Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 28
KÍNAKÁLSSALAT MEÐ STEINSELJUPESTÓI 1 kínakálshöfuð, meðalstórt 3-4 tómatar, þroskaðir 1/2 gúrka 100 g fetaostur 1 knippi steinselja 2 hvítlauksgeirar 2 msk. furuhnetur 3 msk. nýrifinn parmesanostur Rifinn börkur af 1/2 sítrónu 100 ml ólífuolía Pipar Salt 1 dós hrein jógúrt Skiptið kálinu í blöð og takið nokkur fallegustu blöðin frá - best er að þau séu sem jöfnust að stærð. Raðið þeim á fat. Saxið afganginn af kálinu smátt. Skerið tómatana í geira eða bita og gúrkuna í litla bita. Blandið káli, gúrku og fetaosti saman í skál. Fjar- lægið stönglana af steinseljunni en setjið blöðin í matvinnsluvél eða blandara, ásamt hvítlauk, furuhnetum, parmesanosti og sítrónuberki. Látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Þeytið þá olíunni saman við og kryddið með pipar og salti eftir smekk. Blandið helmingnum af pestóinu saman við jógúrtina, hellið yfir grænmetið í skálinni og bland- ið vel. Hrúgið svo blöndunni á salatblöðin. Dreypið afganginum af pestóinu yfir eða berið það fram með salatinu. Egg Til að athuga hvort egg sé harðsoðið eða ekki er gott að leggja það á eldhúsbekkinn og ýta við því þannig að það snúist hring eftir hring eins og skopparakringla. Ef eggið snýst vandræðalaust er það harðsoðið en ekki ef það stoppar eða vagar til og frá.[ ] Sérlega gott í súpur LAX MEÐ BATENJAN BE THINI EÐA LÍBÖNSKU TILBRIGÐI AF EGGALDIN Í TAHINI 2-3 miðlungsstór eggaldin 2 hvítlauksrif Safi úr einni sítrónu Salt 3-5 msk. tahini 3-4 msk. extra virgin græn ólífuolía Myntulauf 1 laxaflak 2-3 msk. maldon salt Hickory viðarspænir Eggaldinið grillað á öllum hliðum í 45 til 60 mínútur eða þangað til það er mjúkt og vel soðið. Áður en eggaldinið fer á grillið þarf að stinga í það nokkur göt með gaffli því annars springur það með hvelli. Þegar eggaldinið hefur kólnað aðeins er hýðið tekið utan af og það síðan kramið mjög vel með kremjara eða botni á glasi þangað til það er orðið að mauki. Tahini bætt út í miðast við stærð eggaldisins. Sítrónunni og ólífu- olíunni síðan bætt við og hvít- lauksrifin pressuð út í og hrært þangað til allt hefur blandast vel. Saltað eftir smekk. Maukið er fært yfir á grunnan disk og pínu- lítilli ólífuolíu hellt yfir og nokkur myntulauf sett í miðjuna til skrauts. Laxinn er þakinn maldon-salti og grillaður á grillgrind fyrir fisk á miðlungsheitu grilli í örskamma stund. Gott er að pensla teinana fyrst með pínulítilli olíu. Síðan er spæninum bætt á grillið og hitinn minnkaður eins og mögulegt er og fisknum leyft að reykjast í fimm til tíu mínútur á hvorri hlið, alls ekki of lengi. Með þessu er gott að bera fram basmati eða jasmin hrísgrjón og létt grænt salat með myntulaufum og einfaldri dress- ingu úr ólífuolíu og sítrónu. Batenjan be thini eða eggaldin í tahini er stundum borið fram sem hliðardiskur en má einnig nota arabískt brauð, stundum nefnt pítubrauð, skera það í þríhyrning og dýfa út í. Sachtein - verði ykkur að góðu. Líbanskur lax með eggaldin í tahini Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefur orðið fyrir arabískum áhrifum og þá sérstaklega líbönskum, eins og sést glögglega í þessari uppskrift. Rauðvín frá Suður-Afríku hafa ver- ið mjög vinsæl á Íslandi síðustu ár en þaðan koma einnig frísk ávaxtarík hvítvín, oft blönduð vín úr dæmigerðum þrúgum heima- manna. Þau eru jafnan þurr og grösug og svona í léttari kantinum. Pearly Bay Dry White er frískandi vín með ilmi af sumarblómum og nýslegnu grasi. Ávaxtaríkt með vott af sítrónum í eftirbragði. Afbragðs gott eitt og sér eða með léttum réttum, s.s. brauði, osti og salati. Tilvalið sumarvín sem er með ódýrustu kassavínum. Verð í Vínbúðum 2.990 kr. Bláberin sem fást í verslunum núna eru stór og safarík. Himneskur bláberjaís Útlendu bláberin sem fást í versl- unum núna eru stór og safarík og góð til að stífa úr hnefa. Þau henta þó að sjálfsögðu vel í alla matar- gerð og Ásgeir Sandholt kondi- torímeistari notar þau gjarnan í