Fréttablaðið - 03.07.2005, Qupperneq 2
2 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR
Mótmælaganga í Edinborg fór friðsamlega fram:
Hundra› flúsund mótmæltu
EDINBORG, AP Rúmlega hundrað
þúsund manns mynduðu keðju
umhverfis Edinborg í gær og
kröfðust þess að valdamestu
þjóðir heims aðstoðuðu ríki Afr-
íku við að losna undan oki fá-
tæktar. Myndaði keðjan hvítan
hring, merki alþjóðlegrar baráttu
gegn fátækt.
Þetta var upphaf vikulangra
mótmæla; látum fátækt heyra
sögunni til, vegna fundar átta
helstu iðnríkja heims, G8 ríkja, í
Skotlandi sem hefst um næstu
helgi. Þar sitja leiðtogar Banda-
ríkjanna, Bretlands, Þýskalands,
Japans, Frakklands, Rússlands,
Kanada og Ítalíu á rökstólum um
fátækt í heiminum og loft-
lagshlýnun. Þegar hafa þeir náð
samkomulagi um niðurfellingu
skulda átján fátækustu ríkja
heims.
Bob Geldof hefur sagt að hann
vonist til þess að um milljón mót-
mælendur umkringi Edinborg á
meðan fundurinn fer fram.
Skipuleggjendur segja að um
200.000 manns hafi tekið þátt í
mótmælunum, en AP fréttastofan
hefur eftir lögreglunni í Edinborg
að mótmælendur hafi verið um
120.000.
„Við erum íbúar alþjóðlegs
þorps. Við þurfum á hjálp að
halda,“ sagði Siphiwe Hlophe,
sem ferðaðist frá Svasílandi í Afr-
íku til að taka þátt í keðjunni.
„Leiðtogar G8 ríkjanna verða að
standa við loforð sín.“
Mótmælagangan fór mjög
friðsamlega fram. Göngumenn
blésu í flautur og báru borða og
blöðrur þar sem hvatt var til þess
að auka þróunarhjálp verulega,
fella niður skuldir fátækustu
þjóða heims og opna fyrir við-
skipti við fátækari lönd. ■
Fjárhagsvandi Háskólans á Akureyri:
Aukafjárveiting gegn sparna›i
NÁM Háskólinn á Akureyri og
Menntamálaráðuneytið hafa gert
með sér drög að samkomulagi til
að leysa fjárhagsvanda Háskól-
ans. Samkvæmt því samkomulagi
fær háskólinn söluandvirði eign-
arhluta ríkisins í Glerárgötu 36 á
Akureyri, sem er um 100 milljón-
ir króna. Verður sú fjárhæð notuð
til að greiða leigu fyrir Borgir,
sem er nýtt rannsóknarhús Há-
skólans á Akureyri. Þá mun
menntamálaráðuneytið, sam-
kvæmt þessum drögum, beita sér
fyrir því að skólinn fái um 40
milljónir í aukafjárveitingu á
þessu ári.
Á móti sparar Háskólinn á Ak-
ureyri í rekstri skólans, meðal
annars með því að innrita ekki
nemendur á fyrsta ár í upplýs-
ingatæknideild. Í samkomulaginu
er jafnframt kveðið á um að fjár-
veitingar skólans til næstu fjög-
urra ára miðist við sex til átta pró-
senta fjölgun nemenda. Þorsteinn
Gunnarsson, rektor Háskólans á
Akureyri segir að slíkt sé vel við-
unandi, en hægi á vexti skólans.
Steingrímur Sigurgeirsson, að-
stoðarmaður menntamálaráð-
herra, sagðist í gær ekki vilja tjá
sig um málið á meðan enn er verið
að vinna að samningnum. - kk/-ss
fiora ekki a› spyrja
um hæfi Halldórs
STJÓRNMÁL Forystumenn stjórnar-
andstöðunnar segjast bíða við-
bragða við lögfræðiáliti, sem
þeir hafa látið vinna um hæfi
Halldórs Ásgrímssonar forsætis-
ráðherra og minnisblaðs Ríkis-
endurskoðanda um hæfi og af-
skipti hans af sölu ríkisbank-
anna.
