Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 16
Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. „Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki,“ sagði Guðbrandur þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum. Bjarki neitaði því ekki að ferðin hafi tekið á, enda var skóþvengur hans til merkis um það en hann var tættur mjög. „Þetta er ellefta parið sem ég eyði í ferðinni en Guðbrand- ur hefur aðeins eytt þremur,“ upp- lýsti Bjarki blaðamann um. Þeir göngugarpar sögðust vera himinlifandi með viðtökurnar sem þeir hlutu víða um land. Reykvík- ingar létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og var slegið til veg- legrar móttökuveislu við Ingólfs- torg klukkan fimm í gær og voru tæplega tvö hundruð manns við- staddir. Þar héldu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Alfreð Þor- steinsson borgarfulltrúi ræður ásamt fleirum og kórinn Blikandi stjörnur söng göngugörpunum til heiðurs. Hvað tekur við hjá þeim að þess- ari göngu lokinni? „Ég verð að fara að huga að nuddstofunni minni. Svo ætla ég að bregða mér í sveitina og moka skít og skipta um þök á fjár- húsum,“ sagði Guðbrandur, og var greinilega ekki úr sér genginn. Bjarka bíða mörg verkefni en hann ætlar að vinna að barnabók sem hann mun gefa út í vetur og svo ætlar hann að setjast á skólabekk. Þó sagðist hann umfram allt ætla að vara sig á því að fara ekki á næst- unni í nudd til Guðbrands þar sem hætta væri á að þá myndu þeir fé- lagar eggja hvorn annan upp í ein- hverju öðru eins brjálæði og að ganga í kringum landið. Það var einmitt í nuddtíma hjá Guðbrandi sem þessi hugmynd þeirra að göng- unni kviknaði. Annars segja þeir félagar sam- komulagið vera hið þokkalegasta. „Við ætlum þó að taka frí hvor frá öðrum frá og með morgundegin- um,“ sagði Bjarki en var þá minntur á að þeir félagar voru búnir að lofa því að koma fram í sjónvarpsþætti saman svo ekki yrði af þessu fríi strax. jse@frettabladid.is „Það er allt gott að frétta og ég hef haft það rosalega fínt í sumar,“ segir Birna Björnsdóttir danskennari. Birna eignaðist sitt þriðja barn á dögunum og nýtur þess að vera móðir í þriðja sinn. „Ég er bara búin að vera hérna heima í sumar og reyni að njóta veðursins þegar hægt er. Ég var reyndar kominn á fremsta hlunn með að panta ferð fyrir alla fjölskylduna til Spánar en svo lagaðist veðrið í lok júlí og það bjargaði málunum,“ segir hún létt í bragði. Birna getur ekki beðið eftir að byrja aftur að kenna dans, enda hefur hún varla tekið sporið síðan hún dansaði kasólétt yfir Eurovision. „Ég er á fullu við að undirbúa dansskólann fyrir haustið og setja upp sýn- ingar. Ég vona að haustið verði frábært,“ segir Birna, sem finnst lítil ástæða til þess að hægja mikið á sér þótt hún sé nýbúin að eignast barn. „Það má segja að ég sé mjög virk kona,“ segir hún og hlær. Birna á reyndar enn smá sumarfrí inni og segir ekki loku fyrir það skotið að hún reyni að líta út á land og kíkja í sumarbústað eða í heimsókn til vina. „Ég get í það minnsta alltaf dansað heima ef fráhvarfseinkennin verða of mikil. Það er mikið dansað á heimilinu og það æfa allir, nema kannski maðurinn minn en hann fylgist vel með okkur. Ég sé þó til þess að hann sé nógu liðtækur til þess að geta tekið sporið við mig af og til.“ 16 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR SKÓLAVÖRÐUSTIG 2 Dansar um me› n‡fæddan son HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BIRNA BJÖRNSDÓTTIR DANSKENNARI nær og fjær „Mi›a› vi› flessi laun sem flau eiga a› njóta eru flau 117 prósent undir lágmarkstaxtan- um hjá mér.“ GUÐBRANDUR EINARSSON, FOR- MAÐUR VERSLUNARMANNAFÉLAGS SUÐURLANDS, Í FRÉTTABLAÐINU. „fiví mi›ur er enginn nornaskóli til á Íslandi, en vi› höfum leitt hug- ann a› flví a› bæta úr flví einn gó›an ve›ur- dag.“ EYRÚN SKÚLADÓTTIR OG EVA HAUKSDÓTTIR, VERSLUNARKONUR OG NORNIR, Í MORGUNBLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Ætla a› taka sér frí hvor frá ö›rum Eftir 46 daga og fjórtán skópör komu þeir félagar Bjarki og Guðbrandur til Reykjavíkur í gær og luku þar með hringferð sinni um landið. Svo var haldið á Ingólfstorg þar sem hátíð var haldin þeim til heiðurs. KOMNIR HEIM MEÐ SLITNA SKÓ Ellefta skóparið sem Bjarki notaði á ferð- inni var illa farið þegar hann kom á enda- stöð í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SÍÐUSTU SKREFIN Félagarnir luku göngu sinni loks í gær, 46 dögum eftir að þeir lögðu af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.