Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 44
„Óviðeigandi“ að Íslendingar eigi Magasín Aftur hefur Baugur gert Dönum grikk með því að kaupa þekkt og fínt vöruhús í Danmörku en í þetta sinn var það vöruhúsið Illum. Vægast sagt tóku danskir fjölmiðlar fréttunum ekki fagnandi. Berl- ingske fjallaði um að breyta spilinu Matador og setja stórmarkaði í stað húsa og gatna. Jyllandsposten tekur það fram að Jón Ás- geir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi ekki verið viðstaddur kaupin. Dönunum finnst gaman að nöldra yfir kaupum Íslendinga sín á milli og heyrðist til fínna eldri kvenna ræða um það í Magasín nýlega að það væri „óviðeigandi“ að Íslendingar ættu búð á fínasta stað í bænum. Danirnir þurfa bara að venjast tilhugsun- inni að Íslendingar geti átt fyrirtæki í Dan- mörku. Danir ættu því frekar að rölta niður Strikið og benda á Magasin og Illum og segja: „Det er islandsk, det er dejligt.“ Baugur lýsti því yfir að frekari fjárfestinga væri að vænta þannig að nú er bara Tívolíið eftir. Stendur á gömlum merg Nýjasta félagið í Kauphöllinni verður brátt Dagsbrún sem tekur við móðurhlutverki Og Vodafone. Stjórnendum Dagsbrúnar þótti við hæfi velja sér rammís- lenskt og gott nafn í stað þess að nefna fé- lagið „Group“ eða öðru erlendu heiti. Dag- brún merkir byrjun dagsins og á að tákna samstöðuna innan félagsins. Dagsbrúnarheitið er reyndar ekki nýtt af nálinni. Flestir kannast við Verkamannafé- lagið Dagsbrún, sem háði stormasama bar- áttu við atvinnurekendur og stjórnvöld hér á árum áður, og Guðmund jaka sem var lengi formaður þess. Dagsbrún, Verka- kvennafélagið Framsókn og fleiri stéttarfé- lög sameinuðust síðan undir merkjum Eflingar. Einnig er til Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur- Landeyjum sem var stofnað árið 1909. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.488,67 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 612 Velta: 19.151 milljónir +2,07% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,1 prósenta lækkun á vísi- tölu neysluverðs milli júlí og ágúst. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, sagði sig úr varastjórn Kaupþings banka. Það gerði hann til að uppfylla skilyrði ríkis- ins um kaup á hlut í Símanum. Heildartekjur á mann hafa vaxið um 57 prósent að raungildi frá árinu 1994 og ráðstöfunartekj- urnar hafa aukist um 47 prósent samkvæmt Vefriti Fjármálaráðu- neytisins. Greiningardeild Íslandsbanka segir miklar líkur á vaxandi verð- bólgu sé horft til lengri tíma. 24 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 42,90 +0,7% ... Bakkavör 39,30 +0,5%... Burðarás 17,60 +3,5%... FL Group 14,70 +0,7% ... Flaga 4,47 -6,3% ...HB Grandi 8,5 +0,00% ... Íslandsbanki 14,70 2,1% ... Jarð- boranir 21,00 +0,0% ... KB banki 575,00 +3,00% ... Kögun 57,80 -0,3% ... Landsbankinn 21,20 +1,9% ... Marel 59,50 +0,00% ... SÍF 4,73 -0,2% ...Straumur 13,30 +1,1% ... Össur 87,00 +0,00% Burðarás 3,53% Kaupþing Bank 3,05% Íslandsbanki 2,08% Flaga -6,29% Atorka -1,67% Kögun -0,34% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Og fjarskipti og 365 ljósvaka- og prentmiðlar verða dótturfé- lög innan Dagsbrúnarsamstæð- unnar. Árni Pétur Jónsson hefur tekið við starfi forstjóra Og fjarskipta. Skipulagsbreytingar verða á starfsemi Og fjarskipta hf. sem munu taka gildi þann 1. október. Nýtt móðurfélag hefur verið stofnað undir heitinu Dagsbrún en Og fjarskipti, sem hefur und- ir höndum fjarskiptarekstur fé- lagsins, og 365 ljósvaka- og prentmiðlar verða að dótturfé- lögum þess. Eiríkur Jóhannsson, sem verður eftir sem áður forstjóri móðurfélagsins, segir að mark- miðið með breytingunum sé tví- þætt. „Við erum að uppfylla skilyrði sem Samkeppnisstofn- un setti vegna kaupa okkar á fjölmiðlafyrirtækjum. Okkur er gert að aðskilja fjarskiptahlut- ann frá fjölmiðlarekstrinum með stofnun nýs móðurfélags.