Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 14
Björgólfur hér og Björgólfur þar, það er ekki flóafriður fyrir honum, hann styrkir bókstaf- lega allt maðurinn. Landsbanka- deildin, Klink og bank, Þjóðleik- húsið og nú síðast á mynd með kvenréttindakonum. Eins gott að maðurinn virðist hinn við- kunnanlegasti annars væri kona orðin svolítið þreytt á þessu öllu saman. Kannski er forsætiráð- herrann orðin eitthvað þreyttur því nú ætlar hann með potintát- um sínum að smíða lög sem munu gera það að verkum að Björgólfur og þeir hinir mega ekki lengur ráða því hvað þeir styrkja, heldur á að búa til sjóð þar sem ríkisstarfsmenn eða vinir og vandamenn ráðherr- anna sitja og hafa áhrif á hvert styrkirnir fara. Mér finnst Björgólfi og þeim hinum farast styrkveitingar vel úr hendi og að í þeim efnum megi segja því fleiri því betra. Látum þá hins vegar sjá um sína styrki og rík- ið um sína. En þeim sem ráða finnst það náttúrlega ómögulegt að láta Björgólf „gína yfir þessu“, að hann einn ráði hvern hann styrkir og hve mikið. Því á að veita fyrirtækjunum skatt- afslátt sem á að renna í sjóð sem ríkisvaldið ætlar að hafa ítök í þannig á að smygla hinu opin- bera að ákvörðunum og sviðs- ljósinu. Menn virðast sífellt farnir að sjá meira og meira eft- ir völdunum og sviðsljósinu sem þeir detta út úr þegar ríkið er ekki lengur á bólakafi í öllum hlutum. Og auðvitað á að nota opinbera sjóði til að komast aft- ur í sviðsljósið – okkar sjóði. Ég lýsi mig algjörlega mótfallna svona fiffum. Fyrirtæki eiga sjálf að ráða sínum sjóðum, ef ríkisvaldið vantar digrari sjóði þá á hreinlega leggja hærri skatta á fyrirtækin, en ekki seil- ast bakdyramegin í þá vasa frekar en aðra. Ef ríkið vill hvetja fyrirtækin til frekari samfélagsþátttöku með skatta- afslætti, þá gerir það það, en fyrirtækin verða sjálf að ákveða hvernig þau ráðstafa sínu fé, hvort heldur skattarnir lækka á móti eða ekki. Er það ekki ann- ars svolítið skondið að forsætis- ráðherranum hafi ekki dottið það fyrr í hug að þeir ríku eigi styrkja bókmenntir, vísindi og listir ? Hvað er aftur langt síðan útvöldum var gefinn fiskurinn í sjónum og margir urðu vellauð- ugir fyrir bragðið? Ekki hafa þeir greifar mikið verið að styrkja einn eða neinn, nema þeir séu þá svona miklu verri auglýsingamenn en þeir sem nú styrkja góð málefni daginn út og inn. Eða getur verið að hug- myndaflugið hjá því opinbera sé ekki meira en svo að þeim hafi ekki dottið þessi „skylda“, sem þeir svo nefna núna, í hug fyrr enn auðmenn hófu þá iðju að eigin frumkvæði. Kannski þarf kona þó ekki að vera að hissa sig á þessu því þetta er sami for- sætisráðherrann og flutti tíma- mótaræðuna á gamlárskvöld og boðaði stofnun fjölskyldunefnd- ar, rétt eins og hann hefði fund- ið upp hjólið. Eins og hann hefði aldrei heyrt um fjölmargar áætlanir sem samþykktar hafa verið til að laga fjöskyldulífið að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Ég held að ég hafi heyrt ein- hvers staðar að gamlárskvölds- nefndin hafi fundað og hyggi nú að skólabúningum, kona á ör- ugglega að þakka sínum sæla fyrir að nefndin telur það brýn- asta verkefnið, annars fengjum við kannski tilkynningar um skattaafslátt gegn því að borða ekki annað en lambakjöt á sunnudögum. Það reynir vissu- lega á menn að vera lengi við völd. Valdið spillir. Það reynir hins vegar kannski meira á menn sem vanir eru að útdeila fríðindum