Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 52
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Fimmtudaginn 25. ágúst
munu Helga Björg Arnardóttir, klar-
inettuleikari og Ástríður Alda Sigurð-
ardóttir, píanóleikari halda tónleika í
Iðnó. Á efniskránni eru nokkrar af
perlum klarinettutónlistarinnar, með-
al annarra verk eftir Robert
Schumann, Bohuslav Martinú og
Claude Debussy.
21.00 Í kvöld, á Bar 11, leiða sam-
an hesta sína hljómsveitirnar Dýrðin
og Vonbrigði. Tónleikarnir eru hluti
af tónleikaröð Reykjavik Grapevine
og Smekkleysu.
21.00 Tónlistarveisla í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Rjóminn af því besta
sem flutt var á fjölsóttum Kammer-
tónleikum á Kirkjubæjarklaustri í
ágúst 2005. Höfundar efnis eru
Janácek, Kodaly, Piazzolla, Ellington,
Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen,
Egill Ólafsson, og fleiri. Flytjendur eru
Auður Hafsteinsdóttir-fiðla, Bryndís
Halla Gylfadóttir-selló, Björn Thorodd-
sen-gítar,Edda Erlendsdóttir-píanó Egill
Ólafsson-söngur, Gunnar Þórðarson-
gítar, Olivier Manoury-bandoneon og
Jón Rafnsson á kontrabassa.
21.00 MoR með útgáfutónleika á
Hótel Borg. Húsið opnar klukkan
20:00 en tónleikarnir hefjast svo
klukkan 21:00. Flutt verða lögin af
nýútkomnum geisladisk MoR; Dur-
an en þetta er fyrstu diskurinn
sem dúettinn gefur út. Dúettinn
MoR er skipuð þeim Margréti Eir
söngkonu og Róberti Þórhallsyni
bassaleikara.
22.00 Rúnar með útgáfutónleika á
Grand Rokk
22.00 Mike Pollock, sem gerði
garðinn frægan með Utangarðs-
mönnum, treður upp á Nelly’s Café
■ ■ OPNANIR
14.00 Sesselja Halldórsdóttir sýnir
málverk og útsaum í Menningarsaln-
um á Hrafnistu í Hafnarfirði á
fyrstu hæð. Sýningin stendur til 4.
oktober.
■ ■ KVÖLDGÖNGUR
18.15 Ferðafélagið stendur fyrir
gönguferð á Esjuna. Höskuldur Jóns-
son fyrrverandi forseti Ferðafélagsins
mun fylgja hópnum. Lagt verður af
stað frá bílastæðinu við Mógilsá.
Allir eru velkomnir í gönguna og
ókeypis þátttaka.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
Ný sýnisbók íslenskrar
bókmenntasögu var að
koma út hjá bókaforlag-
inu Bjarti. Bókin nær yfir
1000 ára tímabil í bók-
menntasögu þjóðarinnar,
allt frá Eddukvæðum og
Agli Skallagrímssyni
fram til Einars Kvaran.
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið
út bókina Ormurinn langi: Leiftur
úr íslenskum bókmenntum 900-
1900 í ritstjórn þeirra Braga Hall-
dórssonar, Knúts S. Hafsteinsson-
ar og Ólafs Oddssonar sem allir
eru kennarar við Menntaskólann í
Reykjavík.
„Þetta er bókmenntasaga sem
spannar þúsund ára frá 900 til
1900, alveg frá Eddukvæð-
um og Agli til Einars Kvar-
an. Við viljum gera menn-
ingararf okkar Íslendinga
aðgengilegan fyrir fólk því
á meðan aðrar þjóðir hafa
kirkjur og gamlar bygging-
ar, liggja menningarverð-
mæti okkar Íslendinga hvað
helst í bókmenntasögunni,“
segir Ólafur Oddsson
menntaskólakennari og einn
af ritstjórum bókarinnar.
„Við reyndum að gera
bókina þannig úr garði að
hún höfði til ungdómsins en
hún er skrifuð með hliðsjón
af námsskrám í framhalds-
skólum, jafnframt vildum
við að hún stæðist fræðileg-
ar kröfur og gæti því einnig höfð-
að til áhugamanna um bókmennt-
ir,“ segir Ólafur.
Ung myndlistarkona Hrefna
Bragadóttir var fengin til þess að
myndskreyta bókina og segir
Ólafur að henni hafi tekist vel
upp. „Ég sýndi dóttur minni bók-
ina um daginn og var hún hrifin,
myndirnar lífga upp á bókina og
gera hana hressilegri.“
Bókin er vegleg, rúmar 400
blaðsíður, og eru
orðskýringar og
fróðleiksmolar á
spássíum hennar
sem er ætlað að
auðvelda og
dýpka lestur bók-
arinnar. Bókinni
er skipt upp í níu
kafla sem hver
og einn fjallar
um afmarkað við-
fangsefni. Í bókinni eru kaflar um
Eddukvæði, Dróttkvæði, sagna-
ritun, helgikvæði, veraldlegan
kveðskap á síðmiðöldum, Lær-
dómsöld: 1550 til 1750, Upplýsing-
aröld. rómantísku stefnuna og
raunsæisstefnuna.
