Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,8 64,1 114,48 115,04 77,9 78,34 10,44 10,502 9,786 9,844 8,342 8,39 0,5775 0,5809 93,35 93,91 GENGI GJALDMIÐLA 24.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,10 +0,04% 4 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Kaupa hesthús á einb‡lishúsaver›i SKIPULAGSMÁL Fjárfestarnir sem vilja kaupa hesthús í Glaðheimum hafa stofnað eignarhaldsfélag til að halda utan um eignirnar. „Við lítum á þetta sem langtímafjárfestingu,“ segir Guðbjartur Ingibergsson. Hann og Kristján Ríkharðsson bjóða eigendum hesthúsa 100.000 krónur fyrir fermetrann, sem er svipað verð og fæst fyrir góð einbýlishús víða á landsbyggðinni. Hann segir fjársterka aðila vera á bak við þá og býst við uppkaupum fyrir allt að einn og hálfan milljarð. Fjárfestunum gengur það til að hafa forgang að lóðunum þegar hestamenn fari annað. Hestamannafélagið Gustur og bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa hins vegar þvertekið fyrir það að félagið flytji sig um set og er hætt við að fjárfestarnir fái þá lítið fyrir sinn snúð. Í rauninni leggja þeir féð undir í trausti þess að þetta breytist. „Það gefur auga leið að við hefðum aldrei farið út í þetta ef þær væntingar væru ekki til staðar,“ segir Guðbjartur. Þeir hyggjast ekki draga í land. „Við bjuggumst alltaf við and- stöðu en áttum kannski ekki von á því að farið yrði með þetta í fjöl- miðla.“ Guðbjartur telur fjöl- marga Kópavogsbúa andsnúna því að hafa Glaðheima í miðri byggð og þrátt fyrir yfirlýsingar síðustu daga vonast hann enn til þess að afstaða Kópavogsbæjar og hestamannafélagsins muni breytast á næstu árum. Hann bendir á að margir hafi áhuga á að komast að á svæðinu. Guðbjartur þvertekur fyrir að um aðför að félaginu sé að ræða. „Í okkar huga var aldrei ætlunin að ganga þannig frá þessu að Gustur bæri skarðan hlut frá borði.“ Hann segir þá hafa boðist til að kaupa reiðhöll Gusts og reið- velli í Glaðheimum af stjórn Gusts og kveður þá tilbúna að að- stoða félagið við að finna nýjan framtíðarstað og koma þar upp aðstöðu. „Ef vilji er fyrir hendi eru til næg svæði.“ Að sögn hans eru á svæðinu 63 hesthús sem skiptast í 101 eignar- hluta. Hann telur fjárfestana hafa tryggt sér 36 eignarhlutanna. grs@frettabladid.is Kofi Annan í Níger: Heitir allsherjar ney›ara›sto› NÍGER, AP Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, er nú staddur í Níger þar sem hann fylgist með hjálpar- starfi. Hann segist staðráðinn í að taka höndum saman við frjáls félagasamtök um að koma hjálp til allra þeirra sem þurfa á henni að halda, en hungursneyð er yfirvof- andi í landinu. Þrátt fyrir þessi orð Kofi Annan sendu samtökin Læknar án landamæra frá sér yfirlýsingu þar sem framganga SÞ í Níger er gagn- rýnd og bent á að aðstoðin berist of seint og í of litlum mæli. ■ SVÍÞJÓÐ BERKLAR Í BROMMA Sjö börn á leikskóla í sænsku borginni Bromma hafa nú greinst með bráðsmitandi berklaveiki. Læknar telja þar að auki líklegt að fleiri börn hafi smitast af sjúkdómnum. Börnin eru nú meðhöndluð í einangrun á spít- ala í borginni og mun meðferð- in að öllum líkindum taka hálft til eitt ár. VEÐRIÐ Í DAG M YN D /A P Manndráp í Hjallabrekku: Áfram í gæslu- var›haldi LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Kópa- vogi hefur farið fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen, sem hand- tekinn var í vor grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í íbúð þess síðarnefnda 17. maí. Að sögn lögreglu liggur málið að mestu ljóst fyrir enda hefur maðurinn játað sekt sína. Aðeins á eftir að reka endahnútinn á rannsókn málsins og verður honum birt ákæra að því loknu. - aöe Fjársterkir a›ilar ve›ja nú á a› hestamannasvæ›i Gla›heima ver›i flutt anna› á næstu árum. fieir vonast til a› afsta›a hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfir- valda breytist me› tímanum og bjó›a fleim a›sto› vi› a› koma á fót n‡rri a›stö›u. TÓNLISTARHÚS VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Framkvæmdastjóri Austurhafnar segir að í fyrstu hafi fjórir boðið í gerð Tónlistarhúss, en einn heltst úr lestinni í janúar. Síðan hafi tveir verið valdir til að endurbæta til- boð sín í júní. Tónlistarhús: Tveir vilja byggja TÓNLISTARHÚS Tveir hópar, Fast- eign og Portus group, kynntu í gær tilboð sín í gerð tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnar- bakkanum í Reykjavík. Bjartsýn- ustu áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að gera upp á milli bjóðenda í lok næsta mánaðar. „Gangi það eftir getum við sýnt lausnirnar í október,“ segir Stefán Hermannsson, framkvæmda- stjóri Austurhafnar, einkafyrir- tækis ríkis og borgar sem undir- býr bygginguna. Ríki og borg hafa skuldbundið sig til að leggja rúmar 600 millj- ónir króna í verkið árlega næstu 35 árin, en ríkið borgar 54 prósent og borgin 46 prósent. - óká HESTHÚS Í GLAÐHEIMUM Í KÓPAVOGI Fjárfestarnir bjóða eigendum hesthúsa í Glaðheimum 100.000 krónur fyrir fermetrann í nýrri húsum en 80.000 í eldri hesthúsum. Það er svipað fermetraverð og í góðum einbýlishúsum víða á landsbyggðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A WASHINGTON, AP Bandarísk stjórn- völd segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson, sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum. Robertson er einn helsti leiðtogi strangtrúaðra kristinna Bandaríkja- manna og hefur fylkt þessum hópi að baki George W. Bush forseta. Í sjónvarpsþætti sínum fyrr í vikunni sagði Robertson að ódýrara væri að láta myrða Chavez en að hefja stríð til að losna við hann. Daginn eftir sagði Sean McCorm- ack, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, að ummæli Robertsons væru óviðeigandi og endurspegluðu ekki stefnu ríkisstjórnarinnar. Donald Rumsfeld landvarnaráðherra tók svo í svipaðan streng í gær. Hvorug- ur þessara manna sá hins vegar ástæðu til að fordæma ummælin. Stjórnvöld í Hvíta húsinu hafa lengi haft horn í síðu hins vinstri- sinnaða Chavez, sem aftur hefur sakað þau um að ætla að láta ráða sig af dögum. Fyrr á árinu hótaði hann að stöðva olíuútflutning til Banda- ríkjanna ef Bush og hans menn gerðu tilraun til að steypa sér af stóli en átta prósent allrar olíu Banda- ríkjamanna koma frá Venesúela. Chavez hefur svarað Robertson fullum hálsi og líkt honum við hund sýktan af hundaæði. - shg Pat Robertson hefur komið stjórnvöldum í Washington í bobba: Vill láta myr›a forseta Venesúela KOFI ANNAN Læknar án landamæra hafa gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar fyrir að bregðast of seint við yfirvofandi hung- ursneyð í Níger. HUGO CHAVEZ OG FIDEL CASTRO Forseti Venesúela er einlægur aðdáandi Fidels Castro, einræðisherra Kúbu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.