Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 30
22 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Nú þegar þjóðhátíð- ardagur okkar Ís- lendinga er nýlið- inn þetta árið fór ég að velta fyrir mér þjóðbúningi íslenskra kvenna. Þá er ég ekki að tala um hinn hefð- bundna og viður- kennda þjóðbúning sem sumar konur láta sig hafa að klæðast nokkrum sinnum á ævinni, heldur hinn raunverulega þjóð- búning okkar. Hinn raunverulegi þjóðbúningur kvenna á Íslandi er nefnilega flís- peysa og teygjugallabuxur. Hvar sem ég lít, hvort sem það er 17. júní eða aðra daga, sé ég konur í þessari miður fögru samsetningu. Í búðinni, á skrifstofunni, í bíó og jafnvel leik- húsi; flíspeysukonurnar eru úti um allt! Nú hafa þessar flíkur vissulega ýmislegt til síns ágætis. Flíspeysur geta verið ómissandi í útileguna, í útivist eða heima á köldustu vetrar- kvöldum og hafa íslensk fyrirtæki gert fallegar útfærslur af þeim. En flíspeysur eru ekki smart hvers- dagsklæðnaður og gera óskaplega lítið fyrir kvenlíkamann. Eins geta teygjugallabuxur átt sinn tilverurétt og margar kvengallabuxur hafa smá teygjan- leika en þegar þær líta út eins og út- víðar gammosíur með rassvösum eru þær ekki að gera nokkurri konu neina greiða. Þó að föt séu þægileg þýðir það ekki - og oft alls ekki - að þau séu flott. Íslenskar konur hafa yfirleitt þótt vera mjög smart og framarlega í tísku og þess vegna skil ég ekki þessa innrás heimafatanna. Margir karlmenn þurfa að láta sig hafa það að mæta í jakkafötum og með bindi til vinnu á hverjum degi og þess vegna er okkur engin vorkunn í því að fara úr þægindafötunum svona rétt á meðan við bregðum okkur af bæ. Möguleikar kvenna til klæða- burðar eru óendanlegir og við höfum töluvert meira frelsi en karl- ar til að leika okkur með útlitið. Það er alger synd að eyða þessum list- ræna sveigjanleika í föt sem eru hvorki eftirminnileg né klæðileg. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SÓLEY KALDAL VELTIR FYRIR SÉR ÞJÓÐBÚNINGI ÍSLENSKRA KVENNA. Flíspeysur og teygjugallabuxur M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Finnskir sauna ofnar Raf- eða viðarkyntir. Einnig arinofnar. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 KERRA LCI-880 392x134cm, galv. Burðarg. 270 kg. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 BÁTAKERRA LCI-887 548x170cm. galv. með spili. Burðarg. 545 kg. KERRA LCI-830 Fáanleg einnig með bátastandi og vélhjólastandi Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 KERRA LCI-850 Burðarg. 530 kg. Samanbrjótanleg og hægt að keyra upp á af götu. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Gullfalleg bjálkahús ca. 54 fm með 13 fm verönd á ótrúlegu verði. Hægt að fá á ýmsum byggingarstigum. Upplýsingar: Goddi ehf. Auðbrekku 19, 200 Kópavogur. sími 544 55 50 Helsinki bjálkahús Suvi 4555 sumarhús 24,5 fm m/svefnlofti og verönd. Flísar á þaki. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Áklæðaúrvalið er hjá okkur. Leður og leðurlíki. Auk þess pöntunarþjónusta eftir ótal sýnishornum. Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Náttúran hefur sinn gang! Ég hef sjaldan séð hann jafn upptekinn! Það er kvikmynda- iðnaðinum að kenna að unglingar grípa svona oft til ofbeldis! Einmitt! Og það er bílaiðnaðinum að kenna að það er svona mikið um umferðarslys! Einmi... ...bíddu nú við... Kjánar! Bless, litla fiðrildi! Við slepp- um þér lausu svo þú getir fundið þín örlög í náttúrunni! Jæja, það tók ekki langan tíma. Hæ, Snati. Ég ætla að heilla hana Snúllu mína. Með vitsmunalegum samræðum. Og dauðri mús. Það er auðvelt að heilla inniketti. Hvernig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.