Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 21. júní, 172. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.54 13.30 00.05 AKUREYRI 1.26 13.14 1.02 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Bára Hlín Erlingsdóttir, eigandi hár- snyrtistofunnar Wink, er mikill dýra- vinur og á tvo ketti og tvo hunda sem halda henni í góðu formi. „Ég slepp náttúrlega ekki við að fara út með hundana. Ég á einn lítinn Chihuahua sem heitir Nefredítis og stóran, svartan Labrador sem heitir Maggi Einars. Hann heitir í höfuð- ið á tengdapabba mínum. Mér og manninum mínum finnst þetta nafn á hundinum mjög fyndið,“ segir Bára og hlær en litli fjórfætl- ingurinn hefur náttúrlega ekki nærri því eins mikið úthald og sá stóri. „Nei, hann er orðinn lafmóður þegar ég kem út götuna og þá held ég á honum restina af leiðinni. Hann hleypur með Magga en hann er bara með svo litlar lappir greyið.“ Bára á líka tvo ketti, Snæfríði Uglu og Kitty, þannig að nóg er að gera heima fyrir. „Það er heljarinnar líkamsrækt að passa upp á að allir séu glaðir og enginn fari að rífast. Síðan þarf ég oft að elta dýrin upp og niður stigann þannig að það er góð hreyfing,“ segir Bára og bætir við að hún elski dýr. „Ég er sjúklegur dýravinur. Ég gef til dæmis villi- köttum í Portúgal. Ég er voðalega heppin að eiga þessi dýr. Ég mátti aldrei eiga dýr þegar ég var yngri en núna má ég það þannig að ég er að öfganýta tækifærið. Hús án dýra er ekki heimili.“ Dýrin passa líka upp á andlegu heilsu Báru. „Það er alltaf svo gaman að koma heim. Það er líka svo mikil hamingja þegar ég kem heim. Dýrin fagna mér eins og ég hafi unnið heimsmeistaratitil eða eitthvað álíka.“ lilja@frettabladid.is Hundarnir halda mér í formi heilsa@frettabladid.is Blöndun á þurrmjólk getur verið vandasamari en lítur út fyrir og vilja Umhverfisstofnun og Landlæknisembættið benda foreldrum, forráða- mönnum, forstöðumönn- um heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsfólki á að kynna sér vel ráð- leggingar um blöndun á þurrmjólk. Foreldr- um er bent á að leita til heilsugæslunnar til að fá nánari leið- beiningar eða á vef umhverfis- stofnunar, www.ust.is. Háskóli Íslands og Trygg- ingastofnun hafa gert með sér samning sem hefur það mark- mið að efla kennslu og rann- sóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyris- tryggingar. Um tímamótasamn- ing er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki gert slíkan samning áður við stofnun utan Háskólans. Sam- kvæmt samningnum fá nem- endur í almannatryggingarétti aðgang að upplýsingum og gögnum TR sem leggur þeim til vinnuaðstöðu og leiðsögn við gerð verkefna. Íslenska fæðingarorlofsmód- elið hefur vakið athygli í Sví- þjóð og leggur ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í fjölskyldu- málum til að Svíar farið að dæmi Ís- lendinga og þrí- skipti orlofinu þannig að báðir for- eldrar fái þriðjung í sjálfstæðan og óskipt- anlegan rétt en hafi val um að skipta einum þriðjungi að vild. Fyrir- hugað er að lengja fæð- ingarorlofið í Svíþjóð úr tólf mánuðum í fimmtán. Dreifibréf varðandi dauðsföll Landlæknisembætt- ið hefur nýlega sent frá sér dreifibréf varðandi dauðsföll. Annars vegar er um að ræða fyrirmæli landlæknis um hvaða andlát þarf að tilkynna til lög- reglu samkvæmt lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. en hins vegar tilmæli varðandi meðhöndlun líks þar sem lög- regla hefur verið kölluð til. Texti beggja þessara bréfa var unninn í samráði við lögreglu, sjúkraflutningamenn og for- svarsmenn heilbrigðisstofnana. Bára þarf oftar en ekki að elta dýrin út um allt hús og passa að allir séu glaðir á heimilinu. LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Pabbi er að vaxa upp úr hárinu á sér!! Fimm manna fjölskylda í veggtennis BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is Margir þjást af kvíða sem veldur þeim erfiðleikum í lífi og starfi. Vísindamenn hafa nú staðfest að svokallaðar „sykurpillur“, pillur sem hafa engin áhrif en eru gefin sjúk- lingum í stað venjulegra lyfja, geta dregið úr kvíða á sama hátt og kvíðastillandi lyf. Sykurpillurnar virka eingöngu vegna þess að fólk trúir að þær geri gagn. Rannsóknin var gerð þannig að sænskum sjálfboðaliðum voru sýndar nokkrar ógeðfelldar ljós- myndir og svo gefin kvíða- stillandi lyf og var sagt frá því hvers eðlis lyfin væru. Til- raunin var síðan endurtekin en þá fengu sjálfboðaliðarnir sykurpillur sem innihéldu engin kvíðastillandi efni en var sagt að þeir hefðu fengið sama lyf og í fyrra skiptið. Báðir pilluskammtarnir virkuðu jafn róandi á taugar sjálfboðaliðanna, að sögn vísindamannanna, og eins virkni kom fram á heilalínu- riti. Ekki er hægt að nota gervilyf við raunverulega meðferð vegna trúnaðar- skyldu læknis við sjúkling en niðurstöðurnar gefa þó góðar vísbendingar um meðferð og lyfjaþróun fyrir kvíðasjúklinga. ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sykurpillur létta á kvíða GERVILYF GEFA VÍSBENDINGAR UM MEÐFERÐ GEGN KVÍÐARÖSKUN. Margir þjást af kvíða sem veldur þeim erfiðleikum í lífi og starfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.