Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 52
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Fimmtudaginn 25. ágúst munu Helga Björg Arnardóttir, klar- inettuleikari og Ástríður Alda Sigurð- ardóttir, píanóleikari halda tónleika í Iðnó. Á efniskránni eru nokkrar af perlum klarinettutónlistarinnar, með- al annarra verk eftir Robert Schumann, Bohuslav Martinú og Claude Debussy.  21.00 Í kvöld, á Bar 11, leiða sam- an hesta sína hljómsveitirnar Dýrðin og Vonbrigði. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Reykjavik Grapevine og Smekkleysu.  21.00 Tónlistarveisla í Þjóðleikhús- kjallaranum. Rjóminn af því besta sem flutt var á fjölsóttum Kammer- tónleikum á Kirkjubæjarklaustri í ágúst 2005. Höfundar efnis eru Janácek, Kodaly, Piazzolla, Ellington, Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen, Egill Ólafsson, og fleiri. Flytjendur eru Auður Hafsteinsdóttir-fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir-selló, Björn Thorodd- sen-gítar,Edda Erlendsdóttir-píanó Egill Ólafsson-söngur, Gunnar Þórðarson- gítar, Olivier Manoury-bandoneon og Jón Rafnsson á kontrabassa.  21.00 MoR með útgáfutónleika á Hótel Borg. Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast svo klukkan 21:00. Flutt verða lögin af nýútkomnum geisladisk MoR; Dur- an en þetta er fyrstu diskurinn sem dúettinn gefur út. Dúettinn MoR er skipuð þeim Margréti Eir söngkonu og Róberti Þórhallsyni bassaleikara.  22.00 Rúnar með útgáfutónleika á Grand Rokk  22.00 Mike Pollock, sem gerði garðinn frægan með Utangarðs- mönnum, treður upp á Nelly’s Café ■ ■ OPNANIR  14.00 Sesselja Halldórsdóttir sýnir málverk og útsaum í Menningarsaln- um á Hrafnistu í Hafnarfirði á fyrstu hæð. Sýningin stendur til 4. oktober. ■ ■ KVÖLDGÖNGUR  18.15 Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð á Esjuna. Höskuldur Jóns- son fyrrverandi forseti Ferðafélagsins mun fylgja hópnum. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Mógilsá. Allir eru velkomnir í gönguna og ókeypis þátttaka. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Ný sýnisbók íslenskrar bókmenntasögu var að koma út hjá bókaforlag- inu Bjarti. Bókin nær yfir 1000 ára tímabil í bók- menntasögu þjóðarinnar, allt frá Eddukvæðum og Agli Skallagrímssyni fram til Einars Kvaran. Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út bókina Ormurinn langi: Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900- 1900 í ritstjórn þeirra Braga Hall- dórssonar, Knúts S. Hafsteinsson- ar og Ólafs Oddssonar sem allir eru kennarar við Menntaskólann í Reykjavík. „Þetta er bókmenntasaga sem spannar þúsund ára frá 900 til 1900, alveg frá Eddukvæð- um og Agli til Einars Kvar- an. Við viljum gera menn- ingararf okkar Íslendinga aðgengilegan fyrir fólk því á meðan aðrar þjóðir hafa kirkjur og gamlar bygging- ar, liggja menningarverð- mæti okkar Íslendinga hvað helst í bókmenntasögunni,“ segir Ólafur Oddsson menntaskólakennari og einn af ritstjórum bókarinnar. „Við reyndum að gera bókina þannig úr garði að hún höfði til ungdómsins en hún er skrifuð með hliðsjón af námsskrám í framhalds- skólum, jafnframt vildum við að hún stæðist fræðileg- ar kröfur og gæti því einnig höfð- að til áhugamanna um bókmennt- ir,“ segir Ólafur. Ung myndlistarkona Hrefna Bragadóttir var fengin til þess að myndskreyta bókina og segir Ólafur að henni hafi tekist vel upp. „Ég sýndi dóttur minni bók- ina um daginn og var hún hrifin, myndirnar lífga upp á bókina og gera hana hressilegri.