Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 8
8 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR FÉLAGSSTARF „Þetta er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt því þetta er bara eins og gengur og gerist,“ segir Matthías G. Pétursson, for- maður hestamannafélagsins And- vara í Garðabæ, en tveir stjórnar- menn af fimm hafa sagt sig úr stjórninni á þessu ári og neita báðir að tjá sig um hvort ósætti við formanninn sé ástæða úrsagn- arinnar. Formaður hestamannafélags- ins er sá hinn sami og hefur gegnt formennsku safnaðarins í Garða- sókn en þar hafa deilur átt sér stað milli sóknarprestsins annars vegar og formanns og vara- formanns sóknarnefndarinnar hins vegar. Matthías segir að það sé fjarri lagi að einhver átök eigi sér stað í félaginu og að miklar fram- kvæmdir séu fram undan sem taki mikinn tíma. „Þetta eru mikl- ar og drífandi framkvæmdir og það er ekki allra að standa í svona félagsstarfi því það tekur mikinn tíma. Við höfum fengið inn vara- menn í stað þeirra sem hættu og það er allt í góðu hér,“ segir Matthías. - hb HRINGFERÐ Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson hófu í gærmorgun gönguferð sína, hringinn í kringum landið. Þeir héldu af stað frá Sjónarhóli við Háaleitisbraut eftir létta morgun- leikfimi og hlý hvatningarorð, meðal annars frá Línu langsokki og Ellerti B. Schram, forseta ÍSÍ. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari göngunnar og gekk hún, ásamt hópi fólks, með tví- menningunum fyrsta spölinn. Þeir félagarnir voru ánægðir með að komast loks af stað enda beðið lengi eftir að fyrsti göngudagur- inn rynni upp. Bjarki og Guð- brandur áætla að ganga kíló- metrana 1.200 á 46 dögum og koma til Reykjavíkur aftur til baka fimmtudaginn 4. ágúst. Þeir ganga því 24 kílómetra að meðal- tali dag hvern. Tómas Birgir Magnússon íþróttakennari fylgir Bjarka og Guðbrandi eftir á bíl og veitir þeim þá aðstoð sem þeir þurfa. Hægt verður að fylgjast með Íslandsgöngunni á gangan.is auk þess sem Fréttablaðið birtir reglulega póstkort frá göngugörp- unum. - bþs Bensín aldrei d‡rara NEYTENDUR „Mér finnst nóg komið af svo góðu og heimta að stjórn- völd geri það sem í þeirra valdi stendur til að koma til móts við neytendur,“ segir Sigríður Guð- jónsdóttir. Hún er afar ósátt við það hve verð á eldsneyti er orðið hátt hér á landi. Verð á bensíni fór í sögulegt hámark í gær þegar olíufélögin Olís, Skeljungur og Esso hækkuðu verð í fjórða sinn í þessum mán- uði. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 109,60 krónur í sjálfs- afgreiðslu hjá Esso og Skeljungi en tíu aurum meira hjá Olís. Sé farið fram á fulla þjónustu á þess- um stöðvum kostar lítrinn tæpar 115 krónur. Bensínhækkanirnar koma á sama tíma og Íslendingar hugsa sér til hreyfings í sumarfríum sín- um. Þær hafa í för með sér að fjöl- skylda sem ferðast hringinn kringum landið í rólegheitum og fyllir tankinn fjórum sinnum á leiðinni með þjónustu greiðir tæp- ar 28 þúsund krónur í eldsneytis- kostnað fyrir hringferðina. Sigríður segir að hægt sé að spara með því að dæla sjálf á bíl- inn en verðið sé engu að síður afar hátt. „Mér finnst þáttur stjórnmálamanna stór í þessu vegna þess að álögur á eldsneytið fara hækkandi og þeir mættu standa sig betur í að standa v ö r ð u m hag borgaranna í landinu.“ Magnús Ásgeirsson, yfirmaður eldsneytiskaupa hjá Esso, segir að verð á hráolíu hafi áður verið hærra en nú er, en man ekki eftir eins háu bensínsverði. „Ég met það svo að frekari hækkanir séu ekki útilokaðar næstu vikurnar en verð geti tekið að lækka á ný þegar líður fram á sumarið. Það skýrist af því að eftirspurn á erlendum mörkuðum er í hámarki þessi misserin bæði í Bandaríkj- unum og eins í Evrópu og það hefur áhrif hingað.