Fréttablaðið - 03.07.2005, Qupperneq 22
6
ATVINNA
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu
skólastarfi með öflugu starfsfólki í glæsilegum,
vel búnum skóla þar sem ríkir góður starfsandi.
Óskum eftir að ráða kennara til dönskukennslu í 7. –
10. bekk í 100% starf frá 1. ágúst 2005.
Laun samkv. kjarasamningi LN og KÍ. Umsóknar-
frestur til 17. júlí 2005.
Umsóknir sendist á:
johannam@lagafellsskoli.is eða
sjohnsen@ismennt.is
Ennfremur óskast skólaliðar í hlutastörf í ræstingu,
gangavörslu, gæslu og í skólabíl.
Ráðið verður í störfin frá 15. ágúst 2005. Laun skv.
kjarasamningi LN og Stamos. Umsóknir sendist í
tölvupósti á ofangreind netföng eða í Lágafellsskóla
við Lækjarhlíð.
Umsóknarfrestur um störfin er til 17. júlí 2005.
Upplýsingar um störfin gefa
Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri í síma 896-8230 ,
Sigríður Johnsen, skólastjóri s: 896-8210
Afturelding
Framkvæmdastjóri
Aðalstjórn Aftureldingar vantar
framkvæmdastjóra í 100% starf.
Við leitum að einstaklingi með viðskipta og
rekstramenntun auk brennandi áhuga á
íþróttum barna og ungmenna.
Ráðningartími eftir samkomulagi.
Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma því starfinu getur
fylgt erill utan dagvinnutíma.
Helstu verkefni:
• Allur rekstur félagsins þmt. bókhald, önnur fjár-
málaumsýsla og starfsmannahald.
• Aðstoð við stjórnir deilda í rekstrar og fjármálum.
• Eftirlit með rekstri deilda félagsins.
• Þjónusta við iðkendur og stjórnir deilda.
• Verkefnastjórnun t.d.átaksverkefni félagsins.
• Samskipti við önnur íþróttafélög og bæjaryfirvöld.
• Ritstjórn vefsíðu.
• Umsjón með fjáröflunum félagsins.
Þekking-hæfni:
• Krafa um viðskipta- eða hagfræðimenntun auk
þekkingar og reynslu af barna- og unglingastarfi.
• Frumkvæði, sjálfstæði í störfum og lipurð í
mannlegum samskiptum skilyrði.
• Góð tölvukunnátta alveg nauðsynleg.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 25.júlí. Umsóknir sendist til: UMF.
Aftureldingar pósthólf 174, 270 Mosfellsbær.
Fyrirspurnir eða óskir um viðtal má senda til Elísabetar
Guðmundsdóttur formanns Aftureldingar
netfang:elisabeg@lsh.is.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim
öllum svarað.
Afturelding er framsækið og öflugt íþrótta- og ungmennafélag í
Mosfellsbæ með blómlegan rekstur. Aðsetur þess er í íþróttahúsinu
við Varmá.Félagið rekur 11 íþróttadeildir í samvinnu við sjálfboðaliða
sem stjórna deildum:knattspyrnu,handbolta,fimleika,sund,badmint-
on,blak,karate,körfubolta,borðtennis, frjálsar íþróttir og íþróttaskóla
barnanna. Hjá félaginu starfa 42 þjálfarar,framkvæmdastjóri auk
starfsmanns á skrifstofu. Iðkendur eru á aldrinum 3 til 50ára.
34.900.000. Stórglæsilegt 6 herb. 237 fm einbýlishús á tveimur
hæðum. Húsið skilast fullfrágengið að utan, lóð verður fullkláruð.
Rúmlega fokhelt að innan, þar sem búið er að einangra þak. Einnig
verður hægt að frá eignina lengra komna ef óskað er eftir því.
Magnús s. 696-0044 og Friðbert s. 896-0295
taka vel á móti ykkur.
Draumahús ehf.
Brynjólfur Hjartarson hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar.
Asparhvarf 19a - 203 Kóp.
OPIÐ HÚS Í DAG á milli kl. 14.00 og 17.00
Rit ri
Draumahús leita að ritara. Starfið felst í
símsvörun, aðstoð við skjalafrágang og
útkeyrslu skjala. Vinnutími 9:00 til 17:00
mánudaga til föstudaga.
Krafa um bílpróf, hreint sakavottorð og að viðkom-
andi sé ekki á vanskilaskrá. Draumahús eru
reyklaus vinnustaður. Draumahús eru fyrirmyndar-
fyrirtæki VR 2005.
Draumahús bjóða seljendum fasteigna fasta
söluþóknun.
Umsóknir, með mynd, sendist á
bergur@dr umahus.is eða Draumahús,
Mörkinni 4, 108 Reykjavík, fyrir 6. júlí
2005.
Hárgreiðslustofan mín óskar eftir að
ráða þjónustulipran og áreiðanlegan
hárgreiðslumeistara eða svein
til starfa sem fyrst.
Vel kemur til greina að ráða í 50-80% stöðu.
Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri
störf, meðmælendur ásamt launahugmyndum
sendist fyrir 3. júlí n.k á netfangið
hargreidslustofanmin@hotmail.com
Húsavík
Auglýst er eftir deildarstjóra og leikskólakenn-
urum að leikskólanum Bestabæ á Húsavík.
Húsavík er 2.500 manna bæjarfélag, þar er öflugt félags- og menn-
ingarlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu, vegalengd-
ir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlist-
arskóli og öflug heilbrigðisstofun (sjúkrahús og heilsu gæsla) auk
allrar almennrar þjónustu.