“ Dagsbrún ætlar sér hins veg- ar að leiða útrás fjarskipta- og fjölmiðlastarfseminnar á er- lenda markaði. „Þetta er í fyrsta skipti sem við segjum opinskátt að félagið ætli að vaxa með útrás. Við erum nýbúin að kaupa færeyska fjarskiptafélagið Kall. Varðandi vöxt samstæðunnar getur hann farið fram innan ramma fjar- skipta hér heima og erlendis sem og innan fjölmiðla og af- þreyingar og svo eftir atvikum í öðrum greinum sem tengjast fjarskiptum og fjölmiðlum,“ segir Eiríkur enn fremur. Hann segir að um leið sé verið að efla stjórnun félagsins. Hann hafði áður sinnt bæði útrás félagsins og daglegri stjórnun fjarskipta- hlutans en nú hefur Árni Pétur Jónsson verið ráðinn sem nýr forstjóri Og fjarskipta. Árni er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áður gegnt stjórnunarstöðum hjá Jes Zim- sen, Olís og Baugi auk þess að gegna starfi stjórnarformanns hjá Lyfju. Þá hefur Árni setið í stjórnum Skeljungs og Húsa- smiðjunnar. Árni segist hlakka til að takast á við nýja starfið: „Og Vodafone er spennandi fyrir- tæki á skemmtilegum markaði sem ég held að verði enn skemmtilegri með þeim breyt- ingum sem nú standa yfir hjá Símanum.“ Hann segir engar meiriháttar breytingar fram undan hjá Og Vodafone þrátt fyrir þær skipu- lagsbreytingar sem nú verða. „Fyrirtækið er vel rekið og hef- ur unnið markvisst að því að veita góða þjónustu. Við munum kappkosta að keyra áfram á þeirri braut og gefa í frekar en hitt.“ eggert@frettabladid.is / jsk@frettabladid.is William Demant-fjárfestingasjóð- urinn, sem átti rúmlega 20 pró- sent í Össuri, hefur aukið við hlut sinn og á nú 24 prósent í félag- inu. Með þessum kaupum Dem- ant er um helmingur hlutafjár í Össuri í eigu erlendra aðila. Öss- ur er eina félagið í Kauphöllinni sem hefur erlenda hluthafa á sín- um snærum. Gengi Össurar hefur hækkað nokkuð frá því í síðustu viku en þá tilkynnti félagið um kaup á bandaríska stuðningstækjafyrir- tækinu Royce Medical og skilaði góðu uppgjöri. - dh ERLENDIR FJÁRFESTAR AUKA HLUT SINN Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar. Demant kaupir meira í Össuri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÁRNI PÉTUR JÓNSSON, FORSTJÓRI OG VODAFONE Samhliða skipulagsbreytingum Og fjarskipta hefur Árni Pétur Jónsson verið ráðinn forstjóri Og Vodafone. Dagsbrún boðar útrás fjarskipta- og fjölmiðlastarfseminnar. Dagsbrún ætlar í útrás Rekstrarhagnaður Eimskips á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmlega 1,5 milljörðum króna, fyrir afskriftir fjármagnsliða og skatta. Það er 402 milljóna króna aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Velta félagsins hefur aukist um rúma tvo milljarða frá því á fyrri helmingi árs 2004. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að hagnaðaraukinguna megi rekja til hagræðingar sem ráðist var í á síðasta ári. Einnig er þess getið að ytri aðstæður eins og hátt olíuverð og óhag- stætt gengi hafi dregið úr af- komubatanum. - jsk Sex mánaða uppgjör: Aukinn hagnaður hjá Eimskipi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.