Fréttablaðið - 20.08.2005, Page 31

Fréttablaðið - 20.08.2005, Page 31
3LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005 Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Frelsið er yndislegt Íslendingar hafa orð á sér fyrir að hafa ekki of miklar áhyggj- ur af því sem á eftir að gerast. Við látum hverjum degi nægja sín- ar þjáningar, tæklum vandamálin jafnóðum og þau verða til og trú- um því statt og stöðugt að ekkert verkefni sé of stórt fyrir okkur að leysa á nokkrum klukkutímum. Þetta reddast. Sennilega á veðrið sinn þátt í þessu, við þurfum að vera undir allt búin, en ef við hefðum áhyggjur af veðrinu í hvert sinn sem það breyttist myndum við sennilega ganga af göflunum. Það er því kannski ekki skrítið að það heyri til undantekninga að Íslendingar gefi stefnuljós. Slík fyrirhyggja og merki um niður- njörfandi áætlanagerð er einfaldlega ekki okkar stíll. Við viljum geta tekið bráðaákvörðun um hvert við förum og ef við þurfum að láta heiminn vita með nokkurra metra fyrirvara erum við einfald- lega að fórna frelsi og mannréttindum sem okkur þykja sjálfsögð. Slíka fjötra er ekki hægt að setja á íslensku þjóðarsálina. Úti í hinum stóra heimi er þetta öðruvísi. Þar er enginn frjáls í umferðinni og allir gefa stefnuljós. Tímanlega. Þeir vita þá líka hvenær bíllinn á undan ætlar að beygja. Þeir vita hvort bílstjórinn sem steytir hnefann við hliðina á þeim er að reyna að skipta um akrein eða hvort hann er einfaldlega morgunfúll. Þeir vita hvort er verið hleypa þeim framúr, hvort bíllinn úti í kanti ætlar að vera þar áfram, hverjir það eru hinum megin við gatnamótin sem ætla að keyra þvert á þeirra stefnu og svo mætti lengi telja. Úti í hin- um stóra heimi eru þessar upplýsingar aðgengilegar á kostnað frelsisins. Í staðinn fyrir að gera það sem þeir vilja þurfa erlend- ir bílstjórar að gefa stefnuljós með nokkurra sekúndna fyrirvara og margir eru svo langt leiddir að þeir víkja fyrir öðrum sem nota þessi merki. Til dæmis ef bílstjóri gefur til kynna með stefnuljósi að hann vilji komast inn í bílaröð á næstu akrein. Já, það er sko margt skrítið í útlandinu. Fyrir þá sem vilja prófa er rétt að benda á að stefnuljós eru gef- in með því að ýta stangarrofanum vinstra megin við stýrishjólið upp (fyrir hægra ljós) eða niður (fyrir vinstra ljós). Með einföld- um æfingum má ná töluverðri færni í þessari list en munum að það er ekki síður mikilvægt að gefa æfingum annarra gaum og sýna þeim tillitssemi með því að skapa þeim svigrúm, enda flækir þessi viðbót stjórnun bifreiðar til muna. Frelsið er yndislegt... en stefnuljós eru ekkert alslæm heldur. Mikil sorg var hjá starfsmönnum MG Rover þegar fyrirtækið fór á hausinn í apríl. Ný bílalína á rústum MG Rover NANJING AUTOMOBILE GROUP OG GB SPORTS CAR COMPANY HEFJA FRAM- LEIÐSLU Á NÝJUM BÍLUM INNAN ÁRS. Nanjing Automobile Group, kínverska fyr- irtækið sem keypti eftirstandandi eigur MG Rover, ætlar að vinna með breskum hönnuðum hjá GB Sports Car Company að því að framleiða nýja bílalínu í Long- bridge í Birmingham á Englandi. Vonast er til þess að framleiðsla nýju bílanna verði hafin innan árs og stefnt er að framleiðslu áttatíu þúsund bíla á ári. Þegar Rover var selt stóðu vonir starfs- manna til þess að tvö þúsund störf yrðu til. Næstum sex þúsund manns misstu vinnuna þegar fyrirtækið varð gjaldþrota í apríl. Ráðningar starfsmanna hjá GB Sports Car Company hefjast innan skamms. Sjötta kynslóð Variant kynnt Hjá Heklu hefst sala á nýjum Passat Variant í september. Nýr Volkswagen Passat Variant kom á markað í Þýskalandi í gær. Hann er væntanlegur hjá Heklu í september en þetta er sjötta kyn- slóð Passat skutbílsins. Variant merkið hefur verið vörumerki skutbíla frá Volks- wagen í 43 ár og hingað til hafa verið smíðaðar rúmlega 4,3 millj- ónir slíkra bíla. Hinn nýi Variant mun fást í fjórum gerðum með mismunandi búnaði; Trendline, Comfortline, Sportline og Highline. Grunn- gerðin Trendline er til dæmis búin rafrænum stöðugleikabún- aði, Climatic loftræstibúnaði, sex loftpúðum, sextán tommu felgum, rafmagnshandbremsu, rafstýrðu aflstýri, tölvustýrðum ræsi- hnappi og þakgrindum. Sé Variant pantaður með drátt- artengi er bíllinn útbúinn rafræn- um stöðugleikabúnaði fyrir farar- tækið sem dregið er. Átta gerðir véla verða fáanleg- ar á Evrópumarkaði og skila þær allt að 250 hestöflum. Grunngerð- in er búin fimm gíra kassa, allar hinar sex gíra kassa. Tvær vél- arnar eru nýrrar gerðar. Önnur er tveggja lítra TDI-vél, hin er 3,2 lítra V6 FSI-vél. Frá og með haustinu 2005 verður einnig hægt að fá 4MOTION með 2.0 FSI bens- ínvél og 2.0 TDI dísilvél með for- þjöppu. Nýi Variantinn er 477 sentímetra langur og 182 sentímetra breiður en það þýðir að hann er 9,23 sentímetrum lengri og 7,4 sentímetrum breiðari en áður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.