og greiðum úr opin- berum sjóðum og bönkum að vera við völd þegar búið er að markaðsvæða. Þá þurfa þeir að þekkja takmörk sín og vara sig á því að hverfa ekki aftur inn í fortíðina og forneskjuna með því að búa til skattaafsláttar- sjóði sem færa þeim aftur þessi ítök. Allavega væri heiðarlega að ganga hreint til verks og skattleggja fyrirtækin til að ná þessum sjóðum. Væntanlega er skýringin á því að sú leið er ekki farin einfaldlega sú að þeir þora það ekki, þá yrðu þeir ríku kannski fúlir eða jafnvel reiðir og hættu að borga í flokkssjóð- ina, sem auðvitað er leyndarmál hverjir borga í. ■ 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Umferðarþunginn í þéttbýli og dreifbýli hefur margfaldast á tiltölulega fáum árum. Umfer›arlöggæslu flarf a› stórefla FRÁ DEGI TIL DAGS Skjávarpi HP vp6120 digital projector Gæði á góðu verði Afgreiðslutím ar versla na! Office 1 Smára lind Virka daga frá 11-19, laugardaga 11 -18, sunnudaga 13 -18 Office 1 Skeifu nni 17 Virka daga frá 9-18, laugardaga frá 11-16 Office 1 Akure yri Office 1 Egilss töðum Virka daga frá 11-18, laugardaga frá 11-14 129.900,- Verð áður 169.900,- „Til styrktar gó›u málefni“ Undarlegar tímasetningar Skipulagning Hlemms var kynnt borgarbúum í gærdag og vakti tíma- setning blaðamannafundarins sérlega athygli. Skipulagsyfirvöldum fannst við hæfi að halda hann kl. 17.30 - sem verður að teljast undarlegt skipulag með hliðsjón af dagskrá allra helstu ljósvakamiðla landsins. Fréttamenn Útvarps höfðu sumsé rétt tæpan hálftíma til að vinna málið fyrir kvöldfréttatíma sinn, fréttamenn Stöðvar 2 heilan klukkutíma og kollegar þeirra á Sjónvarpinu gátu dólað sér í hálfa aðra klukkustund við að vinna sína útgáfu af fréttinni ... Seinniparturinn í uppáhaldi Það er annars plagsiður margra skipuleggjenda blaðamannafunda að halda eins lengi í sér yfir daginn og nokkur kostur er. Æði algengt er að halda alls kyns kynningarfundi á sjötta tímanum og verður ekki með nokkru móti skilið hvað fundarboð- endum gengur til. Kannski það eitt jú, að stjörnur fundarins sitji einar að fréttinni; ljósvakamiðlum gefist of stuttur tími til að leita viðbragða, sviðsljósið sé því þeirra einna um kvöldið ... Einn í aðalhlutverki Með þessu móti tókst til dæmis Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að leika aðalhlutverkið í skýrslu Ríkis- endurskoðanda fyrir rífri viku. Ekki einasta var fundurinn boðaður með örskömmum fyrirvara, heldur var hann og settur á svo nálægt kvöld- fréttatímum ljósvakamiðlanna að fréttamenn þeirra töluðu á blístri um inntak skýrslunnar ... Rendi í golfi Það er annars ekkert gamanmál að vinna fréttir þessa dagana þegar flestir ráðamanna samfélagsins eru utan þjónustusvæðis. Þannig hringdi einn blaðamanna Fréttablaðsins á kontór Ríkisendurskoðunar í gær til að fylgja eftir fréttum af framúr- keyrslu ráðuneytanna sem telja það lítið mál að brjóta fjárlög. Á kontór renda var sagt að enginn væri við; stofnunin væri í golfferð ... ser@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG FYRIRTÆKI OG STYRKIR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR fia› reynir hins vegar kannski meira á menn sem vanir eru a› útdeila frí›indum og grei›- um úr opinberum sjó›um og bönkum a› vera vi› völd fleg- ar búi› er a› marka›svæ›a. fiá flurfa fleir a› flekkja tak- mörk sín og vara sig á flví a› hverfa ekki aftur inn í fortí›- ina og forneskjuna