Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 16
Brynja Benediktsdóttir leikstjóri hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Örfáar sýningar eru eftir af uppsetningu leikritsins Ferðir Guðríðar sem flutt er á ensku í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22 en verkið verður sýnt út mánuðinn. „Verkið fjallar um Vín- landsferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur á elleftu öld. Hún var víðförulasta kona miðalda og sú sem ákvað að setjast að á Vínlandi,“ segir Brynja, sem hefur ferðast víða með verkið og stefnir nú á enn fleiri landvinninga. „Eftir það fer ég til Þýskalands, tek þar á móti Valdísi Arnardóttur sem lék líka Guðríði og æfi hana á þýsku,“ segir Brynja, sem ætlar að frumsýna verkið í Frankfurt, Bonn, Hamborg og Berlín um mánaða- mótin september-október. Brynja hefur þó ekki hugann allan við leikhúsið. „Ég er nú svo fjöllynd að ég stekk milli verkefna og hugsana,“ segir Brynja glaðlega en hún er á leið upp í Hvalfjörð þar sem vinkona hennar ætlar að byggja sér Jakútahús líkt þeim sem í þúsundir ára voru byggð í Jakútíu í Síberíu. Vinkona henn- ar er ættuð þaðan og ætlar að byggja húsið úr viði sem frænd- ur hennar í Jakútíu hjuggu og var fleytt niður ána Lenu til Ís- hafsins, þaðan sem hann var fluttur til Íslands. Brynja er í félagi sem kallar sig Ísjaki og er vinafélag Íslands og Jakútíu. „Ég er öll í svona íshafs- menningu,“ segir hún og býst við að eyða þó nokkrum stund- um í Jakútahúsi vinkonu sinnar með tímanum. „Hún er nú svo fjöllynd eins og ég að hún ætlar að leyfa öllum vinum sínum að vera þarna og heimsækja sig.“ 16 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Björn fiormó›ur á Ytra-Hóli hrútafluklari ársins 2005 Eftir harða keppni hrós- aði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjöt- matsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrúta- dómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars fimmtán skammta af hrútasæði í verðlaun. „Þetta var óvænt,“ segir Björn Þormóður Björnsson á Ytra-Hóli um sigurinn á sunnudag. Dóm- nefndin, sem skipuð var þremur þrautreyndum sauðfjárræktar- ráðunautum, var sammála um að Björn hefði staðið sig best í að dæma hrúta út frá þeim stöðlum sem um slík fræði gilda, þótt mjótt hefði verið á munum. Björn segist ekki hafa hugsað mikið um úrslitin á meðan á móti stóð en auðvitað hafi verið gaman að vinna. Jón Jónsson, Strandamaður og sagnfræðingur, var ánægður með mótshaldið. „Þetta gekk ljómandi vel og keppnin var feikihörð,“ segir hann. Hátt í 300 manns fylgdust með mótinu en 27 kepptu í flokki hinna vönu. Kepp- endur komu víða að, allt frá Skagafirði í norðri að Skálholti í suðri, en flestir voru úr nærsveit- um Strandanna. Björn sigurvegari er kjöt- matsmaður hjá Sölufélagi Aust- ur-Húnvetninga og segir Matthí- as Lýðsson bóndi á Húsavík, sem kom að mótshaldinu, að ekki spilli fyrir að búa yfir mikilli reynslu á því sviði. Björn heldur nokkrar kindur en vill ekki láta uppi um fjölda þeirra. „Þetta er innan skynsemis- marka,“ segir hann og viðurkenn- ir um leið að aðalverðlaunin, fimmtán skammtar af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vestur- lands, komi að góðum notum. Rebekka Eiríksdóttir frá Stað vann í flokki óvanra en hún bar sigurorð af móðursystur sinni Dagrúnu Magnúsdóttur, sem hafnaði í öðru sæti. Rebekka var að vonum sæl með sigurinn en segir það ekki hafa verið sér sér- stakt kappsmál að vinna frænku sína. Hún og maður hennar halda sex hundruð fjár á Stað og eru því ýmsum hnútum kunnug þegar kemur að sauðfé þótt ekki teljist Rebekka vön í hrútaþukli. Strandamenn voru staðráðnir í að standa sig betur í ár en í fyrra, þegar vel flest verðlaun fóru í Húnavatnssýslurnar. Það gekk eftir og skiptu þrír heimamenn með sér þriðju verðlaununum í flokki vanra, auk þess sem önnur og þriðju verðlaun í flokki óvanra féllu Strandamönnum í skaut. Glæsileg verðlaun voru í boði; sokkar, vettlingar, teppi, prjóna- bækur, handverk, rækjur og gist- ing auk áðurnefnds sæðis, sem kostar sitt eins og bændur vita. bjorn@frettabladid.is GÍSLI EINARSSON FRÉTTAMAÐUR Heimavist er heimili EFTIRLITSMYNDAVÉLAR Á HEIMAVIST SJÓNARHÓLL Fer me› Gu›rí›i út um ví›an völl HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR LEIKSTJÓRI nær og fjær „Dagsformi› hjá li›- inu vir›ist ekki vera til sta›ar og menn vir›ast ekki vera a› spila sinn besta leik, eins og klárlega flarf me› ef árangur á a› nást á svona stóru móti.