Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 30
Hippo Hybrid golfsett
á tilboðsverði 32.625,
Markinu.
Bolur á 7.900, buxur 8.900 og
der 1.400,
Nevada Bob.
Proquip
goretex jakki
á 18.900 og
buxur á
15.900 Hi-
Tex skór á
14.900,
Markinu.
Við litum inn í nokkrar
búðir sem selja golffatn-
að og sett og skoðuðum
úrvalið í herratískunni.
Svo byrjað sé á fótabún-
aðinum þá eru vandaðir
lágir leðurskór sem
gilda. Svartir, brúnir og
rauðbrúnir eru algeng-
astir en hvítir þykja flott-
astir. Þeir sem stunda golfið af al-
vöru eiga flestir slíka. Vellir eru
flestir lagðir dreni svo lítil hætta er
á stórum pollum en stígvél með
tökkum fást líka til að nota í við-
lögum. Þykkir og hlýir sokkar eru
nauðsynlegir og þeir fáu sem nota
pokabuxur í golfinu eru í hnéháum
sokkum. Gallabuxur eru ekki vel
séðar af golfurum, né heldur
hlaupabuxur eða annars konar
íþróttabuxur heldur eiga þeir að
vera í snyrtilegum og vönduðum
taubuxum og hananú. Stuttbux-
urnar verða að vera bermúda bux-
ur sem ná niður að hnjám.
Einkennisbúningur golfaranna er
tvímælalaust stuttermabolir með
kraga, svokallaðir pólóbolir. La-
coste, Burberry og Lindeberg eru
vel þekkt merki á þeim. Tiger hefur
þó innleitt boli með standkraga og
þeir virðast komnir til að vera, að
sögn afgreiðslufólks. Þægileg peysa
er yfirleitt nauðsynleg á Íslandi á
flestum árstímum og þá er mikil-
vægt fyrir golfara að eiga góðan
vindþéttan galla. Flestir vilja hafa
hann vatnsheldan svo það megi nú
koma skúr. Sunderland er skoskt
merki sem er vel þekkt í göllum.
Svo verða derhúfur eða bara der að
fylgja golfaranum til að
bægja birtunni frá
augum hans. Að sögn
Gunnars Þór Gunnars-
sonar landsliðsmanns í
golfi er minni hefð fyrir
golffatnaði á Íslandi og
víða erlendis. „Í Bretlandi
fær enginn að koma inn í
klúbbhúsið í íþróttaskóm,
hvað þá með húfu á hausnum og
talandi í síma. Þeim er bara vísað
út,“ nefnir hann sem dæmi.
2 ■■■ { GOLF } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
!
„Við erum líklegast um þrjár konur
sem erum í IPGA-samtökunum á Ís-
landi (samtökum golfkennara).
Karlarnir eru miklu fleiri, þeir skip-
ta ábyggilega tugum,“ segir María
Guðnadóttir, leiðbeinandi í golfi.
Það er liðin tíð að golf sé talin vera
íþrótt fyrir karlmenn, konum sem
stunda íþróttina hefur farið ört
fjölgandi á undanförnum árum.
„Áhugi kvenna fyrir golfinu hefur
aukist mikið á undanförnum árum
og miklu meira um að þær vilji
vera þátttakendur. Áður fyrr var al-
gengt að þær drægju kerrurnar fyr-
ir karlana, en nú vilja þær í aukn-
um mæli vera með. Þar af leiðandi
er aukin ásókn kvenna í námskeið
og þær kjósa oftast að koma til
kvenleiðbeinenda, Við konurnar
tölum kannski sama tungumál og
þess vegna höfum við kvenleið-
beinendurnir haft nóg að gera.“
María einskorðar sig þó ekki við
konurnar, karlar hafi einnig sótt hjá
henni námskeið. „Oft hef ég verið
með blönduð námskeið, bæði fyrir
karla og konur. Körlunum finnst
ekkert athugavert við það að taka
við leiðbeiningum frá konum, að
minnsta kosti hef ég ekki orðið vör
við það. Ég hef ekki fundið fyrir
fordómum karla, mér finnst þeir
taka leiðbeiningum vel og þeir hafa
verið mjög áhugasamir á nám-
skeiðum hjá mér.“
María hefur boðið upp á fjögurra
daga námskeið í Kópavogi á túni
við Kópavogshælið. „Konur kjósa
yfirleitt að vera dálítið sér áður en
þær hella sér út í golfíþróttina. Á
fyrstu þremur dögum námskeiðsins
er farið yfir grunnatriðin og á
fjórða deginum er farið upp á Ljúf-
ling, golfvöll uppi í Heiðmörk og
spilað þar lítið golfmót þar sem
kennd er spilamennska og um-
gengni við völlinn. Áhugi kvenna á
golfíþróttinni einskorðast ekki við
höfuðborgarsvæðið, ég hef oft
verið með námskeið úti á landi, til
dæmis á Selfossi og Hveragerði. Að
sjálfsögðu reynum við að sinna
fyrirspurnum kvenna utan af landi
um námskeið í golfinu. Ég hef sjálf
mjög gaman af því að skreppa út á
landsbyggðina til að leiðbeina
áhugasömum konum.“
María Guðnadóttir, leiðbeinandi í golfi,
segir að konur sem séu að byrja vilji yfir-
leitt frekar fá leiðbeiningar frá konum.
Konur vilja vera með
Golfið var í eina tíð íþrótt sem konur fylgdust með úr fjar-
lægð. Það er löngu liðin tíð og konurnar kjósa nú í auknum
mæli að vera þátttakendur í þessari skemmtilegu íþrótt.
Flestir kylfingar vilja slá langt ogþá helst með drævernum. Golf-kennarinn David Leadbetter
leggur áherslu á úlnliðinn í aftur-
sveiflunni. Hann segir að kylfingur-
inn eigi að ímynda sér að hann sé að
slá inni í herbergi með mjög lítilli
lofthæð. Kylfan má ekki snerta loft-
ið og til þess að það sé mögulegt
verður kylfingurinn að sveigja (brjó-
ta) úlnliðinn í aftursveiflunni. Efst í
aftursveiflunni á kylfingurinn að
finna mikla teygju í vinstri þumal-
fingri. Þá á tilfinningin einnig að
vera eins og sveiflan sé stutt og þétt.
David Leadbetter Leadbetter er
einn frægasti golfkennari í heimi. Hann
hefur þjálfað marga af allra bestu kylfing-
um veraldar.
Golfarar klæða sig gjarnan upp í sérstakan fatnað sem fylgir þeirri íþrótt.
Þar koma nýjungar við sögu jafnframt því sem haldið er í hefðir.
Peysa á 7.900, buxur á
6.400, Nevada Bob.
Goritex jakki 29.800 og Ekkó goretex golf-
skór á 19.900, Hole in one.
Der á 1.790,
Hole in one.
Burberry bolur á 10.900 og Lindeberg
der á 3.200, Hole in one.
Nýjungar í bland við
hefðir í herratískunni
Pútter á
10.900 í Hole
in one.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
VA
, E
. Ó
L
O
G
H
EI
ÐA
KRAFT Í
DRÆVIÐ