Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
65,05 65,37
118,80 119,38
79,43 79,87
10,67 10,73
10,09 10,15
8,61 8,66
0,60 0,60
95,58 96,14
GENGI GJALDMIÐLA 20.06.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
4 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Framkvæmdastjóri Tros í Sandgerði:
Samkeppnin ver›i virk
FLUTNINGAR Fiskútflytjendur telja
samkeppnisstöðuna ekki breyt-
ast mikið þó að FL Group, Blá-
fugl og Flugflutningar renni
saman. Níels Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Tros í Sand-
gerði, telur samruna fyrirtækj-
anna þriggja valda ekki jafn
miklum áhyggjum og þróun
gengisins.
Níels segir að það skipti
verulegu máli að samkeppni í
flugfrakt sé virk þannig að hægt
sé að fá flutninga á réttum kjör-
um. Það sé hagsmunamál allra
að sem mestur útflutningur eigi
sér stað með flugi og því sé sam-
eining FL Group, Bláfugls og
Flugflutninga bara einn þáttur í
heildarmyndinni.
„Við erum í erfiðri stöðu út af
háu gengi íslensku krónunnar
og mikilli samkeppni erlendis
við aðrar vörur og framleiðslu-
lönd þannig að þetta er aðeins
eitt af mörgum sem við höfum
áhyggjur af,“ segir hann.
„Ef við verðleggjum okkur út
af markaðnum verður svo sem
ekki mikið að gera fyrir flutn-
ingsaðilana heldur og það er
töluvert aðhald í því.
Kostnaðurinn við að koma
vörunni á markað má ekki vera
ekki of hár,“ segir hann.
-ghs
Tillaga lög› fram um
vei›ar í atvinnuskyni
Formanni íslensku sendinefndarinnar á fundi Alfljó›ahvalvei›irá›sins telur a›
draga sé saman me› fylkingum í afstö›unni til hvalvei›a. Lög› ver›ur fram
tillaga á fundinum í Su›ur-Kóreu í dag um a› hefja hvalvei›ar í atvinnuskyni.
HVALVEIÐAR Lögð verður fram til-
laga á ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins í dag um að hvalveiðum í
atvinnuskyni verði stjórnað innan
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Verði til-
lagan samþykkt mun það þýða að
bann Alþjóðahvalveiðiráðsins á
veiðum í atvinnuskyni leggst af
og veiðar stjórnað af ráðinu verða
leyfðar.
Fundurinn, sem fer fram í
Ulsan í Suður-Kóreu, hófst í gær
en þá fóru fram nokkrar atkvæða-
greiðslur um ýmis mál af stjórn-
sýslulegu tagi samtakanna og
fundarins. Stefán Ásmundsson,
formaður íslensku sendinefndar-
innar á fundinum, segist telja að
draga sé saman með fylkingum
hvalveiðisinna og andstæðinga
þeirra.
„Það var ein atkvæðagreiðsla
sem féll bara á einu atkvæði en
það var svo sem ekki stórt mál.
Langstærsta málið snýst um
stjórnunarkerfið um atvinnuveið-
ar og það er það sem er verið að
ræða í bakherbergjum hér á fund-
inum. Á þessari stundu er ekkert
ljóst hvort að við náum því í gegn
að stjórnkerfi hvalveiðanna verði
komið á en við erum að reyna
koma því máli í réttan farveg,“
segir hann.
Þrjá fjórðu hluta atkvæða á
fundinum þarf til að aflétta bann-
inu sem hefur gilt í um tuttugu ár.
Helstu stuðningsaðilar hvalveiða
á fundinum eru auk Íslendinga,
Japanir og Norðmenn sem eru
eina þjóðin í heiminum sem stund-
ar hvalveiðar í atvinnuskyni en
Japanir og Íslendingar stunda
þær í vísindalegum tilgangi.
Ásta Einarsdóttir, varaformað-
ur íslensku sendinefndarinnar,
segir að henni finnist sem miðju-
hópur sé að myndast í afstöðunni
til hvalveiða þar sem Bandaríkin,
Holland, Svíþjóð og Finnland séu
meðal stærstu þjóðanna en auk
þeirra hafa komið inn ný ríki sem
styðja hvalveiðar.
Nokkur þeirra höfðu þó ekki
atkvæðisrétt á fundinum í gær
þar sem þau höfðu ekki greitt
gjöld til ráðsins. Þær þjóðir sem
eru hvað hörðust í afstöðu sinni
gegn hvalveiðum eru Ástralía og
Nýja-Sjáland.