“ albert@frettabladid.is Hagstofa Íslands: Starfandi fólki fjölgar VINNUMARKAÐUR Starfandi fólki á Íslandi fjölgaði um 1,2 prósent milli áranna 2003 og 2004 sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Skiptist fjöldinn nokkuð jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Alls störfuðu hér á landi 157.520 manns árið 2004 sem er tæplega tvö þúsund fleiri en árið áður þegar heildarfjöldi starfandi fólks var 155.680. Fjölgunin er nokkuð jöfn milli landssvæða. Fjölgar um 1,2 prósent á höfuð- borgarsvæðinu en 1,1 prósent annars staðar á landinu. -aöe MATTHÍAS SIGURÐSSON Vill ekkert stað- festa að svo stöddu en segir að skipt geti verið um eigendur. Meirihlutaeigandi Europris: Útilokar ekki eigendaskipti VIÐSKIPTI „Það getur vel verið að það verði eigendaskipti í Europris en ég ætla ekki að staðfesta neitt að svo stöddu,“ segir Matthías Sigurðsson, meirihlutaeigandi Europris-verslananna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Matthías hygðist selja hlut sinn í fyrirtækinu og staðfestu meðeigendur hans, bræðurnir Lárus og Ottó Guðmundssynir, að tíðinda væri að vænta af eignar- haldi fyrirtækisins. Matthías verst að öðru leyti allra frétta. „Ég ætla að láta verkin tala og ræði við fjölmiðla þegar málin eru komin í skýrara ljós. Það verður væntanlega innan skamms.“ -bs Vörubíll í Ölfusi: Valt vi› a› sturta mold LÖGREGLA Ökumaður vörubíls meiddist lítillega þegar bíll hans valt á hliðina þar sem hann var að sturta mold í pytt í grennd við Nátthaga í Ölfusi klukkan að ganga 10 í gærmorgun. Að sögn lögreglu á Selfossi var maðurinn í fyrstu fluttur til myndatöku á heilsugæslustöðina á Selfossi, en þaðan var hann sendur til frekari rannsókna á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi í Reykjavík. Hann var þó ekki talinn mikið meiddur. Verið var að losa vagninn utan alfaraleiðar og hafði óhappið því engin áhrif á umferð á svæðinu. -óká FORVARNIR GEGN ALNÆMI Forsvarsmenn fræðsluverkefnis Alnæmissamtakanna ásamt Haraldi Briem sóttvarnalækni og Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra. Alnæmi: Ungmenni frædd FRÆÐSLA „Þetta er fræðsla sem sífellt þarf að veita,“ segir Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna á Íslandi. Fulltrúar samtakanna hittu nú eftir áramótin flesta í 9. og 10. bekk í grunnskóla á landinu og fræddu þá um alnæmi. Birna segir vonir standa til þess að hægt sé að halda fræðsl- unni úti annað hvert ár og bætir við að ungmenni séu almennt fá- fróð um sjúkdóminn og smitleiðir hans. Erfitt sé þó að mæla árang- ur af fræðslunni. „Þeir sem ekki smitast mælast ekki,“ segir hún. „Hins vegar má segja að hvert einasta smit sem tekst að koma í veg fyrir sé góður árangur út af fyrir sig.“ ■ VINSÆLL HRINGITÓNN Fyrir skemmstu lak út eitthvað sem fram er haldið að sé rödd for- setans Gloria Arroyo að ræða kosningasvindl. Upptakan er nú skyndilega orðin einn vinsælasti hringitónn farsímaeiganda þar í landi en dómsmálayfirvöldum er hreint ekki skemmt enda hafa þau haldið því fram að upptakan sé fölsuð. FYRSTU SKREFIN Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson ganga af stað í gærmorgun. Meðal þeirra sem fylgdu þeim úr hlaði voru Ellert B. Schram og Dorrit Moussaieff. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Haltur leiðir blindan hringinn í kringum Ísland: Gengi› af sta› MATTHÍAS G. PÉTURSSON Á fundi hjá Garðasókn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R EY JÓ LF SS O NDeilur í hestamannafélagi: Safna›arforma›ur veldur usla FILIPPSEYJAR ALGENGASTA BENSÍNVERÐIÐ ÞANN 20. JÚNÍ. 95 OKT. Í SJÁLFSAFGREIÐSLU. Höfuðb. Landsb. ESSO 109,60 110,70 OLÍS 109,70 109,70 SKELJUNGUR 109,60 110,50 EGO 106,20 - ATLANTSOLÍA 106,20 - ÓB 106,20 106,20 ORKAN 106,10 106,10 * Olís gefur aðeins upp verð á ódýrustu stöðvum sínum á landsbygginni. BLÖSKRAR VERÐIÐ Sigríður Guðjónsdóttir er ein þeirra sem blöskrar hið háa verð á elds- neyti. Hún sparar sér talsverðar upphæðir með því að dæla sjálf á bíl sinn en verðið segir hún engu að síður út í hött og í engum takti við annað verðlag í landinu. Bensínlítrinn hefur aldrei veri› jafn d‡r hér á landi og eftir sí›ustu ver›hækk- anir olíufélaganna. Gera má rá› fyrir a› ver› geti hækka› enn meira flegar fram á sumari› kemur. * FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.