“ EINAR ÞORVARÐARSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI HSÍ, Í DV. „Ég flurfti tvö skot á mitt d‡r, flví færi› var of stutt fyrir mig í fyrra skotinu. Ég lengdi flví færi› upp í 180 metra og ná›i flá hjartaskoti.“ MARÍA BJÖRG GUNNARSDÓTTIR SKOTVEIÐIKONA Í MORGUNBLAÐ- INU. OR‹RÉTT„ “ HRÚTAÞUKL Fjölmenni fylgdist með Meistaramótinu í hrútaþukli í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Keppendur í flokki hinna vönu báru sig vitaskuld fagmannlega að við verkið. M YN D /Á SD ÍS J Ó N SD Ó TT IR FLOKKUR VANRA: 1. sæti Björn Þormóður Björnsson á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi. 2. sæti Elvar Stefánsson í Bolungarvík. 3. sæti Guðbrandur Sverrisson á Bassa- stöðum í Kaldrananeshreppi, Gunnar Dalkvist á Bæ í Árneshreppi og Reynir Stefánsson í Hafnardal í Hólmavíkur- hreppi. FLOKKUR ÓVANRA: 1. sæti Rebekka Eiríksdóttir frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. 2. sæti Dagrún Magnúsdóttir á Lauga- landi í Skjaldfannardal í Hólmavíkur- hreppi. 3. sæti Viktor Örn Viktorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík. Nýtt Tölvuorðasafn, hið fjórða í röðinni, kom út í gær. Er það mikið að vöxtum og geymir 7.700 íslensk heiti og 8.500 ensk heiti á 6.500 hugtökum. Íslenskt Tölvu- orðasafn kom fyrst út 1983 og voru í því tæp 1.000 íslensk heiti á um 700 hugtökum. Í næstu útgáfu, sem kom út 1986, voru íslensku heitin 3.100 og hugtökin 2.600 og í þriðju útgáfunni voru heitin orðin 5.800 og hugtökin 5.000. Meðal þess sem finna má í Tölvuorðasafninu er þýðing og út- skýring á tölvuorðinu cookie. „Smygildi - gagnahlutur sem vef- þjónn vistar í geymslu notanda og hefur síðan aðgang að til að auð- velda samskipti. Oftast er smygildi vistað án vitundar notandans.“ Og ef áfram er flett má finna útskýr- ingu á hugtakinu Skorðuð al- hæfing. Um hana segir: „Alhæfing hugtaks sem fullnægir þeim skil- yrðum sem hugtökum eru sett og eru notuð til þess að útskýra til- tekna staðreynd eða atburð.“ Stefán Briem ritstýrði Tölvu- orðasafninu en verkið er afrakst- ur áratuga starfs orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands, sem stendur að útgáfu þess í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag. - bþs Tölvuorðasafn kemur út í fjórða sinn: Af smygildum og skor›a›ri alhæfingu TÖLVA Búnaður sem getur gert flókna....... TÖLVUORÐASAFNIÐ Í því eru 7.700 ís- lensk heiti á 6.500 hugtökum. SIGURVEGARINN Björn Þormóður tekur við sigurverðlaununum. Meðal vinninga var farandgripur gefinn í minningu Brynj- ólfs Sæmundssonar, héraðsráðunautar Strandamanna, en hann lést í vetur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N „Mér finnst að einhvers staðar verði að setja mörkin,“ segir Gísli Einars- son fréttamaður um fjölda eftirlits- myndavéla á göngum heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Persónuvernd hefur úr- skurðað að fjöldi þeirra brjóti gegn meðalhófsreglu en tvær vélar voru á hverjum gangi vistarinnar. „Þegar þetta er komið inn á heimili eins og þarna er finnst mér þetta ekki eiga við,“ segir Gísli, sem telur þó verjandi að hafa eftirlitsmyndavélar við innganga heimavistarinnar. Jón Hjartarson, skólameistari FNV, íhugar að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðarins. Hann telur einka- líf nemenda tryggt inni á herbergjum þeirra. „Ég hef nú búið á heimavist sjálfur og maður leit á meira en herbergið sem heimili sitt,“ segir Gísli, sem finnst þetta of mikil forsjárhyggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.