Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 35
Heiðar Davíð Bragason er nýkrýndur Íslandsmeistari karla í golfi. Hann byrjaði tólf ára að munda kylfurnar norður á Blönduósi og síðan hefur leiðin legið upp á við. Heiðar bjó á Blönduósi þar til fyrir fimm árum og kveðst hafa haft ágæta æfingaraðstöðu þar enda fáir í klúbbnum. „Menn voru ekkert að pirra sig á því þótt ég væri að fylla flatirnar af boltum og það kom sér mjög vel fyrir mig,“ segir hann. Upphaflega kveðst hann hafa smit- ast af félaga sínum sem var að skipta um golfsett. „Hann dró mig út á völl og mér fannst þetta svo gaman og ég fékk pabba til að kaupa gamla settið,“ rifjar hann upp. Hann segist hafa verið í öðrum íþróttum með og ekki byrjað að æfa golfið á fullu fyrr en 18 eða19 ára. Árið 2003 small allt hjá Heiðari Davíð fyrir alvöru. Í ár hefur hann verið á topp tíu listanum á þeim mótum sem hann hefur keppt á er- lendis auk þess að vinna þau mót sem hann hefur tekið þátt í hér heima. Hann hefur þó ekki áhuga á atvinnumennskunni að sinni heldur vill halda í keppnisferðirnar með landsliðinu og fá meiri reynslu út úr þeim. Hann vinnur hjá golf- klúbbnum sínum, Kili í Mosfellsbæ yfir sumarið en á veturna bjargar hann sér með öðrum hætti. Hann býst jafnvel við því að fara að mála í vetur. Fram undan er þó úrtöku- skóli fyrir Evrópumótaröðina og úrtökumót fyrir sænsku atvinnu- mannamótaröðina því þar má hann spila sem áhugamaður. „Það er ágætur peningur í því ef maður kemst inn og stendur sig vel. Að minnsta kosti nóg til að þrauka,“ segir hann og bætir við. „Stefnan er að halda áfram að leika sér í golfi og njóta lífsins. Þetta er ekkert flókið.“ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { GOLF } ■■ 7 Heiðar Davíð segir atvinnumennskuna í golfinu harðan heim og vill keppa sem áhuga- maður enn um sinn. Að leika sér í golfi og njóta lífsins FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA BL AÐ IÐ /H AR I Ragnhildur telur golfið stórkost- lega íþrótt sem allir geti tekið þátt í á jafnréttisgrundvelli. Áhugann kveðst hún eiga Sigurði bróður sínum að þakka því hann hafi dregið hana útá völl með sér, frekar trega í taumi í byrjun. Um fermingu hafi hún verið komin með ólæknandi golfbakteríu og ekki átt sér viðreisnar von eftir það. Reyndar segir hún Sigurð eiga stóran þátt í því að henni hafi tekist að hala inn Íslandsmeist- aratitlinum í Leirunni um daginn enda hafi hann verið kylfusveinn hjá henni á síðasta degi mótsins og sannarlega haldið systur sinni við efnið. „Siggi er ótrúlegur keppnismaður og hefur unnið ófáa titlana í hestamennskunni. Hann er núna að keppa á heimsmeistara- mótinu í Svíþjóð og það kæmi mér ekkert á óvart þótt hann kæmi heim með heimsmeistaratitil í hnakktöskunni,“ segir hún. Sjálf hefur Ragnhildur fengið sinn skerf af keppnisskapinu og er stöðugt að bæta árangur sinn, búin að lækka sig um einn heilan í for- gjöf í sumar og er komin niður í + 2. En hvað skyldi vera framundan hjá henni núna? „Ég reyndi fyrir mér í úrtökumótum fyrir Evróputúrinn haustið 2003 og 2004 en hafði ekki erindi sem erfiði. Ég er þó ekki hætt og ætla að láta vaða aftur í haust,“ svarar hún. „Ef andlega hliðin verður eins og hún á að vera á ég góðan séns á að kom- ast í gegn og ætla að gera allt sem ég get til að byggja upp sjálfstraust og sigurvilja.“ Einbeitingin er nauðsynleg er í golfinu og hana á Ragnhildur í ríkum mæli. Var treg í taumi í byrjun Ragnhildur Sigurðardóttir Íslandsmeistari á marga titla í golfinu, allt frá því hún varð Íslandsmeistari stúlkna árið 1983.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.