Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 45

Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 45
25FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 Karl Wernersson og systkini bæta við sig í Íslandsbanka. Seljendur eru Jón og Sturla Snorrasynir. Eignarhaldsfélagið Milestone, sem bankaráðsmaðurinn Karl Werners- son er í forsvari fyrir, er komið með yfir sextán prósenta hlut í Íslands- banka eftir kaup félagsins á fjög- urra prósenta hlut í gær. Viðskiptin námu um átta milljörðum króna. „Það er okkar upplifun að bank- inn standi fyllilega undir þessu verði. Gengisþróun hefur verið mjög jákvæð í bankanum á þessu ári og við erum ánægð með okkar hlut,“ segir Karl. Hann segir að félagið hafi haft áhuga á að kaupa meira í bankanum um nokkurt skeið og hafi látið af því verða eftir birtingu hálfs árs upp- gjörs Íslandsbanka. Meðal seljenda eru Jón Snorra- son, stjórnarmaður í Íslandsbanka, og Sturla bróðir hans í gegnum eignarhaldsfélögin Alnus, Rauða- torg og Taxus. Þar með hefur Milestone tekið sér skýrari stöðu sem næststærsti hluthafinn í Íslandsbanka á eftir Straumi Fjárfestingarbanka. Heild- arverðmæti hlutabréfa Milestone í Íslandsbanka er nú um 32 milljarð- ar. Mikið hefur verið rætt um valda- baráttu innan Íslandsbanka en Karl kannast ekki við nein átök. „Það er mín upplifun að stjórn bankans standi einhuga á bak við forstjóra [Bjarna Ármannsson] og starfs- menn hans.“ Karl ætlar að leggja sitt af mörk- um til að áfram verði góður starfs- friður innan Íslandsbanka og góður vinnuandi innan stjórnar, eins og hefur verið á þessu ári að hans mati. Það hafi leitt til góðs árangurs í rekstri bankans. - eþa Carl Aage Möller, fulltrúi hins þekkta sænska uppboðsfyrirtækis POSTILJONEN verður í Reykjavík, þriðjudaginn 9. ágúst. Hann vill kaupa, eða taka til uppboðssölu, góð frímerki, umslög, eða heil söfn. Kaupum frímerki gegn staðgreiðslu. Hægt er að hafa samband við Carl Aage í síma 0045 2928 6644, eða við umboðsmann POSTILJONEN á Íslandi, Magna Magnússon, Laugavegi 15, sími 552 3011. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Kannast ekki vi› átök í Íslandsbanka MILESTONE NÆSTSTÆRST Karl Wern- ersson og systkini eru komin með yfir sextán prósenta hlut í Íslandsbanka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.