Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 54
3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Vinningar eru: Miðar fyrir tvo á Mr & Mrs Smith. Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d. úr og bolir. DVD myndir. Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA MMV á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SM S leikur D3 H EIM SFR U M SÝ N IN G 9. JÚ N Í Arna Borgþórsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru umsjón- armenn flóamarkaðsins í Sirkus-portinu. Markaðurinn hóf göngu sína síðasta sumar og fóru viðtökurnar fram úr björt- ustu vonum. Í gegnum tíðina hafa þær verið miklir aðdáend- ur flóamarkaða og verið ötular við að halda markaði í heima- húsum, Kolaportinu og Sirkus. Oft hefur æsingurinn verið svo mikill að þær hafa hreinlega selt utan af sér spjarirnar. Á flóamarkaðnum í sumar munu Arna og Elma Lísa leggja áherslu á fjölbreytt úrval svo allir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi eins og föt, plötur, glingur, skart og dót úr geymslunni. Þegar þær stöllur eru spurð- ar út í eigin fatastíl segjast þær vera mjög ólíkar. „Elma fæddist í second-hand fötum, en ég var í íþróttagallan- um til tvítugs, en eftir það fór allt að gerast,“ segir Arna og brosir. Elma Lísa á einn vegleg- asta og frumlegasta fataskáp landsins. Hún mun selja fötin sín á Sirkusmarkaðnum meðan Arna ætlar að djúsa ávexti ofan í gesti og gangandi. „Sumarið leggst rosalega vel í okkur. Þetta verður algert stuð og við verðum með óvænt- ar uppákomur á laugardögum, dj-a, hljómsveitir og margt margt fleira. Við hvetjum alla til að mæta og eins ef fólk vill hreinsa út úr fataskápum og geymslum hjá sér þá getur það leigt af okkur bás á góðu verði. Áhugasamir geta sent línu á floamarkadur@elv.is,“ segir Arna. martamaria@frettabladid.is Djús, dj-ar og gömul föt Fjöllistahópurinn Siggi er einn af þeim hópum sem munu starfa á vegum Hins hússins í sumar í Skapandi sumarstarfi. Siggi er skipaður fjórum strákum og tveimur stelpum sem eru sautján og átján ára. Nafnið Siggi er frek- ar óvenjulegt fyrir listahóp því oft eru þeir með mjög flókin og útpæld nöfn. „Við viljum frekar að hópurinn geri nafnið flott en að nafnið geri hópinn flottan,“ segir Úlfur einn af liðsmönnum Sigga. Þau koma öll hvert úr sinni áttinni í listum og ætla einmitt að láta það vera styrkleika sinn. Þau ætla að hafa þemavikur þar sem lögð er áhersla á einhverja listgrein og þannig læra hvert af öðru svo að allir geti tekið þátt. Þau ætla meira að segja að tvinna almenn- ingi inn í starfið og geta vegfar- endur átt von á að lenda inni í miðju verki hjá þeim í sumar. Fyrsta vikan, sem hófst 1. júní, er helguð kökum og ljóðagerð. Krakkarnir ætla að baka kökur og gefa gestum og gangandi og svo ætla þau að láta tómar stílabækur inn á kaffihús þar sem kaffihúsa- gestir geta tjáð tilfinningar sínar í ljóðum, máli og myndum. Í lok sumarsins stefna þau svo að því að gefa út Ljóðabók Reykjavíkur með þeim ljóðum sem safnast í þessar stílabækur. „Markmið okkar er að gera Reykjavík að skemmtilegri stað,“ segir Úlfur og verða uppákomur þeirra afar fjölbreyttar allt frá tónleikum og dansi til gjörninga og myndlistar. Þetta er aðeins fyrsta vikan af átta svo það er greinilega margt spennandi framundan í Reykja- víkurborg í sumar. soleyk@frettabladid.is Almenningur hluti af listsköpun Sigga SIGGI Úlfur, Gulla, Anton, Sindri, Geiri og Steinunn standa á bak við fjöllistahópinn. ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR OG ARNA BORGÞÓRSDÓTTIR Verða í miklu stuði á flóamarkaði Sirkuss í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.