Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 28
21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
> Við furðum okkur á ...
... vali á bestu stuðningsmönnum Lands-
bankadeildarinnar í umferðum 1-6.
Vissulega hafa stuðningsmenn
Keflavíkur verið skemmtilegir en
það er hneyksli að stuðnings-
menn FH hafi ekki hlotið
verðlaunin enda hafa
þeir án nokkurs
vafa borið af í
stúkunni sem og á
vellinum í sumar.
Heyrst hefur ...
... að fyrirliði FH, Heimir Guðjónsson, sé
búinn að ganga frá „munnlegu sam-
komulagi“ við 3. deildarlið Núma og
muni leika með félaginu á næstu leiktíð.
Heimir hefur lýst því yfir að hann muni
hætta að spila með FH eftir sumarið en
hyggst halda sér í formi með Núma-
mönnum næsta sumar.
sport@frettabladid.is
20
> Við mælum með ...
.... að Viggó Sigurðsson bíði ekki
boðanna heldur drífi í því að ráða
Dag Sigurðsson sem aðstoðar-
mann sinn með landsliðið.
Dagur nýtur mikillar virðingar
innan hópsins og veit þar að auki
meira um handbolta en margur.
Aðkoma hans í þjálfarateymi
landsliðsins væri hvalreki fyrir
íslenskan handknattleik og þar að
auki skynsamlegur leikur.
FH-ingurinn Au›un Helgason er besti leikma›ur Landsbankadeildar karla í umfer›um 1-6 samkvæmt
einkunnagjöf Fréttabla›sins. Grindvíkingurinn Sinisa Valdimar Kekic er rétt á eftir Au›uni.
Mikið áfall að koma heim til Íslands
FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að
Auðun Helgason hafi stimplað sig
inn í íslenska knattspyrnu með
stæl í sumar. Hann gekk til liðs
við FH fyrir tímabilið eftir far-
sælan atvinnumannaferil sem
hófst árið 1997 er hann gekk í
raðir svissneska liðsins Neu-
chatel. Auðun staldraði stutt við
hjá félaginu því næsta vetur var
hann kominn í raðir norska
félagsins Viking, sem hann lék
með til ársins 2000.
Þá gekk Auðun í raðir belgíska
félagins Lokeren en árið 2003 fór
hann til sænska félagsins Land-
skrona og eftir tveggja ára dvöl
hjá sænska félaginu lá leiðin heim
til FH á ný.
Auðun hefur leikið eins og
hershöfðingi í vörn FH-liðsins og
það er ekki síst honum að þakka
að FH-liðið hefur aðeins fengið
tvö mörk á sig í fyrstu sex leikj-
um Íslandsmótsins.
„Ég er mjög sáttur við mína
spilamennsku og hversu vel við
höfum náð saman í vörninni. Við
erum varla að fá færi á okkur,“
sagði Auðun en hann tók sæti
Sverris Garðarssonar í varnarlínu
FH. Hann stökk nánast fullskap-
aður í það hlutverk og vart hægt
að sjá að hann væri að leika með
Tommy, Frey og Guðmundi í
fyrsta skipti. Auðun kom til
félagsins í janúar og hann segir
það hafa hjálpað sér mikið.
Aðlögunin hjálpaði
„Það sögðu tveir góðir menn
við mig í vetur að margir sem
kæmu heim hefðu átt erfitt upp-
dráttar og vöruðu mig við. Það var
mikið áfall að koma heim aftur og
sem betur fer kom ég snemma svo
ég gat aðlagast.
Ég hafði mjög gott af því enda
er eiginlega allt öðruvísi hér
heima en úti. Ég meina þá um-
gjörð, leikstíll og auðvitað geta
leikmanna. Ég var svolítið ryðg-
aður framan af og ég væri ekki að
spila svona vel ef ég hefði komið
rétt fyrir mót.“
Auðun fékk verðskuldað tæki-
færi með landsliðinu gegn Möltu
eftir að hafa setið á varamanna-
bekknum í nokkrum leikjum
landsliðsins fyrr í riðlinum.
Auðun segir að tækifærið hafi
mátt koma fyrr.
