Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 32
„Þessi bók fjallar um mann
sem gengur til sálfræðings
sem segir honum dæmisögur,
sem eiga við um hvert vanda-
mál sem skjólstæðingar hans
ber á borð fyrir hann. Sögurn-
ar eru m.a. frá Chile, Indlandi
og Tíbet. Þetta eru munn-
mælasögur, þjóðsögur og alls
kyns sögur og lítur hlustand-
inn á þær sem dæmisögur. Í
staðinn fyrir að beita hefð-
bundnum aðferðum sálfræð-
innar segir sálfræðingurinn
manninum sögur,“ segir
María Rán Guðjónsdóttir,
sem þýtt hefur bókina Leyfðu
mér að segja þér sögu eftir
argentínska metsölurit-
höfundinn Jorge Bucay, sem
gefið hefur út níu bækur.
Þessi bók Bucays hefur verið
gefin út oftar en tuttugu
sinnum á Spáni.
„Þetta er aðferð sem
Jorge Bucay, sem sjálfur er
starfandi sálfræðingur, notar
á skjólstæðinga sína. Aðferð
hans hefur virkað það vel á
þá sem leitað hafa til hans að
hann var hvattur til að gefa
sögurnar út. Þessar sögur
virðast lifa lengi í minni
fólks,“ segir María.
24 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
EKKI MISSA AF…
...tónleikum klassíska tónlistar-
hópsins Gestaláta sem heldur
sumartónleika í Dómkirkjunni
klukkan 12.15. Hópurinn er skip-
aður fimm ungum stúlkum sem
allar stunda tónlistarnám í
Reykjavík. Aðgangur á tónleikana
er ókeypis.
...sólstöðugöngu um Öskju-
hlíð. Lagt verður af stað frá
Perlunni, norðan undir hita-
geymunum.
...tónleikum Sesselju Krist-
jánsdóttur mezzosópran og Ant-
oniu Hevesi píanóleikara klukkan
20.30 í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar.
Í gær var opnuð Terra Borealis, sýning breska
ljósmyndarans og listfræðingsins Andy Horn-
ers í anddyri Norræna hússins. Sýningin er far-
andsýning sem farið hefur um Norðurlöndin,
Skotland og Eystrasaltslandanna og mun hún
fara til Grænlands á eftir Íslandi.
Á sýningunni eru sýndar myndir sem Horner
hefur tekið á ferðum sínum um Norðurlöndin.
Það eru m.a. barrskógabeltið í Norðaustur-
Finnlandi, beykiskógar Danmerkur, víðátta
Lapplands og innlandsísinn við Grænland sem
fanga athygli Horners, en hann beinir einkum
sjónum sínum að sambandi íbúanna við nátt-
úruna og landslagið.
„Ísland er það land sem ég hef tekið flestar
myndir af, það er draumastaður minn sem
landslagsljósmyndara.
Ég hef komið átta sinnum til Íslands en
sjaldnar til hinna landanna,“ segir ljósmyndar-
inn Horner, sem kemur hingað til lands seinni
hluta júlímánaðar. Horner hefur búið á
Norðurlöndunum í 20 ár en hefur búið á á
finnska hluta Álandseyja síðan 1991 þar sem
hann starfar sjálfstætt sem ljósmyndari og
kennari.
„Ég kom hingað til Íslands árið 1997 og náði
myndum af Bláa lóninu áður en því var breytt
í þennan stóra baðstað, ég kunni betur við
það þá en núna og er afskaplega ánægður
með að hafa náð þessum myndum fyrir breyt-
ingarnar,“ segir Andy.
Aðalástæðan fyrir komu Andys hingað til
lands er sú að hann ætlar að gera stóra ljós-
myndaseríu af Íslandi fyrir stærsta ljósmynda-
blað Kanada, sem heitir Photolife: „Ég þarf að
ná nokkrum myndum af ákveðnum stöðum á
Íslandi fyrir seríuna, sérstaklega Skaftafelli,“
segir ljósmyndarinn, sem hélt sýningu hér á
landi með myndum frá Álandseyjum árið
1998.
Sýningin mun standa yfir í Norræna húsinu til
28. ágúst.
Kl. 16.00
Listasumar á Akureyri verður sett í
Ketilshúsinu, Listagili, klukkan 16.00 á
miðvikudaginn.
menning@frettabladid.is
Terra Borealis í Norræna húsinu
fi‡›ing á argent-
ínskri metsölubók
!
!" "
#! $%!&'" (#! ")*(++!$!,$ !
,- ( " "'.% /()0$#1 /(!! ! 2
0 " %$!( /1 !'3!$ (#%$!"!! 4
0//! 2, ()0 $/(1/! ("% (!( 4
" "'!$(*5('(" "
" " /! $ (67!#! &8"
1/!//! $ ! ! !$9( !( ! " "
" "#! #: !';("<
=-%!/"$ 4
( ! ( !" "/(! ( />- (2 !?<
=' !
(/"
;5+/(" "/ ! ($"!
*5( @/! AB!"C ( 4/%+'" "
/!"/(! /!($ -%!/"$ (
> DD7"1 /%! $0 !E"
( " "/(,#4" , % - 4
! 'F%!*5('(" "G
#! " "$/(#9 !/
A"( ! '7 !H6" ",$( $ ! /!/
) !, $ #(% /"$/!# # (@
1 # ) # "( $-$( ( (
! /! ! (,9$8'
."( !"'+((-(#> $ " "#: !(
"1!'!()0"///!"(/ !(
$%! ! '
!"
#
$ !"
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14
JORGE BUCAY Út er komin þýðing á
bókinni Leyfðu mér að segja þér sögu
eftir argentínska rithöfundinn Jorge
Bucay, sem fjallar um sálfræðing sem
beitir sérstæðum aðferðum til að að-
stoða viðskiptavini sína.