Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 18
Jákvæðni
Rannsóknir sýna að jákvætt hugarfar er gott fyrir heilsuna. Ræktaðu jákvæðni þína
með því að skoða hlutina frá öllum hliðum, lesa bækur og greinar sem gleðja og
umgangast jákvætt fólk. [ ]
100% hreinn fyrir þig
SMOOTHIE
ávaxtadrykkur
Arka • Sími 899 2363
Erum flutt að Skólavörðustíg 16 í stærra og glæsilegra
húsnæði. Margar nýjar vörur og tilboð. *tilbúnir réttir
beint í ofninn, *ekta ítalskur ís og margt fleira.
Verið velkomin á Skólavörðustíginn
Yggdrasill
Lífrænt ræktaðar vörur frá 1986 • S: 562 4082
Ný tæki - Betra verð!
17.900.-kr.
kr.
12.900.-
Fá útrás fyrir keppnisskapið
Skvassfjölskyldan mikla: Matthías, Rósa, Jón, Þorbjörn og Brynja.
Hjónin Brynja og Jón iðka
veggtennis daglega ásamt
börnum sínum þremur: Rósu,
Þorbirni og Matthíasi. Þau eru
sammála um að veggtennis sé
hin besta líkamsrækt.
Þeir sem hafa lagt leið sína í Vegg-
sport heilsuræktina hafa eflaust
tekið eftir skvassfjölskyldunni
miklu sem þar virðast dvelja öllum
stundum. Um er að ræða fimm
manna fjölskyldu, foreldra og þrjú
börn sem öll æfa veggtennis af
miklu kappi. Svo miklu reynar að
liggur við slagsmálum við matar-
borðið þegar heim er komið.
„Við eigum eiginlega heima
hérna í Veggsporti. Það er svo of-
boðslega gaman að vera hér, góður
andi og frábær aðstaða,“ segir
Brynja Halldórsdóttir, mamman í
fjölskyldunni. Hún mætir nær dag-
lega í Veggsport með manni sínum
Jóni Þorbjörnssyni og börnunum:
Rósu, Þorbirni og Matthíasi.
Þau eru öll sammála um að
veggtennis sé góð íþrótt. „Þetta er
rosalega góð líkamsrækt og reynir
jafnt á allan líkamann. Maður
byggir upp þol og styrkir sig,“
segir Rósa og mamma hennar
bætir því við að það sé líka gaman
að fá útrás fyrir keppnisskapið.
„Hingað til hefur þetta ekki valdið
miklum slagsmálum en það gæti
breyst núna þegar krakkarnir eru
farnir að ná foreldrunum,“ segir
Brynja og Matthías bendir á að
þeir bræðurnir séu alveg að ná
þeim.
Jón, Brynja og Rósa æfðu áður
tennis og segjast hafa kynnst vegg-
tennis í gegnum það. „Maður þarf
að æfa tennis dálítið lengi til að
geta haft gaman af honum en þetta
kemur miklu fyrr í skvassinu. Auð-
vitað tekur tíma að verða fær og
þetta krefst mikillar tækni en
maður er tiltölulega fljótur að ná
þessu – í það minnsta þannig að
maður geti spilað sér til
skemmtunar,“ segir Jón en vegg-
tennis virðist njóta vaxandi vin-
sælda hér á landi.
Fjölskyldan spræka spilar hins
vegar alls ekki eingöngu til að leika
sér. „Hver einasti leikur er eins og
úrslitaleikur og það er aldrei gefið
eftir,“ segir Brynja og bætir því við
að Rósa sé langbest enda Íslands-
meistari í greininni. Hún spilaði
einmitt síðasta úrslitaleik við móð-
ur sína og hefur keppt á fjölmörg-
um mótum innanlands sem utan.
Jón hefur einnig náð góðum ár-
angri og að sjálfsögðu stefna strák-
arnir á toppinn.
Þótt keppnisskapið sé mikið og
baráttan oft hörð hefur fjölskyld-
unni tekist að komast stórslysa-
laust frá íþróttinni. Nokkrar
skrámur hér og þar eru ekkert til
að kvarta undan. Rósa bendir þó á
að meiðsli geti alveg átt sér stað og
það sé nauðsynlegt að hita vel upp.
„Ég reyni að kenna gömlu hjónun-
um að hita upp en þau eru frekar
löt við það,“ segir Rósa. Foreldrar
hennar malda í móinn með því að
benda á að þau hafi margra ára for-
skot í upphitun. „Maður ætti nú að
vera orðinn heitur eftir öll þessi
ár,“ segir Brynja og hlær.
thorgunnur@frettabladid.is
Traustur vinur getur gert krafta-
verk, segir í góðum dægurlaga-
texta og nýjustu rannsóknir sýna
að samneyti við vini getur lengt
lífið og aukið lífsgæðin töluvert,
einkum þó á efri árum. Ástralskar
rannsóknir sýna fram á að þeir
sem hafa vini sína í kringum sig í
ellinni muni lifa lengur en þeir
sem eru umkringdir fjölskyldu
sinni. Rannsóknin hófst árið 1992
og fór þannig fram að fylgst var
með líftíma rúmlega fimmtán
hundruð einstaklinga yfir sjötugt.
Þátttakendur í rannsókninni voru
spurðir í hversu miklu og nánu
sambandi þeir væru við börn,
ættingja, vini og trúnaðarmenn.
Síðan var fylgst með fólkinu á
þriggja ára fresti og lífslíkur
metnar. Eftir að rannsóknin hafði
staðið yfir í tólf ár kom í ljós að
náin samskipti við börn og ætt-
ingja virtust ekki lengja líf fólks-
ins svo nokkru nam en þeir sem
áttu stóran vina- og kunningjahóp
voru mun líklegri til að lifa lengur
en þeir sem áttu fáa vini.
Rannsakendur telja að hluta
ástæðunnar megi rekja til þess að
yfirleitt velur fólk sér vini en situr
uppi með fjölskylduna og þá geta
samskipti við fjölskyldu verið
mun þvingaðri en samskiptin við
vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar
til að huga að heilsunni, hafa tíma
til að stunda skemmtilega hreyf-
ingu með viðkomandi og hjálpa til
við að létta á streitu og kvíða á
erfiðum stundum. ■
Vináttan lengir lífið
Gamalt fólk sem á vini er líklegra til að njóta lífsins og lifir
lengur en þeir vinafáu.
Góðir vinir eru allra meina bót þegar ell-
in færist yfir.
Systkinin Rósa og Þorbjörn í spennandi leik. Keppnisskapið er mikið en að sjálfsögðu er
leikgleðin í fyrirrúmi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I