Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 15
Tímamót mörkuð með skyri Viðbrögð við skyrslettunum á Hótel Nordica um daginn hafa verið merkileg. Dómsmálaráðherra kvað þennan atburð marka tímamót á Íslandi. Það hefur nú áður verið slett skyri án þess að það markaði tímamót. Hann óttast að þetta skaði orðstír Íslands sem ferða- og ráð- stefnulands. Þetta kemur bara öllum í opna skjöldu, sagði hann. Eftir einhverj- ar hatrömmustu deilur hér á seinni tím- um, umsvifamestu framkvæmdir og jarðrask Íslandssögunnar í andstöðu við stóran hluta þjóðarinnar, yfirreið iðnað- arráðherra hérað úr héraði til að boða fleiri álver með tilheyrandi virkjunum, þá kemur það mönnum í opna skjöldu að slett sé skyri á ráðstefnu um áliðnað. Það er látið eins og óafturkræf skemmd- arverk hafi verið framin og margra daga gæsluvarðhaldi beitt. Hvað sem menn segja um þetta að sletta skyri á fulltrúa Alcoa, Bechtel og Landsvirkjunar þá er það nú bara eins og hver annar barna- leikur miðað við afrek þessara fyrirtækja hér, svo ekki sé minnst á afrek Alcoa og Bechtel úti um allan heim. Einar Ólafsson rithöfundur BRÉF TIL BLAÐSINS Má bjóða þér einn? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in ri k Pé tu rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip “Hrö› og fagleg fljónusta eru einkunnaror› okkar hjá L‡singu. Ef flig vantar fjármögnun á atvinnutæki flá ábyrgjumst vi› svar á innan vi› sólarhring frá flví a› öll gögn liggja fyrir. Einfaldara getur fla› ekki veri›.“ Elvar Da›i Eiríksson Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja Lítil lýðræðisást Reykjavíkurlistinn er klassískt dæmi um höfuðlausan búk sem ryðst áfram af þeirri einni hugsjón að lifa af. Framtíðar- sýn Reykjavíkurlistans er engum ljós nema þá þessum átta borgarfulltrúum sem gagngert hafa unnið að því að stía sig frá samstarfsflokkunum og sínu bak- landi. Reykjavíkurlistasamstarfið er engum af þeim flokkum sem í því starfa til sóma. Atli Þór Fanndal á politik.is Það skal lifa Hver verða svo áhrifin af þessum vand- ræðagangi á Evrópuumræðuna hér á landi? Eins þörf og sú umræða er má búast við að heldur hægi á henni með- an mesta ólgan gengur yfir innan sam- bandsins og þar til menn sjá til lands í deilum sínum. Þrátt fyrir að allt taki ein- hvern tíma endi finnst mér ekki líklegt að Evrópusambandið líði undir lok á næstu árum. Ástandið þar er hins vegar ekki mjög kræsilegt og hlýtur að vera vatn á myllu andstæðinga Evrópusam- bandsaðildar Íslands. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is Kona var það víst Nú síðast hafa óvildarmenn forsetans gripið til þess lúalega bragðs að halda því fram að fáar konur hafi fengið fálka- orðuna á valdatíma herra Ólafs. Ég leyfi mér að benda á að 13. maí síðastliðinn fékk engin önnur en Francesca von Habsburg fálkaorðuna. Það var löngu tímabært að þessi þekkti Íslandsvinur fengi viðurkenningu fyrir framlag sitt og ég fullyrði að enginn annar en herra Ólafur hefði veitt henni þessa verðskuld- uðu orðu. Frú Francesca er eini kross- berinn í ár sem er svo frægur að bera engan starfstitil. Þarf að segja meira? Benedikt Jóhannesson á heimur.is AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.