Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 12
12 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Tvö af hverjum þremur slysum sem aldraðir verða fyrir verða á eða við heimili þeirra: Daglega slasast fimm eldri borgarar HEILBRIGÐISMÁL Tæplega tvö af hverjum þremur slysum sem eldri borgarar urðu fyrir árið 2003 áttu sér stað á eða við heimili þeirra. Flest slys innan veggja heimilisins urðu í svefn- herbergi, stofu eða í eldhúsi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Landlæknisembættið hefur tekið saman. Hún er byggð á gögnum Slysaskrár Íslands og slysadeildar Landspítans. Í skýrslunni kemur fram að árið 2003 leituðu samtals 1.835 einstaklingar 65 ára og eldri til slysadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, eða fimm að meðaltali dag hvern. Fall var langalgengasta orsök áverka sem fólkið hlaut, í rúm- lega 67 prósentum tilvika. Alvarlegustu meiðslin voru beinbrot, oftast á framhandlegg en einnig á lærlegg. Nærri 600 manns í þessum aldurshópi hlutu beinbrot af einhverju tagi árið 2003. Af þeim hópi eldri borgara sem leitaði til slysadeildar á ár- inu fór langstærsti hópurinn heim að lokinni skoðun eða 75 prósent. Leggja þurfti 18 pró- sent þeirra sem lentu í slysun- um inn á spítala. -jss Keppt um jar›ir í Kelduhverfi SUMARHÚSABYGGÐ Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur samþykkt tilboð þriggja forsvarsmanna Húsavíkurbæjar og eiginkvenna þeirra í jörðina Eyvindarstaði í Kelduhverfi, sex milljónir króna. Alls bárust sex tilboð í jörðina og átti Lífsval ehf. næsthæsta tilboð- ið, 5,2 milljónir króna, en fyrir- tækið hefur á undanförnum miss- erum keypt jarðir vítt og breitt um landið. Þeir stjórnendur Húsavíkurbæj- ar sem áttu hæsta tilboðið í Eyvind- arstaði eru: Reinhard Reynisson bæjarstjóri, Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur, og bróðir hans Gaukur Hjartarson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdaráðs Húsavíkurbæjar. Engar fasteignir eru á Eyvind- arstöðum en jörðin er um 400 hekt- arar að stærð og henni fylgja smá- vægileg veiðiréttindi í Litluá. Hreinn Hjartarson segir að nýir eigendur hyggist stofna félag um rekstur sumarhúsabyggðar á jörð- inni og ýmist selja eða leigja út stórar sumarhúsalóðir. „Jörðin er í miðju Kelduhverfi, um fimmtíu kílómetra frá Húsavík og átta kíló- metra frá Ásbyrgi, og því vel stað- sett með tilliti til sumarhúsabyggð- ar. Líklega verða þar 20 til 30 sumarhúsalóðir en hluti svæðisins fer undir skógrækt,“ segir Hreinn. Ingvar J. Karlsson, einn eigenda Lífsvals, segir félagið nú þegar eiga tvær jarðir í Kelduhverfi, Garð I og Garð II. „Samanlagt eru þessar tvær jarðir fleiri þúsund hektarar að stærð. Veiðiréttur í Litluá fylgir þeim báðum og til- gangurinn með því að bjóða í Eyvindarstaði var að auka okkar hlut í ánni. Það er vel hugsanlegt að við bjóðum í fleiri jarðir í Keldu- hverfi með það fyrir augum að auka notkunarmöguleika jarðanna og réttlæta fjárfestingar á svæð- inu,“ segir Ingvar. Veiðifélagið Laxá selur veiði- leyfi í Litluá og segir Ágúst Karl Ágústsson að í Litluá sé mikið af vænum urriða og bleikju. „Litlaá er eitt af best varðveittu leyndarmál- um Norðurlands hvað snertir urriða- og bleikjuveiði,“ segir Ágúst. kk@frettabladid.is firír af forsvarsmönnum Húsavíkurbæjar hafa keypt jör›ina Eyvindarsta›i í Kelduhverfi og ætla a› koma flar á fót sumarhúsabygg›. Lífsval ehf. á tvær jar›ir í Kelduhverfi og sóttist einnig eftir Eyvindarstö›um me› vei›iréttindi í Litluá í huga. Félagi› íhugar fleiri jar›akaup í Kelduhverfi. UNAÐSREITUR Horft frá Ásbyrgi til Öxarfjarðar, Kelduhverfi á vinstri hönd. Sumarhúsabyggðin á Eyvindarstöðum verður í átta kílómetra fjarlægð frá Ásbyrgi. M YN D /Þ Ó R G ÍS LA edda.is númer eitt Kvenspæjarastofa Bækurnar um Kvenspæjarastofu númer eitt hafa slegið í gegn á Íslandi jafnt sem annars staðar í heiminum enda einstakar sögur sem hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð. 3. PRENTUN KOMIN Í VERSLANIR YFIR 8000 EINTÖK SELD HUNDURINN SNUPPY ÁSAMT LÆRIFEÐR- UM SÍNUM Suður-kóreskir vísindamenn hafa klónað hund í fyrsta skipti. Hundurinn er af afganhundakyni og heitir Snuppy. Suður-kóreskir vísindamenn: Klónu›u hund SEÚL, AP Suður-kóreskum vísinda- mönnum hefur tekist að klóna hund. Hundurinn er nú fjórtán vikna gamall og hefur hlotið nafnið Snuppy. Snuppy er af afganhundakyni og þroskast eðli- lega að sögn vísindamanna. Vísindamönnunum tókst fyrr á þessu ári að einangra stofn- frumur úr fósturvísum til lækn- inga. Vonast þeir til að tilraunir þeirra skili sér í framförum við meðhöndlun sjúkdóma í mönn- um. Apar eru mjög mikilvægir í læknavísindum sökum skyldleika þeirra við menn. Vísindamenn- irnir segja þó enn tæknilega ómögulegt að klóna apa. - ht M YN D /A P SLASAÐIR EFTIR KYNI OG ALDRI Á 1.000 ÍBÚA 65 ára og eldri árið 2003.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.