Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 10
ALLT Í PLATI Talsverð skelfing greip um sig í Beirút í Líbanon í fyrradag þegar mikil sprenging drundi. Þar voru þó eingöngu á ferðinni öryggissveitir borgarinnar sem æfðu viðbrögð við hryðjuverkaárás. 10 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Útspil Þórshafnarhrepps til varnar fólksfækkun: Bjó›a á a›ra milljón í byggingarstyrki NÝBYGGINGAR Sveitarstjórn Þórs- hafnarhrepps hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tímabundnu átaki til að verjast fólksfækkun og í því augnamiði hyggst hreppurinn styrkja þá sem ætla að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með 10 þúsund króna framlagi á hvern fermetra nýbyggingar, að hámarki 1,3 milljónir króna. Ein- staklingar, fyrirtæki og félaga- samtök eiga kost á byggingarfram- lögum, hvort heldur íbúðirnar eru til eigin nota eða útleigu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri segir að ætlunin sé að verja 2,5 milljónum króna vegna þessa á yf- irstandandi ári og fjórum milljón- um króna á næsta ári. „Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Þórshöfn fer vaxandi. Nú er svo komið að farið er að bera á skorti á meðalstórum eignum til kaups og leigu og hætta á að húsnæðisskorturinn hamli eðlilegri fólksfjölgun. Því gripum við til þessa ráðs,“ segir Björn. Þann 1. desember í fyrra voru 411 manns skráðir til heimilis í Þórshafnarhreppi og segir Björn íbúafjöldann lítið hafa breyst undanfarin ár. - kk Ævintýri í uppsiglingu: Olía vellur upp úr jör›inni GRÆNLAND Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur. Kanadíska olíufélagið ElCana áformar að bora á svæðinu eigi síðar en árið 2008 en vonir eru bundnar við að umtalsvert magn olíu finnist í jarðlögum á hafs- botninum þar. „Á ákveðnum stöðum vellur olían hreinlega upp úr berggrunninum,“ er hermt í danska blaðinu Jyllands-Posten. Talsmenn auðlindaskrifstofu Grænlands benda á að enn sé of snemmt að fullyrða að olíuna sé hægt að vinna en frumniður- stöður lofi hins vegar góðu. ■ UNGVERJALAND NAUÐLENDING Í BÚDAPEST Tyrknesk farþegaþota varð að nauðlenda á alþjóðaflugvellin- um í Búdapest höfuðborg Ung- verjalands í fyrradag. Þotan var á leið frá Istanbúl í Tyrklandi til Brussel í Belgíu þegar mælitæki í henni virtust gefa vélarbilun til kynna. Allt gekk þó að óskum þegar hún lenti en önnur vél var fengin til að flytja farþegana 293 á leiðar- enda. Loksins alvöru vasaorðabók Ný og sérlega vönduð vasaorða- bók sem stenst allar þær kröfur sem gera má til góðra orðabóka. Allar nauðsynlegar málfræði- upplýsingar eins og orðflokkur og beyging danskra orða, góðar merkingarskýringar og notkunar- dæmi. Framsetning bókarinnar er skýr og aðgengileg. NÝ BÓK Verð aðeins 3.990 kr. M YN D /A P LÖGREGLUFRÉTTIR FJÓRTÁN ÁRA ÖKUMAÐUR Fjórtán ára unglingur var stöðvaður af lögreglu í Kópa- vogi í fyrrinótt eftir að hann tók bifreið foreldra sinna traustataki og fór í bíltúr. Öku- maðurinn ungi var færður á lögreglustöð og sóttu foreldr- arnir hann þangað. VELTU BÍLALEIGUBÍL VIÐ BRÚ Tveir spænskir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl þegar þeir veltu bílaleigubíl skammt sunnan Brúar í Hrútafirði á fimmtudagskvöldið. Nýlögð klæðning var á veginum og því hafði hámarkshraði verið lækk- aður að sögn lögreglu á Hólma- vík. Bifreiðin er talin ónýt. ÞÓRSHÖFN Sveitarstjórn Þórshafnar lítur á byggingarstyrkina sem fjárfestingu sem skili tekjum til sveitarfélagsins þegar fram í sækir. KABÚL, AP Nær helmingur allra brúða í Afganistan er yngri en 16 ára og á afskekktum svæðum landsins eru stúlkubörn allt niður í sex ára gefin í hjónabönd sam- kvæmt upplýsingum sem AP- fréttastofan hefur frá Sameinuðu þjóðunum. Þá er ekki óalgengt að stúlkur séu gefnar í hjónaband í því skyni að leysa ágreining milli ættflokka og verða stúlkurnar þá eign fjöl- skyldunnar eða einstaklingsins sem fær hana afhenta. Fall harðlínustjórnar talibana í Afghanistan 2001 markaði nýja tíma fyrir konur í Afganistan. Milljónir stúlkna hafa hafið skóla- göngu og konur flykkst út á vinnu- markaðinn, sérstaklega í borgum landsins. Réttur kvenna var bættur í nýrri stjórnarskrá en ósjaldan er horft fram hjá lögunum. Ríkis- stjórnin, undir stjórn Hamid Karzai forseta, hefur lítil völd í sumum héruðum landsins, sér- staklega afskekktum svæðum, og getur því ekki séð til þess að lög- unum sé fylgt eftir. - sda Hjónabönd í Afganistan: Helmingur brú›a undir lögaldri AFGANSKAR KONUR Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra kvenna sem ganga í hjónaband í Afganistan sé yngri en 16 ára. Segja undirtóninn pólitískan Í umfjöllun erlendra fjölmi›la um Baugsmáli› er ásökunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Daví› Oddssyni gefi› miki› vægi. Fjölmi›larnir fjórir sem sko›a›ir voru sérstaklega segja allir a› pólitískan undirtón megi greina í málinu. Einn segir íslenskt vi›skiptaumhverfi fyrir rétti. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi for- sætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði við- skipti milli Baugs og Gaums. „Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenn- ingshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli fé- laganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt,“ segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sak- leysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöld- um vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi póli- tíska undirtóna. „Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jóns- son, saka fyrrum forsætisráð- herra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rann- sókn lögreglu á málinu,“ segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berl- ingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmál- inu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum ís- lenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. „Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannes- son hafi reynt að múta sér,“ segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Ger- alds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga. sda@frettabladid.is Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugs- málsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í málinu. „Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rann- sóknin hafi verið gerð að til- stuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004,“ segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsis- vist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.