Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 05.08.2005, Qupperneq 54
> Plata vikunnar ... M.I.A.: Arular „Frumraun M.I.A. er með þeim magnaðri í áraraðir. Þessi plata er svo heit að hún á eftir að brenna harða diskinn ykkar. Ólíkt flestu sem þið hafið heyrt áður og algjör skyldueign.“ BÖS 34 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Aðdáendur Cooper síðan 1982 tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI The Magic Numbers: The Magic Numbers, Röyksopp: The Understanding, Brian Wilson: Smile DVD, Arcade Fire: Funeral, Dr. Spock: Dr. Phil, Villikettirnir: Lög við vísur eftir Davíð Þór Jónsson og Pétur W. Kristjáns- son: Gamlar myndir. > Rö yk so pp > Arcade Fire Rappsveitin Quarashi er hætt eftir tæplega tíu ára samstarf. Sveitin gaf út þrjár plötur á ferli sínum, nú síð- ast Guerilla Disco sem hefur selst í 8.000 eintökum hér á landi og er þar með orðin mest selda plata sveitarinnar hérlendis. „Við erum búnir að klára það sem við ætluðum að klára. Ég er búinn að snúa mér að öðru og Ómar er búinn að snúa sér að öðru. Partíið er búið. Þetta er var fínt partí en það var orðið þreytt og nú er það búið,“ segir Sölvi Blöndal, sem hefur verið forsprakki Quarashi frá stofnun sveitarinnar 1996. Hann vill ekki meina að sveitin hafi ætlað sér stærri hluti í framtíðinni. „Svona hljómsveitir eru eins og annar félagsskapur. Þær byggjast á því að gredda sé í gangi og hún var bara ekki í gangi. Menn eru komnir á annan stað í lífinu og allar hljómsveitir þurfa að enda ein- hvern tímann.“ Sölvi byrjar á næstunni á sínu öðru ári í hagfræði við Háskóla Íslands og Ómar Örn Hauksson stundar nám í grafískri hönnun auk þess sem Egill „Tiny“ Thorarensen hygg- ur á nám í menntaskóla. Þeir munu því ekki sitja auðum hönd- um á næstunni þrátt fyrir að Quarashi sé dauð og grafin. Áður höfðu þeir Höskuldur Ólafsson og Steinar Fjelsted hætt í sveitinni, sem gaf til kynna að leiði var kominn í mannskapinn. „Þetta er orðið fínt,“ segir Sölvi. „Ég er búinn að brasa í tónlist í lengri tíma en ég hélt og það er mjög gott að taka sér frí í dágóða stund. Það verður fínt að hafa tónlistina sem áhugamál. Ég er ekkert svekktur og ákvörðunin um að hætta var tekin í eins mikilli sátt og samlyndi og hægt er.“ Partíi› var or›i› flreytt > Popptextinn ... „So wont you make a man out of me, I’ve gotta be, connected computerized son of a bitch, makes me itch, sucker for life. I cant decide darkness or light or just a heavenly fright. Stick it, I’m tired I’m bored, I’m trying so hard and I can’t be adored.“ Rappsveitin sáluga Quarashi í einu vin- sælasta lagi sínu, Stick’ Em Up. SUNNUMÖRK 2 810 HVERAGERÐI SÍMI 483 3206 Í VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUMÖRK VIÐ ÞJÓÐVEG NR. 1 OPNUNARTÍMI MÁNUD. - FIMMTUD........... FÖSTUDAGA...................... LAUGARDAGA................... 11:00 - 18:30 11:00 - 19:30 12:00 - 16:00 ALVÖRU HUMAR & ANNAÐ GIRNILEGT FISKMETI BEINT Á GRILLIÐ ERTU Á LEIÐINNI AUSTUR FYRIR FJALL Í BÚSTAÐINN EÐA ÚTILEGUNA? The Duke Spirit: Cuts Across the Land „The Duke Spirit er ný töffarasveit frá London sem var að gefa út fyrstu plötu sína. Þetta er töffararokk eftir formúlunni, tekur litla áhættu, en útkoman er vel yfir meðallagi. Ekki skemmir að það er ljóska í fremstu víglínu með blúsaða sandpappírsrödd.“ BÖS Björk: Drawing Restraint 9 „Björk fer lengra með pælingarnar á Medúllu og skilar frá sér skrítinni plötu, sem þó á sín aðgengi- legu augnablik. Eflaust á þessi plata vel við kvik- mynd eiginmannsins en ein og sér er hún ekkert sérlega heillandi.“ FB Roisin Murphy: Ruby Blue „Fyrsta sólóplata Moloko-söngkonunnar Roisin Murphy er mjög lifandi og fallegt verk. Hér skapar hún sína eigin veröld á milli djass og raftónlistar, draums og vöku. Svo syngur hún auðvitað eins og engill líka. Mögnuð frumraun.“ BÖS Helgi Valur: Demise of Faith „Demise of Faith er ágætis plata með nokkrum fín- um lögum. Helgi er greinilega mjög efnilegur tón- listarmaður en hann á enn eftir að skapa sér sinn eigin stíl.“ FB Davíð Smári: You Do Some- thing to Me „Davíð skilar sínu með sóma en vonandi kemur al- vöru sólóplata frá honum sem fyrst þar sem hann syngur ný íslensk dægurlög sem hreyfa betur við manni.“ FB Black Eyed Peas: Monkey Business „Fylgifiskur Elephunk er öfgafull tilraun til þess að gera metsöluplötu. Hér er verið að reyna of mikið til þess að heilla og fyrir vikið verður heildin hálf aum. Lítið um góða spretti, hrein og klár von- brigði.