Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 53
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005
M
IX
A
•
fít •
5
0
7
6
5
Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun
Sumarið er okkar tími!
Tilvalið að líta inn
Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is
og í síma 515 9000.
Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Végarður í Fljótsdal
Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og
allt sem henni viðkemur í Végarði.
Tilvalið að koma þar við áður en
haldið er upp að Kárahnjúkum.
Sultartangastöð
ofan Þjórsárdals
„Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð
sýning um mannlífið í Þjórsárdal
í 1100 ár.
Blöndustöð í Húnaþingi
Þorir þú 200 metra niður í jörðina?
Hvað verður í göngum Blöndustöðvar
í sumar? Magnaður viðkomustaður.
Kröflustöð í Mývatnssveit
Allt um Kröfluelda í Gestastofu.
Kynnist eldsumbrotunum sem urðu
í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984.
„Hreindýr og dvergar“
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
sýnir magnaða tréskúlptúra
í Laxársstöð í sumar.
„Hvað er með Ásum?“
Frábær sýning Hallsteins
Sigurðssonar, sem hlotið
hefur einróma lof.
Ljósafosstöð í Soginu
„Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar
suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa
verðskuldaða athygli.
Einnig ljósmyndasýning Guðmundar frá
Efri-Brú „Oft er í holti heyrandi nær“.
Hvernig verður rafmagn til?
Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna
en hjá öðrum þjóðum?
Laxárstöðvar í Aðaldal
Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg
Nýr diskur, Bacalao, með
hjómsveitinni South River Band
kom út í byrjun júlí. Hljómsveit-
ina skipa þeir Matthías Stefáns-
son, Helgi Þór Ingason, Ólafur
Sigurðsson, Kormákur Bragason,
Ólafur Þórðarson og Einar Sig-
urðsson.
Á disknum eru þrettán lög frá
ýmsum löndum og hengja með-
limir sveitarinnar merkimiðann
„alþýðleg heimshornatónlist“ á
lög plötunnar.
Þar er að finna tónlist frá
Úkraínu, Írlandi, Spáni og Banda-
ríkjunum svo eitthvað sé nefnt.
Útsetningar laganna á plötunni
eru stílhreinar og hefðbundnar,
þau er stutt en flest hver
skemmtileg og snerta einhverjar
taugar sem þjóðlagatónlistin
hefur, að því er virðist, ein svo
greiðan aðgang að. Upphafslag
disksins er írska þjóðlagið
Whiskey Before Breakfast eða
Dramm fyrir Dagmál og er það
ágætis upphaf að skemmtilegri og
tregafullri plötu því sum lögin á
plötunni eru þannig að maður
gæti bæði hlegið og grátið yfir
þeim. Það gerir tilfinningin í
þeim, hækkanirnar og hraða-
breytingarnar, tónlistin fer frá
því að vera hæg og tilþrifalítil upp
í að vera hröð og tilfinningarík.
Sveitinni tekst hvað best til í
þjóðlaginu Brúðkaupsvals frá
Úkraínu sem hefur í sér hinn
ljúfsára trega sem er oft einkenn-
andi fyrir þjóðlagatónlist frá
Austur-Evrópu. Laginu er haldið
uppi af fiðluleik Matthíasar Stef-
ánssonar, sem spilar áberandi
rullu í mörgum lögum plötunnar,
og er laglínan í því falleg. Einnig
ber að geta Kveðjustundarinnar
eða La Partida eftir Alvarez,
Fermin Maria, írska þjóðlagsins Á
blístri af berjum og úkraínska
þjóðlagsins Mánaskin sem nánast
ærir mann því það er svo hratt og
æpandi, eiginlega móðursjúkt lag.
Diskurinn í heild sinni er
skemmtilegur þótt farnar séu
afar troðnar slóðir í útsetningum
og flutningi. Ég gæti vel hugsað
mér að fara og hlusta á hljóm-
sveitina spila á balli og kannski
dilla mér eitthvað og hoppa, jafn-
vel fá mér nokkra gráa og hafa
gaman, því þrátt fyrir tregann er
þetta tónlist gleðinnar.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Hef›bundin og skemmti-
leg fljó›lagatónlist
SOUTH RIVER BAND:
BACALAO
NIÐURSTAÐA: Diskurinn í heild sinni er
skemmtilegur þótt farnar séu afar troðnar
slóðir í útsetningum og flutningi.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI