Fréttablaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 41
SUNNUDAGUR 26. júní 2005 17
Við óskum RTS verkfræðistofu til hamingju með að hafa fengið faggilda gæðavottun
fyrst íslenskra verkfræðistofa á rafmagnssviði.
Með faggildri vottun á gæðakerfi er tryggt að viðskiptavinir RTS munu ávallt fá þá
þjónustu sem þeir vænta og að sú þekking og reynsla sem stofan og starfsfólk hennar
býr yfir nýtist viðskiptavinum á hagkvæman hátt.
Það er okkur hjá British Standards Institute (BSI), sem nú höfum opnað starfsstöð á
Íslandi, í senn ánægja og heiður að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að auka veg
þeirra sem starfa við þjónustu og ráðgjöf í rafmagnsverkfræði á Íslandi.
TIL HAMINGJU RTS
A
T
H
Y
G
L
I
Baráttusaga í hljóði
Heimurinn þagnaði svo
alveg fyrir honum þegar
hann fór átján ára gam-
all í aðra slíka skurð-
aðgerð. Jón Sigurður Eyj-
ólfsson tók hús á þessum
nýbakaða líffræðingi og
komst að því að heimur
Þórðar Arnar Kristjáns-
sonar hefur hins vegar
aldrei hætt að brosa.
Það er erfitt að ímynda sér hugar-
ástand þrettán ára unglings sem
finnur heyrnina fjara út og veit að
einn daginn skilji hún hann eftir í
hljóði. Þórður er þó allt annað en
beiskur í bragði þegar hann rifjar
þetta upp. „Ég var svo heppinn að
vera í Tjarnarskóla á þessum tíma
og þessi skóli er það fámennur að
allir þekkja alla svo þetta var eins
og að vera í stórri fjölskyldu.
Flestir vissu hvernig mínar að-
stæður voru og sýndu þeim
mikinn skilning og ég var í raun
meðvitaður um það að ég myndi
sennilegast missa heyrnina
þannig að það var ekki svo mikið
drama þegar sá dagur rann upp
því ég var vel undir það búinn.“
Ekkert truflar við lesturinn
„Ég fór í Menntaskólann við
Hamrahlíð því þar eru aðstæður
bestar fyrir heyrnaskerta en ég
verð að viðurkenna að það var
svolítið erfitt fyrst enda voru
ræður kennaranna aðeins afar lít-
ið pískur í mínum eyrum. Þá leit-
aði ég til námsráðgjafa og sameig-
inlega fundum við námstækni
sem hentar mér fullkomlega og
eftir það gekk allt að óskum.“
Vala Gísladóttir sambýliskona
Þórðar segir hann vera sérlega
duglegan og skipulagðan náms-
mann og gengst Þórður alveg við
því: „Það er betra að vera skipu-
lagður,“ segir Þórður, „því þá þarf
maður ekki að lesa jafn lengi og
þegar maður er óskipulagður. Svo
er afskaplega þægilegt fyrir mig
að einbeita mér að lestrinum því
að það er aldrei neinn hávaði að
trufla mig sama hvaða læti eru í
gangi,“ bætir hann við kíminn.
Þróður segir að námið í Há-
skólanum hafi gengið enn betur
en í Menntaskólanum og er hann
kennurum sínum afar þakklátur
fyrir samstarfið. Hann veit af
fjórum heyrnaskertum nemend-
um í skólanum og vonar hann að
vaskleg framganga sín á mennta-
brautinni verði öðrum heyrnar-
lausum hvatning.
Fötlunin skyggir ekkert á per-
sónuna
Þórður og Vala eiga tvo mynd-
arlega syni, Fróða sem er þriggja
ára og Óðinn sem er fimm mánaða
en stálpaður patti. Fróði lærir
táknmál í leiksskólanum og er
strax orðinn vel fær með það og
því eru samskipti þeirra feðga
lipur og góð. Vala útskrifaðist ný-
lega úr Kennaraháskólanum og að
loknu fæðingarorlofi hefur hún
kennslu í Hlíðarskóla þar sem
meðal annars er kennt á táknmáli.
„Við áttum strax alveg afskap-
lega vel saman,“ segir Vala um
þeirra fyrstu kynni. „Ég lærði
mjög fljótlega að tjá mig á tákn-
máli og fötlunin gleymdist í raun
og veru alveg. Svo hafa foreldrar
okkar beggja verið svo jákvæð og
hjálpsöm að þetta varð strax bara
eins og ósköp venjulegt samband.
Svo er Þórður bara þannig maður
að fötlun hans nær ekkert að
skyggja á persónuna eða aftra
honum við það sem hann ætlar sér
að gera.“
Hundurinn leysir pabbann af
Þórður getur ekki verið annað
en bjartsýnn á framtíðina. Hann
hyggur á mastersnám við Há-
skólann og þá vill hann rannsaka
fuglavörp í Breiðafirði en Þórður
er einnig mikill fugla áhugamað-
ur. Hann hefur þar að auki afskap-
lega gaman af því að skella sér á
skytterí enda góð skytta. „Ég fór
oft með pabba á skytterí en hann
er orðinn frekar latur til þess eða
í það minnsta ekki alltaf tilkippi-
legur þegar ég vil fara svo ég
fékk mér þennan fína hund til að
leysa pabba af,“ segir Þórður af
sinni einskæru kímni.
„Hagur heyrnalausra er alltaf
að vænkast og tæknin færir okkur
aukið sjálfstæði eins og til dæmis
farsímarnir sem gera okkur kleift
að komast í samband við hvern
sem er án aðstoðar þriðja aðila.
Þetta er allt mikið betra og auð-
veldara en áður var svo ég get
ekki annað en verið ánægður. Ef
sjónvarpsfréttirnar væru svo
textaðar fyrir okkur sem er nátt-
úrulega löngu orðið tímabært þá
væri ég jafnvel enn sáttari.“
En Þórður viðurkennir þó að
vissulega læðist sú hugsun að
honum á erfiðum degi að allt sé
þetta ósköp erfitt við þessar að-
stæður. „En áður en ég fer eitt-
hvað að bölsótast út af sjúkdómi
mínum hugsa ég til þess að ef ég
hefði hann ekki hefði ég kannski
ekki kynnst Völu og ætti því
kannski ekki þessa tvo dásamlegu
drengi og þar með hef ég kveðið
þann bölmóð í kútinn.“
ÞÓRÐUR ARNAR KRISTJÁNSSON
Heimur hans Þórðar hefur fyrir löngu
hljóðnað en hann hefur alls ekki hætt að
brosa. Þórður er fyrsti heyrnarlausi nem-
andinn til að útskrifast frá Háskóla Íslands.
Hann vonar að sín framganga verði öðrum
heyrnarlausum hvatning.
Um síðustu helgi urðu
þau ánægjulegu tíma-
mót að heyrnarlaus nemandi
útskrifaðist í fyrsta skipti úr
Háskóla Íslands. Hann missti
heyrnina á öðru eyra fimmtán
ára gamall þegar fjarlægja varð
með skurðaðgerð æxli sem
náði yfir heyrnartaugarnar en
svokallaður neurofibromatosis-
sjúkdómur sem hann er með
einn Íslendinga sem orsakar
æxli við heyrnartaugar.
,,
HAMINGJUSÖM FJÖLSKYLDA Þórður ásamt konu sinni Völu Gísladóttur og Óðni
yngsta syni þeirra. Fróði stóri bróðir Óðins var hins vegar önnum kafinn á leikskólanum
þegar þessi mynd var tekin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N