Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 10
21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÍSAFJARÐAR 5.299 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.399kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 22. - 28. júní EGILSSTAÐA 6.099 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 3.499 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.499 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 87 64 0 6/ 20 05 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina. flugfelag.is Háskóli Íslands og Tryggingastofnun: Fyrsti samningur sinnar tegundar MENNTAMÁL Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almanna- tryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ. Ellefu vikna kennsla í almannatryggingarétti verður samkvæmt samningnum kjör- grein í framhaldsnámi við laga- deild Háskóla Íslands. Nám- skeiðið í almannatryggingarétti er tvískipt, fyrri hlutinn byggir á meginreglum, heimildum og túlk- unum félagsmálaréttar. Síðari hlutinn fjallar um almanna- tryggingarétt með áherslu á ís- lenska lífeyriskerfið og réttinn til elli- og örorkulífeyris. Tryggingastofnun veitir sam- kvæmt samningnum nemendum í almannatryggingarétti aðgang að upplýsingum og gögnum stofnun- arinnar og leggur þeim til vinnu- aðstöðu og leiðsögn við gerð verk- efna. -jss LÍFEYRISTRYGGINGAR Fyrsti samningur sinnar tegundar um eflingu kennslu í almanna- tryggingarétti hefur verið undirritaður. FRAMKVÆMDIR „Það má í raun kalla það fásinnu að ríki og sveit- arfélög skuli ekki halda að sér höndum þegar kemur að fram- kvæmdum ýmiss konar,“ segir Davíð Lúðvíksson, forstöðumað- ur hjá Samtökum iðnaðarins. Hann segir samtökin hafa miklar áhyggjur af ríkisfjármálunum og tekur undir með Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum að brýn nauð- syn sé á meira aðhaldi en verið hefur. Framkvæmdagleði Íslendinga er mikil og hvarvetna sem litið er má sjá iðnaðar- og verkamenn reisa byggingar eða leggja vegi og verða ekki síst íbúar á höfuð- borgarsvæðinu varir við þá þenslu. Víða í miðborg Reykja- víkur eru götur lokaðar vegna stærri fram- kvæmda og í ná- grenni borgar- innar, á þjóðvegi 1 í báðar áttir, munu standa yfir vegafram- kvæmdir fram á vetur. Nýjar byggingar rísa á hverjum degi í nýjum hverfum sveitarfélaganna á suðvestur- horni landsins á sama tíma og hundruð verkamanna byggja háhýsi í miðbænum. Annars stað- ar er einnig hafin eða í undirbún- ingi bygging heilla nýrra hverfa eins og í Garðabæ eða norður á Akureyri. Að ógleymdri þeirri þenslu sem skapast hefur fyrir austan land með byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og álvers Alcoa á Reyðarfirði. Davíð segir að stjórnvöldum hafi mistekist hrapallega að koma í veg fyrir þenslu með því að standa sjálft fyrir verkefnum sem að öllu jöfnu hefði mátt bíða með þangað til um hægðist. „Efnahagsaðstæður eru með þeim hætti að nauðsynlegt er að grípa inn í og sýna varkárni. Hátt gengið er að ganga af mörgum útflutningsgreinum dauðum og fyrirséð er að þegar og ef gengið lækkar þá hækkar verðbólgan úr öllu valdi. Þá er eðlilega búið að veikja mörg fyrirtæki svo mikið að verðbólgan gæti auðveldlega gengið af mörgum þeirra dauð- um.“ albert@frettabladid.is Fásinna a› halda ekki a› sér höndum Samtök i›na›arins telja a› stjórnvöld eigi a› halda mun fastar um ríkispyngj- una en gert hefur veri›, enda flenslan næg fyrir í landinu fló ekki komi líka til framkvæmdir og verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. TAFIR Í BÁÐAR ÁTTIR Ætli höfuðborgarbúar úr bænum má gera ráð fyrir töfum bæði á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Vilji fólk vera í bænum eru tafir mjög víða og verða meiri þegar fram á sumar kemur. SKORTUR Á STARFSFÓLKI Skortur er á vinnuafli í flestum iðnaðargreinum. Ekki er óal- gengt þessa dagana að smiðir, pípulagningamenn og rafvirkjar vinni fjórtán til fimmtán tíma vinnudag enda ærin verkefni víða. Fjöldi byggingakrana á höfuðborgarsvæðinu hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R „fyrirsé› er a› flegar og ef gengi› lækkar flá hækkar ver›bólgan úr öllu valdi.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.