Davíð Oddsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segist ekki
efast um það að Halldór Ás-
grímsson hafi gengið fram af
heilindum í bankasölunni eins og
í öðrum málum sem þeir haft
samstarf um. „Ég er ekki búinn
að lesa þessa langloku frá stjórn-
arandstöðunni í heild. Stjórnar-
andstaðan fær þar svör við leið-
andi spurningum sínum en forð-
ast að spyrja þeirrar spurningar
sem þeir hafa haldið mest á lofti,
hvort lögfræðingarnir telji Hall-
dór vanhæfan. Í mínum huga er
bara ein skýring á því hvers
vegna ekki er spurt þeirrar
spurningar. Stjórnarandstaðan
óttast svarið,“ segir Davíð.
„Okkur sýnist lögfræðiálitið
beinast fyrst og síðast að Ríkis-
endurskoðun og vinnubrögðum
hennar,“ segir Steingrímur
Ólafsson blaðafulltrúi forsætis-
ráðherra. „Halldór ber fullt
traust til Ríkisendurskoðunar og
þetta álit, sem greitt er fyrir af
stjórnarandstöðunni, breytir
engu þar um. Meginefni skýrsl-
unnar snýr að Ríkisendurskoðun
og forsætisráðherra svarar ekki
fyrir hana,“ segir Steingrímur.
Forystumenn stjórnarand-
stöðunnar telja að lögfræðiálitið
staðfesti að Halldóri Ásgríms-
syni hefði árið 2002 borið á
grundvelli stjórnsýslulaga að
gera viðvart um hugsanlegt van-
hæfi sitt til þátttöku í sölu ríkis-
bankanna. Davíð Oddson segist
ekki efast um hæfi Halldórs.
„Stjórnsýslulögin eru mjög af-
gerandi og næstum smásmyglis-
leg og jafnvel erfið fyrir jafn
lítið samfélag og Ísland að
starfa við. Það er flóknara að
fylgja þeim í fámenni en fjöl-
menni. Tengingarnar í fá-
menninu eru svo margvíslegar
þegar að er gáð, ætta-, vina- og
viðskiptatengsl. Þó verðum við
að hafa í heiðri meginreglur. Og
þess vegna voru stjórnsýslu-
lögin sett að mínu frumkvæði á
sínum tíma.“
Davíð segir einkavæðinguna
tvíþætta og það flæki málið.
„Hún er breyting á forræði sem
venjulega er á hendi einstakra
ráðherra. Hins vegar er ráð-
herranefnd sem fjallar um hina
almennu þætti málsins, tímasetn-
ingar, áhrif á stöðu efnahags-
mála, jafnvel kjarasamninga og
fleira og hún lýtur öðrum lögmál-
um. Þá geta menn ekki horft á
sömu hæfisskilyrði eins og þegar
í hlut á ráðherra sem tekur hina
endanlegu ákvörðun. Þetta
ruglar fólk í ríminu og þetta er
alveg kjörinn farvegur fyrir fólk
sem vill fiska í gruggugu vatni.
Og það eru menn að reyna núna,“
segir Davíð Oddsson.
johannh@frettabladid.is
Færeyskir dagar:
Miki› magn
fíkniefna
LÖGREGLA Á föstudagskvöld stöðv-
aði lögreglan á Snæfellsnesi nokkra
bíla við Lyngbrekku við umferðar-
eftirlit og gerðu leit í þremur. Með
hjálp fíkniefnahundar fundust níu
grömm af amfetamíni, sautján e-
töflur og eitthvað af hassi og
maríjúana. Einnig lagði lögregla
hald á sextán kassa af bjór en eig-
endur áfengisins voru allir undir
átján ára aldri.
Í Ólafsvík fann lögreglan svo
hálft gramm af spítti, amfetamín og
hass. Að sögn lögreglunnar er það
óhugnalegt að miðað við hversu
mikið fannst í leitinni við Lyng-
brekku þá hljóti fjölmargir bílar að
hafa keyrt framhjá með ólögleg eit-
urlyf innanborðs. Telur lögreglan að
þetta hafi einungis verið brot af
þeim fíkniefnum sem fóru inn á
Færeyska daga í Ólafsvík. - bog
NÍU SEKTAÐIR VEGNA HRAÐAKST-
URS Níu bílstjórar voru stöðvaðir
vegna hraðaksturs af lögreglunni
á Húsavík við sérstakt umferðar-
eftirlit sem Umferðarstofa og
Samgönguráðuneytið standa
fyrir. Sá sem hraðast ók var á 126
kílómetra hraða og verða þessir
níu aðilar sektaðir.
