Fréttablaðið - 23.07.2005, Page 26
Í eftirdragi Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með tjaldvagn eða
fellihýsi. Áður en lagt er af stað í ferðalagið er skynsamlegt að kynna sér
þær reglur sem gilda um akstur með tengivagna. Slíkar upplýsingar má
meðal annars nálgast á heimasíðu FÍB: www.fib.is[ ]
REYNSLUAKSTUR
Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á
stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl.
Kerruljós, kerrubretti og nefhjól.
Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík
Partur–Spyrnan–Lyftarar
Eldshöfða 10
s. 585 2500 og 567 8757
TRIO
G O L F H J Ó L
Bíldshöfða 18 • 110 Rvk
Sími 567 6020 • Fax 567 6012
opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00
www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is
Almenn smurþjónusta
Hjólbarðaþjónusta
Sjálfskiptingaþjónusta
Rafgeymaþjónusta
Ísetning bremsuklossa
Dempara – ísetningar o.fl.
Vegmúli 4 • Sími 553 0440
Fjórhjóladrif fyrir ferskloftsfíkla
Það er vart ánægjulegri ferðamáti en að líða um þjóðveginn á kraftmiklum blæjubíl í sumarblíðunni.
Það nýjasta frá Porsche er fjór-
hjóladrifsútfærsla af nýrri kyn-
slóð 911-blæjubílsins.
Það árar vel hjá þýzka sportbíla-
framleiðanum Porsche. Á sama
tíma og stóru alþjóðlegu bíla-
smiðjusamsteypurnar eiga í basli
með að láta enda ná saman, setur
Porsche hvert sölu- og hagnaðar-
metið á fætur öðru.
Það fór ekki hjá því að alþjóð-
legi blaðamannahópurinn, sem
Porsche-verksmiðjurnar buðu á
dögunum til að fræðast um og
reynsluaka nýjustu afurðinni –
fjórhjóladrifinni blæjuútfærslu af
nýjustu kynslóð 911- sportbílsins
sígilda, yrði var við þessa vel-
gengni fyrirtækisins, enda fór
kynningin fram á einu fínasta
hóteli Þýzkalands sem er innréttað
í átjándu aldar höll á hæðinni Bens-
berg austan við Köln.
Í maí í vor kynntu verk-
smiðjurnar fastþaksútgáfu 911-
fjórhjóladrifsbílsins, en báðir
bílarnir komu samtímis á markað í
haust.
Annar hver nýr Porsche er nú
búinn fjórhjóladrifi. Þetta hlutfall
er enn hærra meðal þeirra Porsche
sem seljast á Íslandi, enda eru þeir
flestir Cayenne-jeppar. Frá því
Bílabúð Benna tók við umboðinu
fyrir sex árum hafa á annað hund-
rað nýir Porsche selst hér.
Sprettharka og einstakt veggrip
Bíllinn sem blaðamaður Frétta-
blaðsins tók til kostanna í nágrenni
Bensberg-hallar fæst í tveimur
miskraftmiklum útfærslum. Car-
rera 4- bíllinn er með 325 hestafla
3,6 lítra boxer-sexu aftan við aftur-
hjólin, en í Carrera 4S er rúmtak
vélarinnar 3,8 lítrar og hún skilar
355 hestöflum. Eins og gefur að
skilja á hvor vélarútfærslan meira
en auðvelt með að skila þessum
eins og hálfs tonns þunga bíl
áfram. Upptakið í kraftminni
bílnum er gefið upp 5,3 sekúndur
úr núlli í 100 km hraða, 4,9 sekúnd-
ur í kraftmeiri S-bílnum. Hámarks-
hraði er sagður 280 og 288 km/klst,
en svo hraðskreiðir blæjubílar eru
mjög fáir á markaði.
