessa stöðu í Englandi en það gekk ekki nægilega vel, það er samt aldrei að vita nema við höfum hann þarna aðeins fyrir aftan fremstu menn.“ sagði Ásgeir. Þrír leikmenn sem leika hér heima eru í íslenska hópnum, þar á meðal Helgi Valur Daníelsson hjá Fylki. „Hann er að stimpla sig inn, mjög fjölhæfur strákur sem við höfum fylgst vel með í gegn- um tíðina og við getum notað hann bæði í bakverðinum og á miðj- unni,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. elvar@frettabladid.is Jakob Örn Sigurðarson, sem hefur gert það gott með háskólaliðinu sínu Birmingham Southern undanfarin ár, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið BayerGiants Leverkusen um að leika með því næsta vetur. Að sögn umboðsmanns Jakobs, sem er faðir hans Sigurður Hjörleifsson, voru mörg lið í Evrópu á höttunum eftir stráknum. Lið frá Hollandi, Belgíu og Spáni höfðu sett sig í samband við Jakob og lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir. Jakob er fyrsti leikmaðurinn sem liðið fær til sín eftir miklar breyt- ingar sem gerðar voru í kjölfar óviðunandi gengis á síðasta tíma- bili og er liðið stórhuga fyrir komandi tímabil, enda er Leverkus- en lið með mikla sigurhefð. Þegar Fréttablaðið náði tali af Sigurði í gær var hann mjög ánægður með samninginn sem hann nældi í fyrir Jakob og sagði að samningur hans væri mjög ásættanlegur og nokkuð hár mið- að við fyrsta atvinnumannasamning. „Jakob fékk mjög góðan samning og er til að mynda með um helmingi hærri laun en Bandaríkjamaðurinn Brandon Woudstra sem verður í þessu liði með honum,“ sagði Sigurður, en Woudstra þessi lék sem kunnugt er með Njarðvík- ingum tímabilið 2003-04. „Margir furðuðu sig á því af hverju Leverkusen fékk sér ekki bara Bandarík- jamann, en þeir eru tiltölulega ódýrir á miðað við þá evrópsku, en þeir vildu aðeins fá Jakob og engan annan,“ sagði hinn seigi samningamaður Sigurður að lokum. KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN JAKOB ÖRN SIGURÐARSON: Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Me› tvöfalt hærri laun en Woudstra HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Föstudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  18.00 Ísland og Ungverjaland mætast á Víkingsvelli í undankeppni HM U-21 árs. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn.  07.30 Olíssport á Sýn.  08.00 Olíssport á Sýn.  08.30 Olíssport á Sýn.  16.50 Smáþjóðaleikarnir á RÚV. (3:5). Endursýndur þáttur um þriðja dag Smáþjóðaleikanna í Andorra.  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn. Flottur íþróttaþáttur sem líf er í.  19.30 Motorworld á Sýn. Hestöfl, ofurhugar og fallegar konur í alvöru þætti fyrir akstursáhugamenn.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 HM í póker á Sýn. HM í Las Vegas. Hver er með besta „pókerfeisið“?  21.45 Smáþjóðaleikarnir á RÚV. (4:5). Samantekt frá atburðum dagsins í Andorra.  23.15 NBA úrslitakeppni á Sýn. Endursýndur leikur. LAGT Á RÁÐIN Þjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson leggja hér á ráðin á æfingu landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Aðeins þrír leikmenn í íslenska landsliðinu leika í Landsbankadeildinni: Vi› föllum vel inn í flennan hóp FÓTBOLTI Þeir Tryggvi Guðmunds- son úr FH, Kristján Finnbogason úr KR og Helgi Valur Daníelsson úr Fylki eru nokkuð sér á báti í ís- lenska landsliðinu því þeir eru einu leikmennirnir í hópnum sem leika með knattspyrnuliðum hér- lendis. Fréttablaðið spurði þá fé- laga hvernig tilfinning það væri að vera einu heimamennirnir í hópnum. „Venjulega eru þetta ekki nema einn eða tveir menn í hópn- um sem spila hérna heima og það er bara gaman. Það er mjög góður andi í hópnum og við stefnum á að vinna Ungverjana hérna á laugar- daginn. Við sem spilum hérna heima föllum bara vel inn í þenn- an hóp og erum aðallega spurðir frétta úr íslenska boltanum,“ sagði Kristján Finnbogason mark- vörður. Blaðamaður sneri sér því næst að Tryggva Guðmundssyni, sem var að ljúka við annað viðtal á Laugardalsvellinum og þá mátti heyra einn félaga hans kalla hæðnislega úr bakgrunninum „hrokann, hrokann“, en svo virtist sem Tryggvi heyrði það ekki. „Tilfinningin er góð og þótt hópurinn sé nokkuð breyttur síð- an ég var hérna síðast er kjarninn sá sami og það er alltaf gaman að hitta strákana aftur,“ sagði Tryggvi. „Það er alltaf viðurkenn- ing að vera valinn í landsliðið því það gefur til kynna að maður hafi verið að standa sig vel í því sem maður er að gera. Svo verður bara að koma í ljós hvort ég fæ að spila eða ekki, en ég get lofað því að ég legg mig fram ef ég fæ tækifæri,“ sagði Tryggvi. En fá þeir engar glósur frá „stjörnunum“ sem leika með stærri liðum erlendis? „Nei, það eru engir kóngastæl- ar í þeim, enda þýðir það ekkert. Við erum að standa okkur hérna heima alveg eins og þeir, þannig að það er ekkert hægt að stríða okkur,“ sagði Tryggvi léttur í bragði og bætti við að hann myndi gera sitt besta til að komast í tug landsliðsmarka ef hann fengi tækifæri, en hann hefur skorað níu mörk fyrir landsliðið. „Það er gaman til þess að vita að þeir Ásgeir og Logi eru að fylgjast vel með því sem er að gerast hérna heima fyrst þeir velja okkur þrjá í hópinn,“ sagði Helgi Valur. „Að mörgu leyti er þetta bara eins og að koma aftur á æfingu með yngra landsliðinu, því þetta eru margir sömu strákar og maður hefur verið að spila með í gegnum árin“. En hvernig er að vera að spila með stóru löxunum? „Maður var nú kannski dálítið smeykur svona fyrst þegar maður kom inn í þetta, en um leið og maður byrjaði að spila var þetta fljótt að fara.“ - bb HRESSIR Í DALNUM „Íslendingarnir“ í landsliðshópnum - Helgi Valur Daníelsson, Tryggvi Guðmundsson og Kristján Finnbogason - voru léttir á því í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.