Fréttablaðið - 05.08.2005, Page 8

Fréttablaðið - 05.08.2005, Page 8
FÓLK ehf. 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR SVEITASTJÓRNARMÁL Ólafur Þór Gunnarsson læknir, sem var efsti maður á lista Vinstri grænna í síðustu bæjarstjórnar- kosningum í Kópavogi, segir aðalatriðið að úthlutunarkerfi sé gagnsætt og fyrirsjáanlegt. „Það er engin sanngirni í að þú getir fengið lóð út á það hver þú ert og hvað þú heitir.“ Lóðaúthlutun í Þingum við Elliðavatn hefur valdið deilum, ekki síst í ljósi þess að margt frægt fólk og skyldmenni bæj- arfulltrúa fengu lóðir. Að sögn Ólafs er hægt að nota þrjár leiðir í úthlutun: Happ- drætti, lóðauppboð og punkta- kerfi. Í því kerfi fái maður ákveðna punkta fyrir búsetu, fjölskyldustærð, fyrir að hafa sótt um lóð áður og fleira. Til að mynda sé hægt að taka þætti eins og aldur inn í kerfið. Hann segir þó að erfitt hafi reynst að gera punktakerfi sem þyki sanngjarnt. „Þá er í það minnsta hægt að gera fyrirsjá- anlegar reglur. Það er verið út- hluta verðmætum og fólk þarf að trúa því að kerfið sé þannig úr garði gert að allir sitji við sama borð.“ - grs Ólafur Þór Gunnarsson vill fara aðrar leiðir í lóðaúthlutunum í Kópavogi: Vill taka upp punktakerfi ÞING VIÐ ELLIÐAVATN Mikil óánægja virðist meðal bæjarbúa með úthlutunina. SJÁVARÚTVEGUR Veiða má 198 þúsund tonn af þorski og 105 þúsund tonn af ýsu samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins um stjórn fisk- veiða á næsta fiskveiðiári. Þá verður úthlutað 4.010 tonnum af byggðarkvóta til byggðarlaga sem hafa lent í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi eða skerðing- ar á heildaraflaheimildum. Þau byggðarlög sem fá mest eru Stykk- ishólmur, Súðavíkurhreppur og Siglufjörður, sem fá 210 tonn hver. Alls fá 41 byggðarlag í 32 sveitarfé- lögum kvóta. Vegna hruns í skel- og inn- fjarðarækjuveiðum verður 3.100 þorskígildislestum skipt milli rækju- og skelbáta, en á yfirstand- andi ári fengu þeir um 500 lestum meira í bætur. Einnig hefur byggðarkvóti sem Byggðastofnun hefur til úthlutunar verið minnkaður um helming, úr 750 í 375 þorskígildislestir. - grs SJÓMENN AÐ STÖRFUM Alls má veiða 198 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Veiða má 198 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári: Bygg›akvóti til 41 bygg›ar HEILDARAFLAHEIMILDIR NÆSTA FISKVEIÐIÁRS Þorskur 198.000 lestir Ýsa 105.000 lestir Ufsi 80.000 lestir Steinbítur 13.000 lestir Karfi 57.000 lestir Grálúða 15.000 lestir Sandkoli 4.000 lestir Skrápflúra 3.500 lestir Skarkoli 5.000 lestir Þykkvalúra 1.800 lestir Langlúra 2.400 lestir Keila 3.500 lestir Langa 5.000 lestir Skötuselur 2.500 lestir Heimild: sjávarútvegsráðuneytið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.