“ BÖS Nouvelle Vague: Nouvelle Vague „Tveir franskir sérvitringar útsetja þekkta ný- bylgjuslagara á borð við Love Will Tear Us Apart í bossanovaútgáfum. Fá svo kornungar söngkonur sem þekkja ekki upprunalegu útgáfurnar til þess að syngja. Útkoman er ein mest sexí plata sem þú finnur, hvar sem er.“ BÖS Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Hita upp fyrir Stones Íslandsvinirnir í Metallica munu hita upp fyrir The Rolling Stones á tvennum tónleik- um í nóvember í San Francisco. Þar með hefur Metallica slegist í hóp með stórum nöfnum á borð við Pearl Jam, Beck og Black Eyed Peas sem öll hafa hitað upp fyrir Stones undanfarið. „Eftir að hafa spilað með mörg- um af átrúnaðargoðum okkar í gegnum tíðina eins og AC/DC, Deep Purple, Iron Maiden og Ozzy, hvern- ig gátum við sagt nei við þessa merku rokksveit sem ber að hluta til ábyrgð á þessu öllu saman,“ sögðu meðlimir Metallica á heima- síðu sinni. Fyrsta hljóðversplata The Roll- ing Stones í átta ár, A Bigger Bang, kemur út 5. september. Gerir tónlist vi› mynd 50 Cent Quincy Jones ætlar að gera tónlist við kvikmynd um ævi rapparans 50 Cent. Myndin heitir Get Rich or Die Trying eins og fyrsta plata 50 Cent. Leikstjóri verður Jim Sheridan. Myndin fjallar um munaðarleys- ingja úr fátækrahverfi sem gerist fíkniefnasali áður en hann slær í gegn sem rappstjarna. Quincy Jones er reyndur kappi sem m.a. stjórnaði upptökum á plötunni Thriller með Michael Jackson. Hann hefur fengið Óskarstil- nefningar fyrir tónlist sína við myndirnar The Color Purple, In the Heat of the Night, The Italian Job, In Cold Blood og The Wiz. RASS Hljóm- sveitin Rass er enn í efsta sæti X-listans með lagið Burt með kvótann. [ TOPP 10 ] X-IÐ 977 RASS Burt með kvótann KAISER CHIEFS Every Day I Love You Less and Less THE VIKING GIANT SHOW Party at the White House GREEN DAY Wake Me Up When September Ends CYNIC GURU Drugs AUDIOSLAVE Your Time Has Come TRABANT Maria TEAM SLEEP Ataraxia TRANSPLANTS Gangsters and Thugs INTERPOL Narc 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Hljómsveitin Dimma verður ein þeirra fjögurra sveita sem munu hita upp fyrir sjokkrokkarann Alice Cooper á tónleikum hans í Kaplakrika 13. september. Stofnendur Dimmu, bræðurnir Ingó og Silli Geirdal, eru góð- kunningjar upprunalegra með- lima hljómsveitar Alice Cooper sem var stofnuð 1968. Árið 1996 gáfu þeir bræður út plötuna Late- Nite Cult með þáverandi hljóm- sveit sinni, Stripshow. Þegar yfir- völd í Japan og Kóreu ákváðu að banna tónlist sveitarinnar vegna textagerðar og ímyndar hennar vakti það mikla athygli utan Kóreu. Í kjölfarið var þeim bræðrum boðið að spila víðs vegar um Bandaríkin með þessum upprunalegu meðlimum Alice Cooper, þeim Dennis Dunaway, Neal Smith og Michael Bruce. Sá síðastnefndi fékk þá bræður einnig til að stjórna upptökum og spila inn á tvær plötur með sér. Silli er að vonum yfir sig spenntur að fá að hita upp fyrir goðið sitt. „Við bræður erum búnir að vera aðdáendur í mörg ár og erum búnir að fíla þetta síðan 1982,“ segir Silli, sem hefur séð Alice Cooper fimmtán sinnum á tónleikum. Hann segist aldrei hafa spilað með Cooper en einu sinni hitað upp fyrir hann. „Við spiluðum á undan honum á veit- ingastað sem hann á í Phoenix í Arizona. Þá spiluðu allir eftirlif- andi meðlimir Alice Cooper- hljómsveitarinnar saman til að minnast Glen Buxton, sem lést 1997. Það er ekkert stirt á milli þeirra, alls ekki. Það var örlítið fyrst en síðan eru allir orðnir góð- ir vinir.“ Dimma var stofnuð á síðasta ári upp úr rústum Stripshow. Nafnið Dimma dregur nafn sitt af tónlist sveitarinnar, sem er á köfl- um þungt og myrkt rokk með skírskotun í ýmsar stefnur, meðal annars íslenska þjóðlagahefð. „Við höfum æft núna á hverjum degi og ég get lofað góðum tón- leikum. Miðað við upphitunar- böndin ætti fólk að mæta snemma,“ segir Silli, sem telur að Cooper sé betri söngvari núna en hann var fyrir fimmtán árum. „Hann er alveg frábær. Það drýp- ur ekki af honum á sviðinu. Það er mikið stuð hjá honum og ekki hægt að sjá að hann sé að verða 57 ára.“ Dimma mun hita upp fyrir herlegheitin í Kaplakrika með tónleikum á Gauknum föstudag- inn 12. ágúst. Rokksveitirnar Sign, sem einnig hitar upp fyrir Cooper, Noise og Dead Sea Apple munu líka stíga á stokk. Allar sveitirnar munu spila eitt lag með Cooper og lagið sem Dimma hefur valið sér er hið tíu mínútna langa Halo of Flies sem er í miklu uppá- haldi hjá Silla. freyr@frettabladid.is JAMES HETFIELD DIMMA Hljómsveitin Dimma var stofnuð á síðasta ári upp úr rústum Stripshow.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.