Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍSKALDUR EINN LÉTTUR Málum bæinn RAUÐAN! Tækni og heilkenni Það er alltaf verið að velta þvífyrir sér hvers vegna tíðni and- legra vandkvæða og geðrænna sjúkdóma sé stöðugt að aukast. Fyrir utan geðhvörf og þunglyndi erum við komin með ótal einkenni sem hafa fengið heiti eins og at- hyglisbrestur, misþroski, bi-polar (einhvers konar tvískautun í sál- inni), og svo mætti lengi telja. EFTIR AÐ HAFA verið í Banda- ríkjunum í hálft ár er ég orðin sannfærð um að tengsl séu á milli tækniframfara og allra nýrra and- legra einkenna og heilkenna sem mannkynið hefur uppdiktað á síð- ustu árum, ásamt aukinni tíðni geð- sjúkdóma. Hér situr maður tengdur við öflugasta símakerfi, netkerfi, póstkerfi í heimi, sem er, hins vegar, sjaldnast í lagi. EN ÞAÐ VANTAR ekki að allir eru með mikilfengleg þjónustunúm- er sem hægt er að hringja í. Þegar maður svo hringir fær maður sam- band við tölvu sem býður manni að velja einn af níu kostum. Maður velur einn og fær að hlusta í tvær til þrjár mínútur á auglýsinga- skrum um þjónustuna hjá fyrirtæk- inu áður en maður er beðinn að velja einn af næstu níu kostum. Maður velur einn, hlustar aftur á auglýsingaskrum í þrjár mínútur áður en maður er beðinn um að velja einn af næstu níu kostum. Svona gengur þetta lengi dags. Vandinn sem maður situr frammi fyrir er sjaldnast einn af valkostun- um, þannig að þegar loksins næst samband við líf á jörðu er maður ekki með réttan aðila og verður að byrja upp á nýtt. ÉG SÁ ÞÁTT um alls kyns nú- tímakvilla í sjónvarpinu í gær og geri mér grein fyrir að eftir hálfs árs dvöl er ég komin með athyglis- brest, alvarlegan misþroska, er illa þunglynd og örugglega með þessa tvískautun. Ef ég þarf að hringja í „þjónustu“ fyrirtæki fyllist ég kvíða og angist og það tekur mig einn til tvo daga að safna kjarki til þess. Þegar ég hef setið við símann í klukkutíma eða svo er ég orðin mannýg af pirringi, rek mig í allt sem ég geng framhjá, missi allt út úr höndunum og garga á mína nán- ustu. Verð síðan svo miður mín eftir allt saman að ég sé bara allt svart fram undan og langar til að drepa mig. ■ SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.