“ Bókin er vegleg, rúmar 400 blaðsíður, og eru orðskýringar og fróðleiksmolar á spássíum hennar sem er ætlað að auðvelda og dýpka lestur bók- arinnar. Bókinni er skipt upp í níu kafla sem hver og einn fjallar um afmarkað við- fangsefni. Í bókinni eru kaflar um Eddukvæði, Dróttkvæði, sagna- ritun, helgikvæði, veraldlegan kveðskap á síðmiðöldum, Lær- dómsöld: 1550 til 1750, Upplýsing- aröld. rómantísku stefnuna og raunsæisstefnuna. Bókin hefur verið nokkur ár í smíðum og hafa ritstjórar hennar notast við tilraunaútgáfur af henni við kennslu síðastliðin ár. Ólafur segir að þeir félagarnir hafi svo ákveðið að leggja á sig mikla vinnu í sumar til þess að koma bókinni út í ágúst. „Þetta var heilmikið puð og ég held að ég hafi sjaldan unnið eins mikið og í sumar. Það var mikill agi innan hópsins og fengu menn ákúrur ef þeir voru eitthvað slappir eða þurftu að sinna öðru en bókinni. Ég þurfti til dæmis einu sinni að fara í blóðprufu og það var alls ekki vel séð,“ segir Ólafur og hlær dátt. „Þessi bók á að vekja áhuga fólks á bókmenntum. Það eru einhverjir sem segja að ekki eigi að leggja mikla áherslu á kennslu í bókmenntafræði í fram- haldsskólunum en við erum ekki sammála því vegna þess að bók- menntirnar eru menningararfur okkar Íslendinga og það þarf að efla kennslu í bókmenntasögu. Bókin er okkar framlag til efling- ar þessa menningararfs.“ ■ 36 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR > Ekki missa af ... ...útgáfutónleikum dúettsins MoR klukkan 21.00 á Hótel Borg í kvöld. MoR er skipaður Margréti Eir söngkonu og Ró- berti Þorhallssyni bassaleika og flytja þau lög af fyrstu plötunni sem þau gefa út saman. ...tónleikum með Mike Pollock á Nelly’s Café klukkan 22.00 í kvöld. ...opnun á sýningu Margrétar Guð- mundsdóttur í Grafíksafni Íslands klukkan 15.00 á morgun. Í kvöld klukkan 21.00 verður tón- listarveisla í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikinn verður rjóminn af því sem flutt var á Kammertónleik- um á Kirkjubæjarklaustri fyrr í mán- uðinum. Margir landsþekktir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum, svo sem eins og Björn Thoroddsen gítarleik- ari, Egill Ólafsson söngvari, Gunnar Þórðarson gítarleikari og píanóleikar- inn Edda Erlendsdóttir. Þau ásamt flytjendunum Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadótt- ur sellóleikara, Oliver Manoury band- neonleikara og Jóni Rafnssyni kon- strabassaleikara munu flytja tónlist eftir Astor Piazzolla. Duke Ellington, Janácek, Gunnar Þórðarson, Egil Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri. Miðaverð er 1600 krónur. Jasshátíðin, Jazz undir fjöllum, verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum um helgina. Hátíðin er samstarfsverkefni Áhugahóps um Jass undir fjöllum og Byggðasafnsins í Skógum. Skipuleggjandi tónlistaratriða er Sigurður Flosason sax- ófónleikari. Alls koma fram átta lands- þekktir jasstónlistarmenn, en þeir munu leika saman í ýmsum samsetningum. Þátttakendur eru eftirfarandi: Björn Thoroddsen, Gunnar Gunnarsson, Matthí- as Hemstock, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Pétur Grétarsson, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson. menning@frettabladid.is Tónlistarveisla í fijó›leikhúskjallaranum Menningararfurinn gerður aðgengilegur ! Ásatrúarfélagið Auka Allherjarþing laugardaginn 109. September 2005 kl. 14:00. Ásatrúarfélagið boðar til auka Allherjarþings í hús- næði félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík Laugar- daginn 10. September n.k., en eina málið á dagskrá verður öflun samþykkis fundarins á sölu félagsins að Granagarði 8, Reykjavík. Reykjavík 25. ágúst 2005 F.h. Lögréttu lögsögumaður 27.ágúst, kl. 14 / sunnd. 28.ágúst, kl. 14.00 / laugd. 3.sept, kl. 14.00 / sunnd. 4.sept, kl.14.00 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus 12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Fimmtudagur ÁGÚST Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM Í KVÖLD Nokkrir flytjenda sem koma fram á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ORMURINN LANGI Kápa nýju bókarinnar sem er rúmlega 400 blaðsíður og er skreytt skemmtilegum myndum. RITSTJÓRARNIR OG TEIKNARINN Bragi Halldórsson, Knútur S. Hafsteinsson og Ólafur Oddsson, sem ritstýra Orminum Langa : Leiftur úr Íslenskum bókmenntum, 900-1900, fyrir framan Mennta- skólann í Reykjavík þar sem þeir kenna félagarnir. Með þeim á myndinni er Hrefna Bragadóttir sem myndskreytir bókina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.