Það sem skiptir þó þá sem á
annað borð festa kaup á svona
blæjubíl meira máli en fræðilegur
hámarkshraði er að hægt er að
fella og reisa þakið á tuttugu sek-
úndum með því að þrýsta á einn
takka. Þetta er hægt að gera á allt
að 50 km hraða. Það hversu lítið
vindhljóð heyrist í bílnum þótt ekið
sé á yfir 200 km hraða (fullkom-
lega löglega á þýzkri hraðbraut) er
bezta sönnun þess hve vönduð
smíði þetta blæjuþak er. Það vegur
aðeins 42 kíló sem gerir það mun
léttara en fellanleg málmþök sem
nú eru annars í tízku á opnum
bílum. Fyrir vetrarakstur er einnig
hægt að setja „harðtopp“ á bílinn.
Fjórhjóladrifskerfið er eins og í
fyrri kynslóðum Carrera 4 frekar
til þess gert að betrumbæta sport-
bíls-aksturseiginleikana en að auka
veggripið í vetrarhálku. Að jafnaði
fer aðeins 5% vélaraflsins til fram-
hjólanna en séu 30 cm breið aftur-
dekkin við það að missa grip getur
kerfið sent allt að 40% aflsins til
framhjólanna. Fjórhjóladrifið –
ásamt hjólbörðunum ofurbreiðu –
gerir veggripið á þurru malbiki
svo mikið að freistandi er að grípa
til klisjunnar að bíllinn sé sem
límdur við veginn þótt hratt sé
farið í jafnvel kröppustu beygjur.
Harði sportkjarninn heldur sér
Í samræmi við hröðunargetu þessa
bíls er hann búinn hemlum sem
stöðva hann á jafnskilvirkan hátt.
Og þótt staðalbúnaðarbremsurnar
séu yfir drifið nógu öflugar geta
þeir sem vilja pantað blæjubílinn
sinn með keramik-kappaksturs-
bremsum (PCCB) sem kosta frá
verksmiðju litlar 7.800 evrur auka-
lega eða um 610.000 krónur.
Það segir sig annars nánast
sjálft að bíll í þessum gæða- og
verðflokki er búinn öllum nýjasta
öryggis- og þægindaaukabúnaði.
Sem betur fer spillir búnaðurinn
þó ekki hinum hráa sportbílskjarna
sem hefur verið aðalsmerki allra
Porsche-bíla frá upphafi og gert þá
að draumafarkostum heilla kyn-
slóða akstursáhugamanna.
Verð á götuna frá umboði hér á
landi er 10.491.000 kr. á Carrera 4
Cabrio og 11.900.000 kr. á Carrera
4S Cabrio, með fyrirvara um
gengisbreytingar. audunn@frettabladid.is
PORSCHE 911 CARRERA 4
CABRIO
Vél: Vatnskæld 6 str. boxer, rúmtak 3,6 l
Afl: 325 hö/239 kW v. 6800 sn./mín.
Tog: 370 Nm v. 4250 sn./mín.
Hröðun: 5,3 sek. 0-100 km/klst
Hámarkshr.: 280 km/klst
Þyngd: 1.535 kg
Verð: 10.491.000 kr.*
911 CARRERA 4S CABRIO
Vél: rúmtak 3,8 l
Afl: 355 hö/261 kW v. 6600 sn./mín.
Tog: 400 Nm v. 4600 sn./mín.
Hröðun: 4,9 sek. 0-100 km/klst
Hámarkshr.: 288 km/klst
Þyngd: 1.560 kg
Verð: 11.900.000 kr.*
Umboð: Bílabúð Benna
*m. fyrirvara um gengisbreytingar
Hægt er að fella og reisa blæjuna á tuttugu sekúndum á allt að 50 km hraða.
Fjórhjóladrifna útfærslan er 44 mm breiðari. Kraftmeiri S-týpan þekkist á fjórföldu pústi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
U
Ð
U
N
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
JÁ
LL
G
U
N
N
LA
U
G
SS
O
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
JÁ
LL
G
U
N
N
LA
U
G
SS
O
N