Fréttablaðið - 03.07.2005, Qupperneq 10
3. júlí 2005 SUNNUDAGUR
vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is
„Vi› eigum eftir a› sjá afbrag›s hálfsárs uppgjör hjá
nokkrum félögum á næstunni og flá fyrst og fremst hjá
fjármálafyrirtækjunum.“
10
Hlutabréfa-
markaðurinn
nær áttum
Frá áramótum hefur úr-
valsvísitalan hækkað um
23 prósent. Hækkunin á
öðrum ársfjórðungi var
5,5 prósent sem þykir
heldur lítið miðað við það
sem á undan er gengið.
Eggert Þór Aðalsteinsson
fór yfir hlutabréfa-
markaðinn á nýliðnum
fjórðungi og ræddi við
tvo sérfræðinga sem
telja að fjárfestar geti
vel við unað. Þeir eru
sammála um að mikil
eftirspurn sé eftir hluta-
bréfum þessa dagana.
Hlutabréfamarkaðurinn hefur
sýnt fá merki á þessu ári um að
hann sé að gefa eftir. Nema síður
sé. Þegar hækkunin frá áramótum
er skoðuð hefur úrvalsvísitalan
hækkað um 23 prósent sem varð
að mestu til á fyrsta ársfjórð-
unginum. Bakkavör Group er í
efsta sæti íslensku kauphallar-
deildarinnar þegar fyrri hálfleik
er lokið. Félagið hefur hækkað um
60 prósent frá áramótum. Fast á
hæla Bakkavarar kemur FL
Group, sem hefur hækkað um
helming.
Annar fjórðungur rólegri
Hækkun á hlutabréfaverði var
mun hóflegri á 2. ársfjórðungi en
undanfarna fjórðunga. Alls
hækkaði Úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar um 5,5 prósent á
þeim ársfjórðungi sem var að
líða. Til samanburðar hækkaði
vísitalan um 16,5 prósent á
fyrstu þremur mánuðum þessa
árs.
Að jafnaði væru fjárfestar
ánægðir með 5,5 prósenta
hækkun yfir þriggja mánaða
tímabil en hér á Íslandi þykir
þetta lítið sökum mikilla hækk-
ana á hlutabréfaverði undanfar-
in þrjú ár. Fjárfestir sem setti
eitt hundrað þúsund krónur í
hlutabréfum, sem fylgja þróun
úrvalsvísitölunnar, í ársbyrjun
2002 hefur séð þau hækka upp í
350 þúsund krónur þremur og
hálfu ári síðar.
Á öðrum ársfjórðungi hækk-
aði Bakkavör mest allra félaga
eða um 22,6 prósent en Straumur
kom skammt á eftir með 18 pró-
sent hækkun. Sjö af þeim
fimmtán félögum sem skipa Úr-
valsvísitölun lækkuðu. Langmest
lækkuðu bréf í Flögu Group eða
um átján prósent.
Atli B. Guðmundsson, hjá
greiningu Íslandsbanka, segir að
áberandi munur hafi verið á
þessum tveimur fjórðungum.
„Fyrsti fjórðungur einkenndist
af miklum hækkunum og ég held
að margir hafi verið orðnir
smeykir um að markaðurinn
væri kominn fram úr sér í
mars,“ segir hann.
Íslandsbanki reiknaði með að
verð á hlutabréfum myndi
hækka um 15-25 prósent á árinu.
„Í apríl gerðum við nýja afkomu-
spá og spáðum nærri 30 prósenta
hækkun yfir allt árið. Ég tel lík-
legt að markaðurinn stefni yfir
þá spá,“ bætir Atli við.
Sigurður Valtýsson, fram-
kvæmdastjóri MP Fjárfestingar-
banka, tekur undir með Atla að
hækkun úrvalsvísitölunnar sé
meiri en hann hafði búist við.
„Hækkun vísitölunnar hefur
verið mjög mikil. Ég sé það hins
vegar ekki fyrir mér að verðið
lækki af neinu ráði. Það gæti
komið tími þar sem fjárfestar
selji bréf og taki út hagnað og
þar með lækki vísitalan eitt-
hvað.“
Útrásin í algleymingi
Margt bar til tíðinda í Kaup-
höllinni á öðrum ársfjórðungi. Það
var ekkert aprílgabb að ræða
þegar tilkynning barst frá stjórn
breska bankans Singer & Fried-
lander 1. apríl um að hún hefði
hafið viðræður við stjórn stærsta
hluthafans, KB banka, um hugs-
anlega yfirtöku. Féllust aðilar á að
KB banki gerði tilboð í hlutabréf
annarra hluthafa í S&F fyrir rúma
50 milljarða króna.
Bakkavör Group, fyrirtæki ná-
tengt KB banka, yfirtók breska
matvælaframleiðandann Geest í
lok apríl og greiddi fyrir um 75
milljarða. Hafa þessi kaup fallið
vel í kramið hjá fjárfestum eins
og áður sagði og er ljóst að stjórn-
endur félagsins eru hvergi nærri
hættir en þeir hafa kynnt áform
sín um að stækka frekar í Evrópu
og sækja inn á Kínamarkað.
Þriðja stóra félagið, sem
stækkaði starfsemi sína á erlend-
um vettvangi, var Actavis Group.
Í maí var tilkynnt að félagið hefði
keypt bandaríska samheitalyfja-
fyrirtækið Amide fyrir um 33
milljarða króna. Kaupin voru í
fullu samræmi við stefnu félags-
ins að sækja inn á stærsta lyfja-
markað heims – Ameríkumarkað.
Á dögunum lauk Actavis svo við
fjármögnun á Amide með hluta-
fjárútboði þar sem hluthafar
skráðu sig fyrir nýju hlutafé að
andvirði tuttugu milljarða króna.
Greining Íslandsbanka er
bjartsýn á gengi þessara þriggja
félaga. „Við erum bjartsýnir á
Bakkavör og KB banka. Einnig er
ástæða til að vera bjartsýnn á
gengi Actavis í ljósi þess hve út-
boðið gekk vel. Margir bíða eftir
næstu afkomutölum og hvernig
tekst til í Bandaríkjunum,“ segir
Atli.
Íslandsbanki í sviðsljósinu
heima fyrir
Nóg var af fréttum heima fyrir á
öðrum árshluta. Burðarás seldi
alla hluti sína í Eimskipafélaginu
ÞRÓUN FÉLAGA Í ÚRVALS-
VÍSITÖLUNNI Á 2. ÁRS-
FJÓRÐUNGI
Bakkavör +22,6%
Straumur +18,0%
Landsbankinn +13,7%
FL Group +9,5%
Íslandsbanki +8,8%
Burðarás +7,4%
Úrvalsvísitalan +5,5%
Marel +2,8%
KB banki +1,7%
Kögun -0,5%
Og fjarskipti -1,2%
Samherji -1,2%
Actavis -2,2%
Össur -4,8%
Atorka -4,9%
Flaga -18,2%
Heimild: Íslandsbanki
GRÚPPURNAR HÆKKA FL Group ásamt Bakkavör Group hafa hækkað mest allra félaga frá áramótum. Úrvalsvísitalan hækkaði um
rúm fimm prósent á öðrum ársfjórðungi eftir mikla hækkun á þeim fyrsta.