Í tillögum Hafrannsóknar-
stofnunar fyrir árið í ár er gert
ráð fyrir því að veiddar verði
þrjátíu og níu hrefnur í vísinda-
skyni en þeim verði svo fjölgað í
eitt hundrað árið 2006.
hjalmar@frettabladid.is
Sauðárkrókur:
Hass og
hra›akstur
LÖGREGLA Upp komu tvö fíkni-
efnamál um helgina á Sauðár-
króki. Lögregla fann við reglu-
bundið eftirlit með ökumönnum,
annars vegar áhöld til neyslu
efna og hins vegar lítilræði af
tóbaksblönduðu hassi.
Lögreglan á Sauðárkróki
vildi láta þess getið að málin
tengdust ekki vélhjólahátíðinni
sem fram fór í bænum um helg-
ina, en hjá lögreglu var mikil
ánægja með mótið, sem fór vel
fram.
Þá stöðvaði lögreglan á Sauð-
árkróki 19 ökumenn fyrir of
hraðan akstur um helgina.
Lögregla segir umferð hafa
verið mikla, en gengið nokkuð
vel.
-óká
VEÐRIÐ Í DAG
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Bakpokar
-landsins mesta úrval
Deuter Aircontact
50+10SL
Sumartilboð
17.990 kr.
Verð áður 19.990 kr.
FLUGFRAKT Fiskútflytjendur hafa ekki þungar áhyggjur af samruna FL Group, Bláfugls og
Flugflutninga. Þeir hafa meiri áhyggjur af þróun gengisins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Sekta›ur fyr-
ir sterasmygl
DÓMSMÁL 32 ára gamall maður
var síðasta fimmtudag dæmdur
til greiðslu 300.000 króna sektar
í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
tilraun til að smygla hingað til
lands ólöglegum sterum frá
Danmörku árið 2003.
Þá var manninum gert að greiða
sakarkostnað upp á rúmar
800.000 krónur.
Maðurinn smyglaði efnunum
í tveimur aðskildum sendingum
með flutningaskipi frá Árósum.
Hluta efnanna faldi hann í bif-
reiðarhreyfli og hinn hlutann í
bifreið sem hann sendi til lands-
ins.
Lögregla haldlagði efnin við
leit á vinnustað mannsins.
Maðurinn játaði, en hann hef-
ur ekki komist í kast við lögin
áður.
-óká
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FRÁ ÁRSFUNDI ALÞJÓÐAHVALVEIÐIRÁÐSINS Í GÆR Ole Samsing og Amalie Jessen, fulltrú-
ar dönsku sendinefndarinnar, ásamt Stefáni Ásmundssyni, formanni íslensku sendinefnd-
arinnar, á fundi hvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu í gær.
KRÓKURINN MAKAÐUR Fahad Al Sabah,
olíumálaráðherra Kúvæt og forseti OPEC,
gleðst eflaust yfir háu olíuverði þessa dag-
ana.
Olíuverðið hækkar:
Fati› á tæpa
sextíu dali
BÚDAPEST, AP Heimsmarkaðsverð á
olíu hélt áfram að stíga í gær og fór
fatið hæst upp í tæpa sextíu dali.
Ólíkt hækkununum á síðasta ári,
sem helguðust einkum af ótraustu
stjórnmálaástandi í olíuframleiðslu-
ríkjunum, stafa hækkanirnar nú af
því að framleiðslugeta olíuhreins-
unarstöðva er í hámarki. Á sama
tíma vex spurnin eftir eldsneyti
hröðum skrefum, til dæmis vegna
þess að ferðamannatíminn er í há-
marki.
Samtök olíuframleiðsluríkja,
OPEC, hafa þegar hækkað fram-
leiðsluþak sitt um 500.000 föt á dag
en sú aðgerð náði ekki að slá á verð-
hækkanirnar. Formælandi OPEC
útilokaði ekki frekari framleiðslu-
aukningu í samtali við fréttamenn í
gær. ■
SÚDAN
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FALLIÐ FRÁ ÁKÆRUM Súdönsk
stjórnvöld hafa ákveðið að falla frá
ákærum á hendur tveimur háttsett-
um starfsmönnum hjálparsamtak-
anna Læknar án landamæra og
segjast vilja bæta samskiptin við
samtökin. Mennirnir voru hand-
teknir í síðasta mánuði fyrir róg-
burð eftir að hafa bent á að kerfis-
bundnar nauðganir og misþyrming-
ar væru stundaðar í Darfur-héraði.