me› flví a› búa til skattaafsláttarsjó›i sem færa fleim aftur flessi ítök. Allavega væri hei›arlega a› ganga hreint til verks og skatt- leggja fyrirtækin til a› ná fless- um sjó›um. Þjóðráð væri að sjá álíka margar lögreglubifreiðar á þjóðveg-um landsins og stórflutningabíla. Eftirlit lögreglu með öku-mönnum er í engu samræmi við stóraukinn umferðarþunga um mest allt land - og reyndar verður hér fullyrt að þjónusta hins opinbera í þessum efnum hafi dregist saman á undanliðnum árum. Það er glapræði, enda ber ríkisvaldinu að sinna þessum mikilvæga öryggisþætti af kostgæfni og faglegum metnaði. Annað er háska- leg sparsemi. Hér er samt ekki við lögregluyfirvöld í umdæmum landsins að sakast. Þeim er naumt skammtað fjármagnið til að halda úti eftir- litsmönnum á helstu þjóðleiðum landsins sem spanna þúsundir kílómetra - og fyrir fámennustu umdæmin er hert eftirlit svo að segja ógerningur. Því er mikilvægt að landsmenn allir þrýsti á æðstu stjórnendur þjóðarinnar og krefji þá um meira fé til brýn- ustu þátta í umferðaröryggismálum þjóðarinnar. Hert eftirlit og harðari refsingar fyrir vítavert gáleysi í umferð- inni er lykilþáttur í þessum efnum. Endalaust má reifa hugmyndir um mikilvægi forvarna og bættan öryggisbúnað bifreiða, að ekki sé talað um að fólk noti þann búnað í umferðinni; ógnvænlegustu tímasprengjurnar í íslenskri umferð verða ekki teknar úr sam- bandi nema með hertu eftirliti - og þar kemur enginn í stað vökulla lögreglumanna um land allt. Með slælegra eftirliti lögreglunnar úti á þjóðvegum landsins á síðustu árum hefur þeim vaxið ásmegin sem kjósa að aka eins og fífl um þrönga og hlykkjótta sveitavegi landsins. Þessir sömu vegir eru þar fyrir utan svo signir og sprungnir af umferðarálagi að helst verður líkt við þær brautir erlendra skemmtigarða sem skjóta mönnum hvað mestan skelk í bringu. Þar fyrir utan verður ekki með nokkru móti séð hvernig fólksbifreið á hundrað kílómetra hraða getur mætt stórflutningabíl á sama hraða á allra svæsnustu vegaköflunum þar sem hallandi beygjur liggja inn að einbreiðum brúm. Umferðarþunginn í þéttbýli og dreifbýli hefur margfaldast á til- tölulega fáum árum. Á höfuðborgarsvæðinu verða menn að una því að eyða allt upp undir fjörtíu mínútum í akstur á milli ystu hverfa. Smáskammtalækningarnar í skipulagi umferðarmannavirkja eru í hávegum hafðar, svo mjög að jafnt Sundabraut og Skerjafjarðar- leið eru ennþá grátlegar útópíur í umræðu dagsins. Á sama tíma er meginviðfangsefni ríkisvaldsins að bora jarðgöng þar sem umferð er einna minnst á ystu annesjum Tröllaskaga og Austfjarða. Þetta er sérstæð pólitík. Umferðarþunginn á nærsvæðum Reykjavíkur og kringum Akureyri hefur einnig aukist stórkostlega á allra síðustu árum. Æ fjölmennari tómstundabyggðir á þessum svæðum, svo og stóraukin ferðaþjónusta um allt land, hafa gert það að verkum að allar helgar eru að verða ferðahelgar á Íslandi. Fyrir vikið silast bílalestin til og frá stærstu þéttbýlisstöðunum um allar helgar með þeim afleiðing- um að óvandaðir ökumenn freistast til að taka fram úr á fáránleg- ustu stöðum. Þessi aukna umferð hefur ekki dregið úr ofsaakstri. Hann hefur aðeins tekið á sig nýja mynd; ofbeldisfullur glæfra- akstur er að verða æ meira áberandi með ömurlegum afleiðingum. Hér þarf að skerast í leikinn. Það verður ekki gert annars stað- ar en á vettvangi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.