„Ég fer ekkert í grafgötur með
að mér fannst ég eiga skilið að fá
tækifæri fyrr því við vorum að
tapa illa á þessum tíma. Ég horfði
upp á þetta og mér fannst ég geta
gert betur og ég lét þjálfarana
vita af því. Það var ánægjulegt að
vera tekinn óvænt inn og þar að
auki treyst fyrir að stýra varnar-
leik liðsins. Ég er ekki orðinn of
gamall fyrir landsliðið og ætla
mér að spila fleiri leiki fyrir Ís-
land í framtíðinni,“ sagði hinn 31
árs gamli Auðun Helgason.
henry@frettabladid.is
„Það er enginn smá léttir að vera búinn
að brjóta ísinn,“ sagði Grétar Ólafur
Hjartarson, sóknarmaður KR, þegar
Fréttablaðið hafði samband við hann í
gær. Grétar hefur farið rólega af stað
með KR-ingum það sem af er sumri og
náði ekki að skora í sex fyrstu leikjum
liðsins í Landsbankadeildinni. Hann
náði þó loksins að setja mark á sunnu-
dagskvöld þegar KR skellti Leikni 6-0 í
32 liða úrslitum VISA-bikars karla.
„Já, maður fann alveg fyrir pressu en
hún kom mest frá mér sjálfum. Ég var
orðinn ansi óþolinmóður fyrst ég var
ekki búinn að skora en nú er fyrsta
markið loksins komið og það er von-
andi að þetta fari að smella. Ég verð
bara að trúa því að það gerist,“ sagði
Grétar, sem gekk til liðs við KR fyrir
sumarið frá Grindavík. Hann
hefur verið einn besti leik-
maður efstu deildar undan-
farin ár og var markakóngur
2002 og sá næstmarkahæsti
í fyrra. Eftir sex umferðir í fyrra
var hann búinn að skora fjögur
af fimm mörkum Grindvíkinga og
margir bjuggust við enn fleiri mörk-
um frá honum hjá stærra liði.
„Ég vissi það alveg þegar ég kom til KR
að það gæti alveg gerst að byrjunin
yrði erfið. Ég hef samt lent í því
áður að skora ekkert í einhverj-
um fimm leikjum í röð, það
lenda flestir í svona
markaþurrð. Það er
bara spurn-
ingin
hvenær á tímabilinu
það gerist, ég held
að það sé ekkert
verra að það sé
svona strax í
byrjun,“ sagði
Grétar en hann
var ánægður
með leikinn gegn
Leikni.
„Leikurinn fór alveg
eins og við lögðum
upp. Spiluðum af krafti og
settum nokkur mörk. Leiknis-
menn eru með ágætis lið og börð-
ust á fullu en við náðum að skora
snemma og leikur þeirra brotnaði niður
við það.“
KNATTSPYRNUMAÐURINN GRÉTAR ÓLAFUR HJARTARSON: SKORAÐI LOKSINS FYRIR KR
Enginn smá léttir a› hafa broti› ísinn
Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102.
rafport@rafport.is www.rafport.is
Umboðsmenn um land allt
• Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl.
• Á CD/DVD diska, miðar úr plasti
• Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook
• Prentar merkiborða bæði á pappír og plast,
stærðir eftir vali, allt að eins meters langa
• Allt að 62mm breidd
• 50 miðar á mínútu*
• USB tenging
• Windows hugbúnaður
• Sjálfvirk klipping
• Heilar lengjur eða staðlaðar
*Staðlaðir póstfangamiðar
Fljótvirkasti miðaprentarinn
Umboðsaðili:
QL-550
NÝTT !
Kynningarverð
t i l áramóta 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.39
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
18 19 20 21 22 23 24
Þriðjudagur
JÚNÍ
■ ■ LEIKIR
20.00 Breiðablik mætir ÍA í
Landsbankadeild kvenna á
Kópavogsvelli.
20.00 Keflavík tekur á móti
Stjörnunni í Landsbankadeild
kvenna.
20.00 ÍBV og KR mætast á
Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í
Landsbankadeild kvenna.
20.00 Valur mætir FH að
Hlíðarenda í Landsbankadeild
kvenna.
■ ■ SJÓNVARP
07.00-8.30 Olíssport á Sýn.
16.45 Olíssport á Sýn.
16.50 Bikarkvöld á RÚV.
18.30 Álfukeppnin á Sýn.
21.00 Toyota mótaröðin á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 Álfukeppnin á Sýn
00.55 NBA úrslitakeppni á Sýn.
LEIKIR GÆRDAGSINS
VISA-bikar karla:
REYNIR Á.–VALUR 0–7
0–1 Garðar Gunnlaugsson (9.), 0–2 Hálf-
dán Gíslason (11.), 0–3 Bo Henriksen
(17.), 0–4 Garðar Gunnlaugsson (28.),
0–5 Bo Henriksen (39.), 0–6 Ari Skúla-
son (55.), 0–7 Hálfdán Gíslason,víti (78.).
AFTURELDING–VÍKINGUR R. 0–1
0–1 Davíð Þór Rúnarsson (11.).
