Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2005
www.btnet.is.
• • Frelsaðu
félagann!
www.btnet.is
Kynntu þér málið...
aðeins á
• • Frelsaðu félagann!
• • Átt þú félaga með allt of lítinn hraða og takmarkað niðurhal?
• • Átt þú félaga sem þráir að hafa óheftann aðgang að netinu?
• • Eða viltu bara fá þér góða ADSL tenginu á frábæru verði?
Ef þú ert með BTnet getur þú bent félaga þínum á BTnet og þú færð
einn mánuð frían í staðinn og félagi þinn líka. Ef þú frelsar fleiri
félaga færðu frían mánuð fyrir hvern þann félaga sem skráir sig á
btnet.is.
Ef þú þekkir ekki neinn sem er með ADSL hjá BTnet þá getur þú
samt skráð þig á netinu og fengið frían mánuð.
Flottustu leikjaþjónar
landsins!
www.btnet.is >>
• • þú og
félagar
þínir fá
fría áskrift!
extra light
V16
• • Ótakmark
að
niðurhal
!
3.890 kr.
á mánuði allt innifalið m.v. 12 mánaða samning!
Leonardo DiCaprio alvarlega sær›ur
Leonardo DiCaprio lenti í alvar-
legum átökum í partíi í
Hollywood um helgina. Leik-
arinn snoppufríði var að yfir-
gefa glauminn klukkan fjögur
aðfaranótt laugardags þegar
ónefnd kona réðst að honum en
hún var í leyfisleysi á eigninni.
Hún sló hann í höfuðið með
flösku og brotin skildu eftir sig
langan skurð niður eftir andlit-
inu. Vinir Leos þustu til og brun-
uðu með hann upp á spítala þar
sem þurfti að sauma tólf spor
við eyra hans. Skurðurinn var
aðeins millimetrum frá háls-
slagæðinni og þótti mikil mildi
að ekki hafi farið verr. Haft var
eftir lækni að leikarinn hefði
verið heppinn að sleppa við ban-
vænt sár.
Konan, sem bendluð er við
fleiri ofbeldismál, hafði fyrr um
kvöldið ítrekað reynt að komast
inn í teitið en ávallt verið vísað
frá. Rick Salomon hélt partíið en
hann er alræmdur fyrir að vera
elskhugi Parísar Hilton á kynlífs-
myndbandi sem tröllreið öllu
fyrir nokkru síðan.
Atvikið mun líklegast ekki hafa
mikil áhrif á vinnu DiCaprios en
hann er nú að taka upp mynd með
Martin Scorsese sem heitir The
Departed. Hann fær nokkra daga
til að jafna sig og heldur svo aftur
til Boston og New York þar sem
myndin er í vinnslu. ■
U2 hei›ru› fyrir framlag sitt
Rokkgoðin írsku í U2 voru
heiðruð á þjóðhátíðardegi okkar
Íslendinga fyrir framlag sitt til
breskrar tónlistar. Viður-
kenninguna fengu þeir á 30. Nord-
off - Robbins Silver Clef verðlaun-
unum. Bono, söngvari sveitarinn-
ar, veitti viðurkenningunni mót-
töku ásamt The Edge, Larry Mull-
en Jnr. og Adam Clayton.
Í þakkarræðunni sagðist Bono
vera stoltur af því að vera hluti af
frábærri hljómsveit. Að venju var
pólitíkin ekki langt undan og Bono
hvatti fólk til að fylkja sér um
Live 8 framtak Bob Geldof. „Það
eru ekki popparar sem stjórn-
málamennirnir eru hræddir við
heldur áðdáendurnir.“ Meðal
annarra sem fengu verðlaun voru
goðsagnirnar í The Who og
Natasha Bedingfield. ■
LEONARDO DICAPRIO Leikaranum var
mjög brugðið og fékk huggun hjá Gisele
Bündchen, unnustu sinni.
U2 Bono fagnaði viðurkenningunni ákaft ásamt félögum sínum í U2. Sveitin var stofnuð
árið 1977 og hefur haldið hópinn síðan. Fáar sveitir njóta jafn mikillar virðingar og hún.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
/
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S