Bókin hefur verið nokkur ár í
smíðum og hafa ritstjórar hennar
notast við tilraunaútgáfur af
henni við kennslu síðastliðin ár.
Ólafur segir að þeir félagarnir
hafi svo ákveðið að leggja á sig
mikla vinnu í sumar til þess að
koma bókinni út í ágúst. „Þetta
var heilmikið puð og ég held að ég
hafi sjaldan unnið eins mikið og í
sumar. Það var mikill agi innan
hópsins og fengu menn ákúrur ef
þeir voru eitthvað slappir eða
þurftu að sinna öðru en bókinni.
Ég þurfti til dæmis einu sinni að
fara í blóðprufu og það var alls
ekki vel séð,“ segir Ólafur og
hlær dátt. „Þessi bók á að vekja
áhuga fólks á bókmenntum. Það
eru einhverjir sem segja að ekki
eigi að leggja mikla áherslu á
kennslu í bókmenntafræði í fram-
haldsskólunum en við erum ekki
sammála því vegna þess að bók-
menntirnar eru menningararfur
okkar Íslendinga og það þarf að
efla kennslu í bókmenntasögu.
Bókin er okkar framlag til efling-
ar þessa menningararfs.“ ■
36 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
> Ekki missa af ...
...útgáfutónleikum dúettsins MoR
klukkan 21.00 á Hótel Borg í kvöld. MoR
er skipaður Margréti Eir söngkonu og Ró-
berti Þorhallssyni bassaleika og flytja þau
lög af fyrstu plötunni sem þau gefa út
saman.
...tónleikum með Mike Pollock á
Nelly’s Café klukkan 22.00 í kvöld.
...opnun á sýningu Margrétar Guð-
mundsdóttur í Grafíksafni Íslands
klukkan 15.00 á morgun.
Í kvöld klukkan 21.00 verður tón-
listarveisla í Þjóðleikhúskjallaranum
þar sem leikinn verður rjóminn af
því sem flutt var á Kammertónleik-
um á Kirkjubæjarklaustri fyrr í mán-
uðinum.
Margir landsþekktir tónlistarmenn
koma fram á tónleikunum, svo sem
eins og Björn Thoroddsen gítarleik-
ari, Egill Ólafsson söngvari, Gunnar
Þórðarson gítarleikari og píanóleikar-
inn Edda Erlendsdóttir. Þau ásamt
flytjendunum Auði Hafsteinsdóttur
fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadótt-
ur sellóleikara, Oliver Manoury band-
neonleikara og Jóni Rafnssyni kon-
strabassaleikara munu flytja tónlist
eftir Astor Piazzolla. Duke Ellington,
Janácek, Gunnar Þórðarson, Egil
Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri.
Miðaverð er 1600 krónur.
Jasshátíðin, Jazz undir fjöllum, verður
haldin í Skógum undir Eyjafjöllum um
helgina. Hátíðin er samstarfsverkefni
Áhugahóps um Jass undir fjöllum og
Byggðasafnsins í Skógum. Skipuleggjandi
tónlistaratriða er Sigurður Flosason sax-
ófónleikari. Alls koma fram átta lands-
þekktir jasstónlistarmenn, en þeir munu
leika saman í ýmsum samsetningum.
Þátttakendur eru eftirfarandi: Björn
Thoroddsen, Gunnar Gunnarsson, Matthí-
as Hemstock, Ómar Guðjónsson, Óskar
Guðjónsson, Pétur Grétarsson, Sigurður
Flosason og Tómas R. Einarsson.
menning@frettabladid.is
Tónlistarveisla í fijó›leikhúskjallaranum
Menningararfurinn
gerður aðgengilegur
!
Ásatrúarfélagið
Auka Allherjarþing laugardaginn 109.
September 2005 kl. 14:00.
Ásatrúarfélagið boðar til auka Allherjarþings í hús-
næði félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík Laugar-
daginn 10. September n.k., en eina málið á dagskrá
verður öflun samþykkis fundarins á sölu félagsins
að Granagarði 8, Reykjavík.
Reykjavík 25. ágúst 2005
F.h. Lögréttu
lögsögumaður
27.ágúst, kl. 14 / sunnd. 28.ágúst, kl. 14.00 /
laugd. 3.sept, kl. 14.00 / sunnd. 4.sept, kl.14.00
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus
12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
22 23 24 25 26 27 28
Fimmtudagur
ÁGÚST
Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM Í KVÖLD Nokkrir flytjenda
sem koma fram á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
ORMURINN LANGI Kápa
nýju bókarinnar sem er
rúmlega 400 blaðsíður og
er skreytt skemmtilegum
myndum.
RITSTJÓRARNIR OG TEIKNARINN Bragi Halldórsson, Knútur S.
Hafsteinsson og Ólafur Oddsson, sem ritstýra Orminum Langa :
Leiftur úr Íslenskum bókmenntum, 900-1900, fyrir framan Mennta-
skólann í Reykjavík þar sem þeir kenna félagarnir. Með þeim á
myndinni er Hrefna Bragadóttir sem myndskreytir bókina.