ísrétti. Hér er uppskrift að ljúf- fengu bláberjagelato eins og Ás- geir gerir það. BLÁBERJAGELATO fyrir ca 4-6 400 g mjólk 200 g rjómi 4 eggjarauður 165 g sykur 300 g fersk bláber safi úr sítrónu (eftir smekk) Aðferð: Hitið mjólk, rjóma og sykur í potti að suðu og bætið upphrærðum eggjarauðum saman við. Sigtið strax í kalda skál og setjið til hliðar. Maukið bláberin algerlega í matvinnsluvél og sigtið í fínu sigti. Blandið maukinu saman við heitt eggjakremið og kælið. Frystið í ísvél eða frystikistu í nokkrar klukkustundir og hrærið rösklega 3-4 sinnum á klukkutíma fresti. Frystið svo yfir nótt. Til að ísinn verði fullkomlega mjúkur og laus við alla ískristalla er mjög gott að losa hann úr skálinni meðan hann er vel frosinn og skera í bita og keyra í gegnum matvinnsluvél. Þá er hann settur í box í frysti. Takið ísinn úr frystinum klukkutíma áður en hann er borinn fram og hafið í kæli. Berið svo fram með ferskum bláberjum og myntu. PEARLY BAY: Frísklegt hvítvín frá S-Afríku Íslenska kínakálið getur verið aðaluppistaða í réttum og er gott í salöt. Nýtt íslenskt kínakál fæst nú í verslunum. Það hentar vel í salöt af ýmsu tagi en það er ekki síður gott að léttsteikja það og nota í ýmsa austurlenska rétti. Það getur verið aðaluppistaðan í grænmetisréttum en svo má einnig nota það með öðru græn- meti eða snöggsteiktu kjöti. Kálið er líka sérlega gott í súpur og svo má súrsa það, til dæmis með hvítlauk og chili, og búa til verulega sterkt og gott meðlæti. ■ KJÚKLINGUR MEÐ KÍNAKÁLI OG SVEPPUM 1/2 kínakálshöfuð, meðalstórt 3 msk. olía 2 cm bútur af engifer, saxaður smátt 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 kjúklingabringur, skornar í þunnar sneiðar 250 g sveppir, gjarna kastaníusveppir, skornir í sneiðar 1/2 chilialdin, skorið í örþunnar sneiðar 3 msk. saxaður graslaukur eða vorlaukur 1 msk. sojasósa, eða eftir smekk Kálið skorið í mjóar ræmur. Olían hituð í wok eða á pönnu og þegar hún er vel heit er engifer og hvítlaukur sett á pönnuna og steikt í fáeinar sekúndur en síðan tekið upp með gataspaða og geymt. Kjúklingurinn settur á pönnuna og steiktur við háan hita í 1- 2 mínútur. Sveppum og chili bætt á pönnuna, steikt áfram í 2-3 mínútur og hrært oft á meðan. Káli, graslauk og sojasósu bætt á pönnuna, steikt í 2-3 mínútur, bragðbætt með sojasósu eftir smekk og síðan borið fram strax, til dæmis með soðnum hrís- grjónum eða núðlum. STEIKT KÍNAKÁL MEÐ NÚÐLUM 1 kínakálshöfuð, stórt 3 pakkar skyndinúðlur (súpunúðlur) 3 msk. olía 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 cm bútur af engifer, saxaður smátt 100 g sykurbaunir 2 msk. sojasósa, eða eftir smekk Kálið skorið, um það bil í tvennt þvert yfir. Efri hlutinn (blöðin) skorinn í mjóar ræmur og geymdur en hitt skorið í breiðari ræmur. Núðlurnar settar í skál, heitu vatni hellt yfir og látið standa í nokkrar mínútur, samkvæmt leiðbeiningum á um- búðum. Olía hituð í wok eða á stórri pönnu. Hvítlaukur og engifer sett á pönnuna og andartaki síðar kálræmurnar. Steikt við góðan hita í 3-4 mínútur og hrært oft á meðan. Sykurbaunum og sojasósu bætt á pönnuna og látið malla í eina mínútu í viðbót. Af- ganginum af núðlunum hellt í sigti og látið renna vel af þeim en síðan er þeim hvolft á pönnuna, afganginum af kálinu dreift yfir, og blandað vel. Bragðbætt með meiri sojasósu eftir smekk og borið fram strax. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Pólsk rabarbarakaka ÞESSI RABARBARAKAKA ER GÓÐ BÆÐI HEIT OG KÖLD - MEÐ RJÓMA EÐA ÍS. 100 g smjör eða smjörlíki 3 dl sykur 1 egg 1 1/2 dl rjómabland eða mjólk 1 1/2 dl kókosmjöl 1 1/2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 4 stórir rabarbaraleggir Allt sett í eina skál nema rabarbarinn og hrært um stund. Deigið er síðan sett í smurt mót eða eldfast form. Rabarbarinn skorinn í bita og þrýst ofan í deigið. Kakan er bökuð í ca 40- 50 mínútur við 175 gráður. Hrafnhildur Gunnarsdóttir við grillið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.