STJARNAN–GRINDAVÍK 0–2
0–1 Paul McShane (21.), 0–2 Magnús
Sverrir Þorsteinsson (90.).
FJÖLNIR–KEFLAVÍK 3–4
1–0 Atli Guðnason (12.), 1–1 Hólmar
Örn Rúnarsson (17.), 2–1 Atli Guðnason
(41.), 2–2 Guðmundur Steinarsson, víti
(43.), 2–3 Guðmundur Steinarsson (45.),
3–3 Tómas Leifsson (51.), 3–4 Stefán
Örn Arnarsson (69.).
VÍÐIR–FH 0–5
0–1 Tryggvi Guðmundsson, víti (6.), 0–2
Jónas Grani Garðarsson (7.), 0–3 Tryggvi
Guðmundsson (47.), 0–4 Jónas Grani
Garðarsson (71.), 0–5 Ásgeir Gunnar
Ásgeirsson (78.).
HAUKAR–ÞRÓTTUR 6–5 (1–1)
1–0 Ómar Karl Sigurðsson (13.), 1–1
Eysteinn Pétur Lárusson (18.).
Norski boltinn:
STABÆK–SKEID OSLO 4–0
Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka
Stabæk í leiknum.
Vigfús Arnar Jósepsson:
Mátti ekki
spila gegn KR
FÓTBOLTI „Það var ansi svekkjandi
að fá ekki að spila þennan leik.“
sagði Vigfús Arnar Jósepsson,
sem leikur lykilhlutverk með liði
Leiknis R. sem situr á toppnum í
2. deildinni. Leiknir tók á móti KR
í bikarnum á sunnudag en KR-ing-
ar vildu ekki að Vigfús léki þann
leik þar sem hann er samnings-
bundinn félaginu en er á láns-
samningi hjá Leikni.
„Það er ekkert minnst á það í
lánssamningnum að ég fái ekki að
spila gegn KR. Svo fékk ég að vita
það daginn fyrir leikinn að þeir
vildu ekki að ég spilaði. Ég vildi fá
að sýna mig aðeins þar sem ég hef
metnað fyrir því að spila með KR
í Landsbankadeildinni og einnig
vildi ég sýna að Leiknir er verðug-
ur andstæðingur,“ sagði Vigfús
sem er uppalinn hjá Leikni. - egm
HÆSTA MEÐALEINKUNN:
Leikmaður Leikir Meðaleink.
Auðun Helgason 6 7,33
Sinisa Valdimar Kekic 5 7,2
Tryggvi Guðmundsson 6 7,16
Atli Sveinn Þórarinsson 6 7
Bjarni Ólafur Eiríksson 6 7
Í BARÁTTUNNI Auðun fer hér upp í skallabolta ásamt hinum tröllvaxna varnarmanni ÍBV,
Páli Hjarðar. Auðun hefur leikið allra manna best í sumar að mati Fréttablaðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
32 liða úrslit VISA-bikarsins kláruðust í gærkvöld með fjörugum leikjum:
Keflavík slapp me› skrekkinn gegn Fjölni
FÓTBOLTI Það gekk mikið á þegar 32
liða úrslit VISA-bikars karla klár-
uðust í gærkvöld. Rimma gær-
kvöldsins var í Grafarvogi þar sem
heimamenn í Fjölni þjörmuðu
hraustlega að bikarmeisturum
Keflavíkur.
Heimamenn tóku tvisvar foryst-
una með mörkum frá Atla Guðna-
syni en þess á milli jafnaði Kefl-
víkingurinn Hólmar Rúnarsson.
Gestirnir komust svo yfir rétt fyrir
hlé með tveim mörkum frá Guð-
mundi Steinarssyni. Það fyrra kom
úr víti en hið síðara kom beint úr
aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
Fjölnir gafst ekki upp og jafnaði
fljótlega í síðari hálfleik en það var
hinn nýi framherji Keflvíkinga,
Stefán Örn Arnarsson, sem kom
liðinu til bjargar annan leikinn í röð
með marki rúmum 20 mínútum
fyrir leikslok.
Það var ekki síður fjör í Hafnar-
firði þar sem varð að framlengja
hjá Haukum og Þrótti í skemmti-
legum leik. Staðan var 1–1 eftir
venjulegan leiktíma og því varð að
framlengja. Ekkert mark var
skorað í framlengunni og því varð
að grípa til vítaspyrnukeppni, þar
sem Haukar reyndust sterkari.
FH lenti í litlum vandræðum í
Garði og sömu sögu er að segja af
Val, sem lék á Árskógsströnd - hbg
3-3! Tómas Leifsson
jafnar fyrir Fjölni en
það dugði ekki til.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN