Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 31 Greta Mjöll me› flrennu og Blikar í bikarúrslitin Valsstelpur eiga ekkert svar vi› skipulög›u og vel stemmdu li›i Blika, sem hafa unni› alla flrjá leiki li›anna í sumar. Valsli›i› fer flví titlalaust frá flessu sumri. FÓTBOLTI Breiðablik er komið í bik- arúrslit VISA-bikars kvenna eftir 4-0 sigur á Val í undanúrslitaleik liðanna á Kópavogsvelli í gær og er búið að taka stórt skref í átt að tvöföldum sigri í sumar. Hvorugur tititlinn er þó í höfn en mæti Blik- ar jafn samstíga í komandi leiki og í gær stenst ekkert íslenskt lið þeim snúninginn. Greta Mjöll Sam- úelsdóttir heldur áfram að fara illa með varnarmenn Vals, sem ráða ekkert við hinn kröftuga og eld- fljóta framherja Blika sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikj- um liðanna í sumar. Greta skoraði þrennu í seinni hálfleik í gær eftir að Erna Björk Sigurðardóttir hafði skorað fyrsta markið rétt fyrir hálfleik. „Þetta er algjört æði og þetta er ekkert heppni því við erum núna búnar að vinna þær þrisvar í röð. Loksins ætti fólk að sjá að við erum með besta liðið,“ sagði Greta Mjöll en hún hefur skorað sjö mörk í þremur bikarleikjum Blika. Valsliðið var eins og í hinum leikjunum meira með boltann en ráðalaus og hugmyndasnauður sóknarleikur liðsins náði aldrei að ógna Blikavörninni verulega og fyrir vikið fékk besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar, Þóra Björg Helgadóttir, mun minna að gera í gær en flestir höfðu búist við. Þóra sýndi þó sitt einstaka öryggi en það var annars nóg af grænum hetjum á Kópa- vogsvellinum í gær enda Blikaliðið að spila mjög vel gegn stressuðu og hugmyndalitlu Valsliði. Úlfar Hinriksson, þjálfari Blika, hefur fundið uppskriftina að því að vinna hið frábæra lið Vals. „Tölur leiksins benda kannski til þess að þetta hafi verið upprúllun en þetta var samt hörku fótbolta- leikur. Það er frábært að vinna lið sem er á góðri leið í Evrópukeppni og það er glæsilegt hjá okkur að taka þær svona sannfærandi í þremur leikjum. Við ætluðum okkur þetta, við erum ekkert miklu betri en þær en hungrið er okkar megin,“ sagði Úlfar. Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals, var niðurlút í leikslok enda ljóst að hún lyftir engum bikurum í ár. „Það er ekki nema að við verðum Evrópumeistarar,“ sagði Íris í léttu gríni en gat þó ekki falið vonbrigð- in. „Við ætluðum okkur sigur í dag en ég veit bara ekki hvað klikkaði. Þetta eru tvö bestu lið landsins og þetta er ekki getumunurinn á lið- unum. Munurinn er að þær nýta sín færi en ekki við. Ef ég væri sál- fræðingur væri ég örugglega búin að greina hvað væri að. Það er ekki gott að við getum farið erlendis í Evrópukeppni og sýnt frábæran fótbolta þar sem enginn sér okkur en komið svo heim og sýnt svona spilamennsku,“ sagði Íris að lokum. ooj@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS VISA bikar kvenna: BREIÐABLIK–VALUR 4–0 1–0 Erna Björk Sigurðardóttir (44.), 2–0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (69.), 3–0 Greta Mjöll (83.), 4–0 Greta Mjöll (90.). KR–FJÖLNIR 6–2 1–0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (5.), 2–0 Vanja Stefanovic (9.), 3–0 Fjóla Dröfn (19.), 3–0 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (30.), 5–0 Ásgerður Ingibergsdóttir (39.), 5–1 Edda María Birgisdóttir (58.), 6–1 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (63.), 6–2 Helga Franklínsdóttir (89.). Enska úrvalsdeildin: ARSENAL–FULHAM 4–1 0–1 Claus Jensen (23.), 1–1 Pascal Cygan (31.), 2–1 Thierry Henry (53.), 3–1 Thierry Henry (82.), 4–1 Pascal Cygan (90.). CHELSEA–WBA 4–0 1–0 Lampard (23.), 2–0 Joe Cole (45.), 3–0 Didier Drogba (68.), 4–0 Lampard (81.). BALCKBURN–TOTTENHAM 0–0 BOLTON–NEWCASTLE 2–0 1–0 El-Hadji Diuof (37.), 2–0 Stelios Giannakopoulos (50.). Meistaradeild Evrópu: SLAVIA PRAG–ANDERLECHT 0–2 Anderlecht komst áfram í riðlakeppnina, 4–1 samanlagt. AJAX–BRÖNDBY 3–1 Ajax komst áfram, 5–2 samanlagt. CLUB BRUGGE–VÅLERENGA 1–0 Club Brugge komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Vålerenga og varði eitt víti í vítaspyrnukeppninni. DEBRECEN–MAN. UTD. 0–3 Manchester United komst áfram, 6–0 samanlagt. Gabriel Heinze (2) og Kieran Richardson skoruðu mörk Manchester United í leiknum. RANGERS–ANORTHOSIS 2–0 Rangers komst áfram, 4–1 samanlagt. W. BREMEN–BASEL 3–0 Werder Bremen komst áfram, 3–2 samanlagt. INTER–SHAKTAR DONETSK 1–1 Inter komst áfram, 3–1 samanlagt. VILLARREAL–EVERTON 2–1 Villarreal komst áfram, 4–2 samanlagt. Norska 1. deildin: STABÆK–MOSS 0–1 Veigar Páll Gunarsson var í byrjunarliði Stabæk. Verð aðeins kr. 1.699.000 Real samþykkir tilboð: Owen er á lei› til Englands FÓTBOLTI Enski landsliðsframherj- inn Michael Owen er á leið til Englands á nýjan leik eftir að hafa verið á mála hjá Real Ma- drid á Spáni í eitt ár. Real Madrid tók í gær tilboði frá Newcastle United í Owen upp á rúmlega fimmtán milljónir punda og er Owen tilbúinn að ganga til liðs við félagið ef Liverpool hefur ekki áhuga á kröftum hans. „Ég vil fá svar frá Liverpool áður en ég ákveð að fara til Newcastle. Það er alveg ljóst í mínum huga að Liverpool er fyrsti kostur á Englandi. Eins og staðan er núna er Newcastle kost- ur númer tvö, en ef ekkert tilboð berst frá Liverpool er ég tilbúinn að fara til Newcastle ef samning- ar nást,“ sagði Owen. Í tilkynningu frá Real Madrid í gær var staðfest að tilboð New- castle væri á borðinu og biði að- eins ákvörðunar leikmannsins, en ekkert hefur heyrst frá forráða- mönnum Liverpool, sem enn hafa ekki gert upp hug sinn varðandi framherjann. „Það hefur algeran forgang fyrir mig að vera í enska landslið- inu á HM í Þýskalandi næsta sumar og til að ná því takmarki verð ég að fá að spila eitthvað. Það sýnist mér útilokað ef ég verð áfram hér á Spáni,“ sagði Owen. „Ég er því afar þakklátur forráðamönnum Real Madrid fyrir að leyfa mér að snúa aftur til Englands.“ MARKASKORARAR BREIÐABLIKS FAGNA Blikastúlkur skoruðu fjögur mörk gegn Val í gær. Guðlaug Jónsdóttir, sem lagði upp fyrstu tvö mörkin, og Greta Mjöll Samúelsdóttir (9), sem skoraði þrennu í seinni hálfleik, fagna hér Ernu Björk Sigurðardóttur eftir að hún hafði komið Breiðabliki yfir rétt fyrir hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.