Leikskólakennarar sem ráða sig að leikskólum á Húsavík fá greiddan
flutningsstyrk samkvæmt reglum bæjarfélagsins. Aðstoð er veitt við
útvegun húsnæðis.
Bestibær er 4 deilda leikskóli, stefna leikskólans mótast af uppeldis-
kenningum John Dewey og Caroline Pratt. Á öllum deildum leik-
skólans er unnið með TMT. Næsta skólaár verður lagt upp með
rannsóknarverkefni á hreyfiþroska og þjálfun leikskólanema.
Nánari upplýsingar veitir Aðalbjörg Friðbjarnardóttir, aðstoðarleik-
skólastjóri vs. 464 1255 (bestibaer@simnet.is) hs. 464 2611.
Umsóknarfrestur er til 8. júlí, umsóknum skal skila til leikskólastjóra.
Verkfræðingar vinna fjölbreytt störf og búa
yfir faglegri þekkingu sem nýtist vel á ýms-
um sviðum. Þeir vinna hjá fyrirtækjum og
stofnunum, eru í ýmiss konar stjórnunar-
störfum eða reka sínar eigin verkfræðistofur.
Verkefni verkfræðinga eru af ýmsum toga og
í nútíma samfélagi þar sem tækniframfarir
eru daglegt brauð er mikil þörf fyrir fólk
með verkfræðimenntun. Nám í verkfræði er
því góður kostur og býður upp á óteljandi
möguleika.
NÁM
Við verkfræðideild Háskóla Íslands er hægt
að velja á mili umhverfis- og byggingaverk-
fræði, véla- og iðnaðarverkfræði og raf-
magns- og tölvuverkfræði. Námi við verk-
fræðideild lýkur með meistaraprófi og tekur
að lágmarki 5 ár en einnig er hægt að út-
skrifast með BS-gráðu í verkfræði að loknu
þriggja ára námi. BS-gráða gefur hins vegar
ekki rétt til þess að kalla sig verkfræðing.
Háskólinn í Reykjavík hefur nýlega hafið
kennslu í verkfræði og þar eru aðrar brautir í
boði. Þar er hægt að taka BS- og MS-gráðu í
fimm greinum: fjármálaverkfræði, heilbrigð-
isverkfræði, hugbúnaðarverkfræði, iðnaðar-
verkfræði og rekstrarverkfræði.
HELSTU NÁMSGREINAR
Eins og gefur að skilja eru námskeið í verk-
fræðinni ólík eftir því hvaða braut menn
velja. Almennur kjarni byggir hins vegar á
mikilli stærðfræði, eðlisfræði, rekstrarfræði,
tölvufræði og efnafræði. Sérgreinarnar eru
síðan mismunandi eftir því hvaða verkfræði
er verið að læra. Þá er einnig gert ráð fyrir
að nemendur í verkfræði ljúki tiltekinni
starfsþjálfun í fyrirtæki eða stofnun.
INNTÖKUSKILYRÐI
Til að hefja nám í verkfræði verður maður
að hafa stúdentspróf, helst af raunvísinda-
deild í framhaldssóla. Við Háskólann í
Reykjavík er boðið upp á nám í frumgreina-
deild sem veitir undirbúning fyrir þá sem
ekki hafa lokið stúdentsprófi eða vantar
grunn í raugreinum.
AÐ LOKNU NÁMI
Að loknu meistaraprófi er hægt að sækja
um til iðnaðarráðuneytisins og fá starfsheitið
verkfræðingur. Miklir möguleikar eru á fram-
haldsnámi í faginu bæði hér heima og er-
lendis.
STARFIÐ
Verkfræðingar geta fengið vinnu á ýmsum
vettvangi. Þeir vinna hjá ríkinu, sveitarfélög-
um, stórum fyrirtækjum, fjármálastofnunum
eða stunda sjálfstæðan rekstur. Störf verk-
fræðinga eru eins og gefur að skilja ólík eftir
sérsviði hvers og eins. Heilbrigðisverkfræði-
gnar vinna til dæmis við að hanna og þróa
gervilimi og líffæri, fjármálaverkfræðingar
starfa á vettvangi fjármála, til dæmis í bönk-
um og stórum fyrirtækjum, umhverfis- og
byggingarverkfræðingar koma að gerð ým-
issa mannvirkja svo sem brúa og virkjana,
rafmagns- og tölvuverkfræðingar hanna ým-
iss konar raftæki og rafeindabúnað og véla-
og iðnaðarverkfræðingar starfa meðal ann-
ars við fyrirtækjastjórnun og framleiðslu-
stjórnun.
LAUN OG KJÖR
Þótt mikil fjölgun hafi verið í faginu undan-
farin ár eiga nýútskrifaðir verkfræðingar til-
tölulega auðvelt með að fá vinnu. Launin
eru góð og ýmsir starfsmöguleikar eru í
boði.
Hvernig verður maður …
Nám í verkfræði veitir góðan grunn fyrir störf á ýmsum vettvangi. Miklir möguleikar eru í boði því
þörfin fyrir tæknimenntað fólk eykst stöðugt.
Hönnun og þróun gervilima er að miklu leyti í
höndum verkfræðinga.
Verkfræðingar koma að byggingu ýmissa mann-
virkja, til dæmis brúa.
… verkfræðingur
Handlaginn húsvörður óskast
í 50% starf
Samskipti ehf. leitar að starfsmanni til að sjá um fasteignir
fyrirtækisins og annað þeim tengdum.
Fjölbreytt verkefni fylgja með. Okkur vantar góðan liðsfélaga
sem er hress, laghentur, vandvirkur og sjálfstæður í vinnu-
brögðum.
Upplýsingar um starfið fást hjá Ragnari í síma 580 7813 eða
693 7813.