Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 10
ALLT Í PLATI Talsverð skelfing greip um sig í Beirút í Líbanon í fyrradag þegar mikil sprenging drundi. Þar voru þó eingöngu á ferðinni öryggissveitir borgarinnar sem æfðu viðbrögð við hryðjuverkaárás. 10 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Útspil Þórshafnarhrepps til varnar fólksfækkun: Bjó›a á a›ra milljón í byggingarstyrki NÝBYGGINGAR Sveitarstjórn Þórs- hafnarhrepps hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tímabundnu átaki til að verjast fólksfækkun og í því augnamiði hyggst hreppurinn styrkja þá sem ætla að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með 10 þúsund króna framlagi á hvern fermetra nýbyggingar, að hámarki 1,3 milljónir króna. Ein- staklingar, fyrirtæki og félaga- samtök eiga kost á byggingarfram- lögum, hvort heldur íbúðirnar eru til eigin nota eða útleigu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri segir að ætlunin sé að verja 2,5 milljónum króna vegna þessa á yf- irstandandi ári og fjórum milljón- um króna á næsta ári. „Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Þórshöfn fer vaxandi. Nú er svo komið að farið er að bera á skorti á meðalstórum eignum til kaups og leigu og hætta á að húsnæðisskorturinn hamli eðlilegri fólksfjölgun. Því gripum við til þessa ráðs,“ segir Björn. Þann 1. desember í fyrra voru 411 manns skráðir til heimilis í Þórshafnarhreppi og segir Björn íbúafjöldann lítið hafa breyst undanfarin ár. - kk Ævintýri í uppsiglingu: Olía vellur upp úr jör›inni GRÆNLAND Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur. Kanadíska olíufélagið ElCana áformar að bora á svæðinu eigi síðar en árið 2008 en vonir eru bundnar við að umtalsvert magn olíu finnist í jarðlögum á hafs- botninum þar. „Á ákveðnum stöðum vellur olían hreinlega upp úr berggrunninum,“ er hermt í danska blaðinu Jyllands-Posten. Talsmenn auðlindaskrifstofu Grænlands benda á að enn sé of snemmt að fullyrða að olíuna sé hægt að vinna en frumniður- stöður lofi hins vegar góðu. ■ UNGVERJALAND NAUÐLENDING Í BÚDAPEST Tyrknesk farþegaþota varð að nauðlenda á alþjóðaflugvellin- um í Búdapest höfuðborg Ung- verjalands í fyrradag. Þotan var á leið frá Istanbúl í Tyrklandi til Brussel í Belgíu þegar mælitæki í henni virtust gefa vélarbilun til kynna. Allt gekk þó að óskum þegar hún lenti en önnur vél var fengin til að flytja farþegana 293 á leiðar- enda. Loksins alvöru vasaorðabók Ný og sérlega vönduð vasaorða- bók sem stenst allar þær kröfur sem gera má til góðra orðabóka. Allar nauðsynlegar málfræði- upplýsingar eins og orðflokkur og beyging danskra orða, góðar merkingarskýringar og notkunar- dæmi. Framsetning bókarinnar er skýr og aðgengileg. NÝ BÓK Verð aðeins 3.990 kr. M YN D /A P LÖGREGLUFRÉTTIR FJÓRTÁN ÁRA ÖKUMAÐUR Fjórtán ára unglingur var stöðvaður af lögreglu í Kópa- vogi í fyrrinótt eftir að hann tók bifreið foreldra sinna traustataki og fór í bíltúr. Öku- maðurinn ungi var færður á lögreglustöð og sóttu foreldr- arnir hann þangað. VELTU BÍLALEIGUBÍL VIÐ BRÚ Tveir spænskir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl þegar þeir veltu bílaleigubíl skammt sunnan Brúar í Hrútafirði á fimmtudagskvöldið. Nýlögð klæðning var á veginum og því hafði hámarkshraði verið lækk- aður að sögn lögreglu á Hólma- vík. Bifreiðin er talin ónýt. ÞÓRSHÖFN Sveitarstjórn Þórshafnar lítur á byggingarstyrkina sem fjárfestingu sem skili tekjum til sveitarfélagsins þegar fram í sækir. KABÚL, AP Nær helmingur allra brúða í Afganistan er yngri en 16 ára og á afskekktum svæðum landsins eru stúlkubörn allt niður í sex ára gefin í hjónabönd sam- kvæmt upplýsingum sem AP- fréttastofan hefur frá Sameinuðu þjóðunum. Þá er ekki óalgengt að stúlkur séu gefnar í hjónaband í því skyni að leysa ágreining milli ættflokka og verða stúlkurnar þá eign fjöl- skyldunnar eða einstaklingsins sem fær hana afhenta. Fall harðlínustjórnar talibana í Afghanistan 2001 markaði nýja tíma fyrir konur í Afganistan. Milljónir stúlkna hafa hafið skóla- göngu og konur flykkst út á vinnu- markaðinn, sérstaklega í borgum landsins. Réttur kvenna var bættur í nýrri stjórnarskrá en ósjaldan er horft fram hjá lögunum. Ríkis- stjórnin, undir stjórn Hamid Karzai forseta, hefur lítil völd í sumum héruðum landsins, sér- staklega afskekktum svæðum, og getur því ekki séð til þess að lög- unum sé fylgt eftir. - sda Hjónabönd í Afganistan: Helmingur brú›a undir lögaldri AFGANSKAR KONUR Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra kvenna sem ganga í hjónaband í Afganistan sé yngri en 16 ára. Segja undirtóninn pólitískan Í umfjöllun erlendra fjölmi›la um Baugsmáli› er ásökunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Daví› Oddssyni gefi› miki› vægi. Fjölmi›larnir fjórir sem sko›a›ir voru sérstaklega segja allir a› pólitískan undirtón megi greina í málinu. Einn segir íslenskt vi›skiptaumhverfi fyrir rétti. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi for- sætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði við- skipti milli Baugs og Gaums. „Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenn- ingshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli fé- laganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt,“ segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sak- leysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöld- um vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi póli- tíska undirtóna. „Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jóns- son, saka fyrrum forsætisráð- herra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rann- sókn lögreglu á málinu,“ segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berl- ingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmál- inu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum ís- lenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. „Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannes- son hafi reynt að múta sér,“ segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Ger- alds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga. sda@frettabladid.is Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugs- málsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í málinu. „Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rann- sóknin hafi verið gerð að til- stuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004,“ segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsis- vist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.