AFTANÁKEYRSLA Harður árekst-
ur varð nálægt Litlu Hámundar-
stöðum um átta leytið á föstudag.
Fólksbíll ók aftan á jeppa sem
var í þann mund að beygja og var
áreksturinn það harður að jepp-
inn fór þversum og valt nokkrum
sinnum á veginum. Báðir bílarnir
gjöreyðilögðust.
RAFMAGNSBILUN Í BÁTI Leit var
gerð að báti um hálfeitt í nótt en
rafmagnsbilun varð í bátinum
sem gerði það að verkum að hann
datt út af sjálfvirku leitarkerfi.
Báturinn náði þó sjálfur sam-
bandi þegar nær dró landi með
því að hringja úr farsíma og var
leitin þá afturkölluð.
SPURNING DAGSINS
Er heimurinn or›inn betri?
„Já, ég held að heimurinn sé orðinn betri.
En það skemmtilega er að við getum gert
hann enn þá betri.“
Stefán Ingi Stefánsson starfsstjóri Unicef á Íslandi
stóð í ströngu um helgina vegna Live 8 tónleik-
anna sem fóru fram víðs vegar um heiminn.
Tónleikarnir voru haldnir til að vekja athygli á
neyð þróunarlandanna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÁTUM FÁTÆKT HEYRA SÖGUNNI TIL
Fyrstu mótmælendur vegna G8 fundarins,
sem haldinn verður í næstu viku, eru
mættir til Edinborgar. Um 100.000 mynd-
uðu risakeðju utan um borgina í gær.
Daví› Oddsson utanríkisrá›herra segir Halldór Ásgrímsson hafa gengi› fram
af heilindum í bankasölumálinu. Stjórnarandsta›an for›ist a› spyrja lögfræ›-
inga beint um hæfi forsætisrá›herra flví hún óttist svari›.
BORGIR Samkvæmt drögum að samningi Háskólans á Akureyri og Menntamálaráðu-
neytisins mun háskólinn fá um 100 milljónir til að greiða leigu fyrir Borgir.
DAVÍÐ ODDSSON FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Ráðherranefnd um einkavæðingu
fól í sér breytingu á forræði sem venjulega er í höndum einstakra ráðherra. Það breytir
hæfisskilyrðum að mati Davíðs.
Skoðanakönnun Gallups:
Lítil breyting
frá í maí
STJÓRNMÁL Samkvæmt skoðana-
könnun Gallup sem gerð var í júní
breytist fylgi flokkanna lítið frá því
í maí. Fylgi er mest við Sjálfstæðis-
flokkinn tæplega 38 prósent, sem er
það sama og í síðasta mánuði. Fylgi
Samfylkingar breytist einnig lítið
og mælist 34 prósent. Vinstri
grænir bæta örlitlu við sig og mæl-
ast með um 16 prósenta fylgi. Fram-
sóknarflokkurinn mælist með tæp-
lega níu prósent. Fylgi Frjálslynda
flokksins dalar frá síðustu könnun
og mælast þeir nú með naumlega
fjögurra prósenta fylgi.
Helmingur þjóðarinnar segist
styðja ríkisstjórnina. RÚV sagði frá
í gær. -ss
Ferðahelgin:
Tvær konur
kæra nau›gun
LÖGREGLA Grunur liggur á að tveim-
ur konum hafi verið nauðgað um
helgina, önnur var á færeyskum
dögum í Ólafsvík, en hin á humarhá-
tíðinni í Höfn í Hornafirði.
Grunur er á að fimmtán ára
stúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík.
Að sögn lögreglunnar á Snæfells-
nesi mundi stúlkan lítið og gat gefið
litlar upplýsingar um ódæðis-
manninn. Farið var með stúlkuna á
neyðarmóttöku og talið er að henni
hafi verið gefin ólyfjan. Þá kærði
kona á þrítugsaldri nauðgun til lög-
reglunnar á Höfn að morgni gær-
dags. Verið er að rannsaka málið. ■
HAÍTÍ
HJÁLPARSTARFSMAÐUR MYRTUR
Starfsmaður Alþjóða Rauða
krossins á Haítí fannst myrtur
nærri heimili sínu tvemur dögum
eftir að hann var numinn á brott.
Mikil neyð er á Haítí eftir
borgarastríð og náttúruhamfarir
undanfarinnar ára auk þess sem
efnahagur landsins hefur lengi
verið í rúst.