Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2005                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Óþekktur hópur femín- ista sem kallar sig Bleiku skæruliðana hengdi um helgina bleika borða á styttur í miðbæ Reykja- víkur. Líklega er um að ræða skírskotun til þess að enn ríki ekki jafnræði milli kynjanna í landinu, sem lýsi sér til dæmis í því að nær engar af stytt- um bæjarins eru af nafn- greindum konum. „Mér fannst sjálfsagt að setja stytturnar í hátíðarbúning. Þetta kostaði ekkert, skemmdi ekkert, kallaði fram kátínu og vakti athygli á málstað femín- ista. Ég held að það séu ekki háar sektir við því að skreyta styttur bæjarins því þá þyrfti nú að fara að sekta allar dúfurn- ar sem eru alltaf að skíta á þær,“ segir Salvör Gissurardóttir, femínisti og lektor við Kennara- háskólann. „Þær styttur af konum sem eru í miðbæ Reykjavíkur eru ekki af nafngreindum konum heldur listaverk af óþekktum konum. Nær allar styttur sem eru nafngreindar eru af karl- mönnum,“ segir Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur. „Það er að vísu komin stytta af Björgu C. Þorláksson fyrir framan Odda á háskólasvæðinu og það þyrfti að setja upp styttu af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Síð- ustu áratugina hefur það dottið dálítið upp fyrir að reisa styttur af fólki, það eru ekki margar styttur í Reykjavík sem eru yngri en 40 ára og það er jú á síðastliðnum áratugum sem kvennahreyfingin hefur virki- lega eflst,“ segir Guðjón . „Styttur eru oft notaðar á þennan hátt, fólk hefur ýmsar leiðir til að benda á málstað sinn og mér finnst þetta allt í lagi svo framarlega sem engin spellvirki eru unnin á styttunum. Ef ég man rétt var styttunni af Jóni Sigurðssyni pakkað inn í álpapp- ír fyrir nokkrum árum,“ segir Guðjón um aðgerðir óþekktu feminístanna. „Mér finnst þetta skemmti- legt og þetta vekur athygli á því mikla misvægi sem enn er til staðar milli kynjanna. Þessi skortur á styttum af konum end- urspeglar valda- leysi kven- þjóðar- i n n a r fyrr á t í m - u m o g sjálfs- d ý r k - un karl- m a n n a , þeir hengja orður hver á annan og koma upp af sér styttum,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Hvorki hefur gengið né rekið að komast að því hverjir það voru sem stóðu fyrir prakkara- strikinu og virðist sem um huldukonur hafi verið að ræða því engin af þeim sem Fréttablaðið talaði við gat gefið neinar upplýsingar um Bleiku skæru- liðana. Lögreglan í Reykjavík var ekki búin að taka neinar ákvarðanir um hvort eða h v e r n i g b r u g ð i s t yrði við a t h æ f - inu. ■ Skæruli›ar klæ›a styttur í bleikt LANDNÁMSMAÐURINN Í BLEIKU „Ég held að það séu ekki háar sektir við því að skreyta styttur bæjarins því þá þyrfti nú að fara og sekta allar dúfurnar sem eru alltaf að skíta á þær,“ segir Salvör Gissurardóttir femínisti. Stytturnar af Ólafi Thors, Jóni forseta, Ingólfi Arnarsyni og Leifi heppna voru meðal þeirra styttna sem fengu að klæðast bleiku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.