Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 33
Phil Mickelson
Fyrir Masters árið 2001
sagði Mickelson að hann
vildi vinna og komast í
sögubækurnar. Íþrótta-
sálfræðingurinn Gio Vali-
ante segir þetta rangan
hugsunarhátt. Mickelson
hafi ekki einbeitt sér á
réttan hátt enda hafi
hann ekki unnið mótið.
Þremur árum seinna var
viðhorf Mickelson allt
annað og hann vann.
Eitt eiga allir kylfingar sam-eiginlegt og það er að hafaeinhvern tímann leikið golf
sífellt hugsandi um hvað geti farið
úrskeiðis. Allir kylfingar kannast
við að standa við boltann og vera
að rembast við að einbeita sér að
högginu en á sama tíma hugsandi
um hvað meðspilararnir hugsi ef
höggið klúðrist. Þegar kylfingur
leikur golf hræddur við að gera
mistök, hræddur við að verða sér
til skammar, hræddur við hið
óvænta, hræddur við að taka vit-
lausa ákvörðun, hræddur við að
leika með einhverjum ákveðnum,
hræddur við langa braut, hræddur
við þrönga braut, sandgryfju eða
tjörn, þá er fjandinn laus. Sjálfs-
traustið er ekkert.
Íþróttasálfræðingurinn Gio
Valiante segir að kylfingar, bæði
háforgjafakylfingar og lágfor-
gjafakylfingar, verði að ná tökum
á óttanum. Fyrsta skrefið sé að
vera fullkomlega einbeittur. Hvat-
inn við að leika golf á fyrst og
fremst að vera sá að vilja læra og
bæta sig. Ekki vera að hugsa um
skorkortið heldur um næsta högg
og bara næsta högg. Valiante
segir að kylfingar eigi ekki að
hugsa um hvað aðrir segji, hvort
sem þeir hrósi eða segi eitthvað
annað. Fókusinn eða einbeitingin
á að vera á næsta högg. Valiante
leggur mikla áherslu á það. Hann
segir að það sé ekki gott að mæta
á fyrsta teig og hugsa: „Nú ætla
ég að leika undir 90 eða á 68.“
Heldur eigi kylfingar að mæta á
fyrsta teig og hugsa: „Ég ætla að
leika þennan hring högg fyrir
högg og eins vel ég tel mig geta.“
Síðan þegar komið er inn í klúbb-
hús er í lagi að setjast niður og
telja höggin.
■■■■■■■■■■■■■■■ { GOLF } ■■ 5
Léttar veitingar í boði
OPNA FRÆGA RJÚPUMÓTIÐ
VERÐLAUN
Veglegir vinningar fyrir þrjú efstu sætin, með og án forgjafar
Glæsileg verðlaun fyrir högg sem næst er holu á öllum par 3
Verðlaun fyrir lengsta teighögg á 14. braut
Dregið verður úr skorkortum í mótslok
og fá nokkrir keppendur óvæntan glaðning.
Þeir sem vinna til verðlauna án forgjafar,
geta ekki unnið til verðlauna með forgjöf
verður haldið hjá golfklúbbnum Oddi á Urriðavelli
laugardaginn 20. ágúst 2005
Þátttökurétt hafa allir
sem náð hafa 20 ára aldri.
Mótsgjald 3.000 kr.
Mótið hefst kl. 8
Skráning hjá vallarverði
í síma 565 9092
og á www.golf.is
•
•
•
•
•
Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar
HVERNIG Á AÐ LEIKA ÁN ÓTTA
Galdurinn er að einbeita sér að næsta höggi
og engu öðru.