Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 26
„Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, sem var sæmd hinni ís- lensku fálkaorðu við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum þann 17. júní. Guðbjörg hlaut riddarakrossinn fyrir störf í þágu lista og menning- ar. „Ég er óskaplega ánægð að fá þessa viðurkenningu,“ segir Guð- björg en hún segir erfitt fyrir sig sjálfa að dæma hvað það sé við störf hennar sem vakið hafi at- hygli. Guðbjörg er listfræðingur, hefur kennt listasögu og stundað rannsóknir á miðaldalist. Hún segir starf sitt hjá Gerðarsafni vera ákaflega skemmtilegt og gefandi. „Ég hef alltaf verið ánægð þar sem ég hef starfað,“ segir Guð- björg, sem ætlar að bera orðuna þar sem það á við. „Til dæmis í út- löndum ef ég er fulltrúi Íslands.“ Guðbjörg hefur starfað í Gerðarsafni frá opnun þess árið 1994. „Þetta er eina safnið á landinu sem kennt er við konu,“ segir Guðbjörg en hún hefur reynt að kynna list Gerðar Helgadóttur myndhöggvara bæði hér heima og erlendis. Guðbjörg er listfræðingur að mennt og hefur stundað rannsókn- ir á íslenskri miðaldalist. Hún var langt komin með að skrifa bók þegar hún hóf störf hjá Gerðar- safni. Bókin fjallar um íslensku teiknibókina, sem er íslenskt hand- rit með fyrirmyndum eða teikning- 18 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR JEAN PAUL SARTRE (1905-1980) fæddist þennan dag. TÍMAMÓT: GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR SÆMD FÁLKAORÐU Setur upp orðuna á tylli „Helvíti er annað fólk.“ Jean Paul Sartre var franskur heimspekingur og rithöfundur. Hann var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Nóbels en hafnaði þeim. timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1945 Bandarískt herlið nær yfir- höndinni á japönsku eyj- unni Okinawa. 1959 Sigurbjörn Einarsson, pró- fessor í guðfræði, er vígður biskup yfir Íslandi. Hann gegnir embættinu til 1981. 1973 Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum í Öxarfirði er stofnaður. 1991 Perlan, útsýnishús í Öskju- hlíð, er formlega tekin í notkun. 1999 Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, kemur í opin- bera heimsókn til Íslands. 2000 Síðari Suðurlandsskjálftinn ríður yfir. Hann mælist 6,6 stig og á upptök sín við Hestfjall í Árnessýslu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jón Valdimar Tryggvason Grænumýri 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. júní klukkan 13.30. Inga Kristín Skarphéðinsdóttir Björk Jónsdóttir Stefán Alfreðsson Ingibjörg Hanna Jónsdóttir Jón Ingi Sveinbjörnsson Arnar Sveinbjörnsson Íris Harpa Stefánsdóttir Eva Sóley Stefánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, Ketill Högnason tannlæknir, Melgerði 12, Kópavogi, lést sunnudaginn 19. júní. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hildigunnur Davíðsdóttir. ANDLÁT Þröstur Valdimarsson, Keilufelli 33, Reykjavík, er látinn. Sigurður Sigurðsson, versluninni Hamraborg, lést á sjúkrahúsi í Rimini, Ítalíu, mánudaginn 13. júní. Þórarinn Sigurgeirsson pípulagninga- meistari, Árskógum 6, Reykjavík, lést 17. júní á Borgarspítalanum. Páll Marel Jónsson, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést laugardaginn 18. júní. Björn Guðmundur Erlendsson, fyrrum bóndi í Skálholti, Merkilandi 2c, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suður- lands laugardaginn 18. júní. Þorgeir Gestsson læknir, frá Hæli, lést sunnudaginn 19. júní. JAR‹ARFARIR 13.00 Unnur Kristjánsdóttir, Dunhaga 17, verður jarðsungin frá Nes- kirkju. 13.00 Edda Snorradóttir, Sléttahrauni 24, verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði. 13.00 Helgi Hallgrímson, húsgagna- og innanhússarkitekt, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Karen Petra J. Snædal frá Eiríks- stöðum, Miðvangi 22, Egilsstöð- um, verður jarðsungin frá Egils- staðakirkju. Mín hjartfólgna móðursystir, Pála Elínborg Michelsen lést laugardaginn 18. júní. Útför verður auglýst síðar. Anna Lísa Michelsen Sigurbjörn Samúelsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Aldís G. Einarsdóttir Dalalandi 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. júní kl. 11. Birgir Örn Birgis Guðrún Huld Birgis Kristján Þór Gunnarsson Birgir Svanur Birgis Ragnheiður H. Ragnarsdóttir og barnabörnin. Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórarinn Sigurgeirsson pípulagningameistari, Árskógum 6, Reykjavík, lést 17. júní á Borgarspítalnum. Júlíus Már Þórarinsson Jóna Kristrún Sigurðardóttir María Þórarinsdóttir Örn Þorsteinsson Sigurgeir Þórarinsson Charlotta Ingadóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, Alda Steinunn Jensdóttir Faxabraut 36a, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. júní klukkan 11.00. Halldór Á. Jensson María Valdimarsdóttir Kristinn Þ. Jensson Sævar Þorkell Jensson Julie Price og frændsystkini. Ástkær fyrrverandi eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Auðunsdóttir Mávabraut 11b, Keflavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar látnu. Reynald Þorvaldsson Valgerður Reynaldsdóttir Einar V. Kristinson Erna Reynaldsdóttir börn og barnabörn. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.