Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 12
12 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Tvö af hverjum þremur slysum sem aldraðir verða fyrir verða á eða við heimili þeirra: Daglega slasast fimm eldri borgarar HEILBRIGÐISMÁL Tæplega tvö af hverjum þremur slysum sem eldri borgarar urðu fyrir árið 2003 áttu sér stað á eða við heimili þeirra. Flest slys innan veggja heimilisins urðu í svefn- herbergi, stofu eða í eldhúsi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Landlæknisembættið hefur tekið saman. Hún er byggð á gögnum Slysaskrár Íslands og slysadeildar Landspítans. Í skýrslunni kemur fram að árið 2003 leituðu samtals 1.835 einstaklingar 65 ára og eldri til slysadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, eða fimm að meðaltali dag hvern. Fall var langalgengasta orsök áverka sem fólkið hlaut, í rúm- lega 67 prósentum tilvika. Alvarlegustu meiðslin voru beinbrot, oftast á framhandlegg en einnig á lærlegg. Nærri 600 manns í þessum aldurshópi hlutu beinbrot af einhverju tagi árið 2003. Af þeim hópi eldri borgara sem leitaði til slysadeildar á ár- inu fór langstærsti hópurinn heim að lokinni skoðun eða 75 prósent. Leggja þurfti 18 pró- sent þeirra sem lentu í slysun- um inn á spítala. -jss Keppt um jar›ir í Kelduhverfi SUMARHÚSABYGGÐ Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur samþykkt tilboð þriggja forsvarsmanna Húsavíkurbæjar og eiginkvenna þeirra í jörðina Eyvindarstaði í Kelduhverfi, sex milljónir króna. Alls bárust sex tilboð í jörðina og átti Lífsval ehf. næsthæsta tilboð- ið, 5,2 milljónir króna, en fyrir- tækið hefur á undanförnum miss- erum keypt jarðir vítt og breitt um landið. Þeir stjórnendur Húsavíkurbæj- ar sem áttu hæsta tilboðið í Eyvind- arstaði eru: Reinhard Reynisson bæjarstjóri, Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur, og bróðir hans Gaukur Hjartarson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdaráðs Húsavíkurbæjar. Engar fasteignir eru á Eyvind- arstöðum en jörðin er um 400 hekt- arar að stærð og henni fylgja smá- vægileg veiðiréttindi í Litluá. Hreinn Hjartarson segir að nýir eigendur hyggist stofna félag um rekstur sumarhúsabyggðar á jörð- inni og ýmist selja eða leigja út stórar sumarhúsalóðir. „Jörðin er í miðju Kelduhverfi, um fimmtíu kílómetra frá Húsavík og átta kíló- metra frá Ásbyrgi, og því vel stað- sett með tilliti til sumarhúsabyggð- ar. Líklega verða þar 20 til 30 sumarhúsalóðir en hluti svæðisins fer undir skógrækt,“ segir Hreinn. Ingvar J. Karlsson, einn eigenda Lífsvals, segir félagið nú þegar eiga tvær jarðir í Kelduhverfi, Garð I og Garð II. „Samanlagt eru þessar tvær jarðir fleiri þúsund hektarar að stærð. Veiðiréttur í Litluá fylgir þeim báðum og til- gangurinn með því að bjóða í Eyvindarstaði var að auka okkar hlut í ánni. Það er vel hugsanlegt að við bjóðum í fleiri jarðir í Keldu- hverfi með það fyrir augum að auka notkunarmöguleika jarðanna og réttlæta fjárfestingar á svæð- inu,“ segir Ingvar. Veiðifélagið Laxá selur veiði- leyfi í Litluá og segir Ágúst Karl Ágústsson að í Litluá sé mikið af vænum urriða og bleikju. „Litlaá er eitt af best varðveittu leyndarmál- um Norðurlands hvað snertir urriða- og bleikjuveiði,“ segir Ágúst. kk@frettabladid.is firír af forsvarsmönnum Húsavíkurbæjar hafa keypt jör›ina Eyvindarsta›i í Kelduhverfi og ætla a› koma flar á fót sumarhúsabygg›. Lífsval ehf. á tvær jar›ir í Kelduhverfi og sóttist einnig eftir Eyvindarstö›um me› vei›iréttindi í Litluá í huga. Félagi› íhugar fleiri jar›akaup í Kelduhverfi. UNAÐSREITUR Horft frá Ásbyrgi til Öxarfjarðar, Kelduhverfi á vinstri hönd. Sumarhúsabyggðin á Eyvindarstöðum verður í átta kílómetra fjarlægð frá Ásbyrgi. M YN D /Þ Ó R G ÍS LA edda.is númer eitt Kvenspæjarastofa Bækurnar um Kvenspæjarastofu númer eitt hafa slegið í gegn á Íslandi jafnt sem annars staðar í heiminum enda einstakar sögur sem hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð. 3. PRENTUN KOMIN Í VERSLANIR YFIR 8000 EINTÖK SELD HUNDURINN SNUPPY ÁSAMT LÆRIFEÐR- UM SÍNUM Suður-kóreskir vísindamenn hafa klónað hund í fyrsta skipti. Hundurinn er af afganhundakyni og heitir Snuppy. Suður-kóreskir vísindamenn: Klónu›u hund SEÚL, AP Suður-kóreskum vísinda- mönnum hefur tekist að klóna hund. Hundurinn er nú fjórtán vikna gamall og hefur hlotið nafnið Snuppy. Snuppy er af afganhundakyni og þroskast eðli- lega að sögn vísindamanna. Vísindamönnunum tókst fyrr á þessu ári að einangra stofn- frumur úr fósturvísum til lækn- inga. Vonast þeir til að tilraunir þeirra skili sér í framförum við meðhöndlun sjúkdóma í mönn- um. Apar eru mjög mikilvægir í læknavísindum sökum skyldleika þeirra við menn. Vísindamenn- irnir segja þó enn tæknilega ómögulegt að klóna apa. - ht M YN D /A P SLASAÐIR EFTIR KYNI OG ALDRI Á 1.000 ÍBÚA 65 ára og eldri árið 2003.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.