Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 18
fijó›in er klofin í afstö›u sinni Fresturinn sem íraskir stjórnmála- menn tóku sér á mánudaginn til þess að ná samkomulagi um drög að framtíðarstjórnarskrá landsins rennur út í kvöld. Þetta er í annað sinn sem atkvæðagreiðslu um mál- ið er frestað og endurspeglar sú staðreynd hversu erfið staðan er. Grundvallarágreiningur ríkir um mikilvæg atriði og því heldur ólík- legt að sátt náist um drögin þótt þingið muni að líkindum afgreiða plaggið. Vafasöm afgreiðsla Frestunin á mánudagskvöldið var raunar nokkuð óvænt og að öllum líkindum í trássi við bráðabirgða- stjórnarskrá landsins. Þar er skýrt kveðið á um að þingið eigi að afgreiða drög að skránni 15. ágúst og síðan leggja plaggið undir atkvæði þjóðarinnar. Að öðrum kosti skal þingið leyst upp. Margir þingmenn, sérstaklega úr röðum súnnía, brugðust því ókvæða við þegar leiðtogar Kúrda og heittrúaðra sjía ákváðu ein- hliða að taka sér lengri frest til að vinna að málinu. Til þess að bæta gráu ofan á svart er að koma í ljós að völdin hafa að miklu leyti verið tekin af stjórnarskrárnefndinni – einu stofnuninni þar sem súnníar eiga fulltrúa í samræmi við fjölda sinn í landinu – og þess í stað hafa ein- stakir stjórnmálaleiðtogar á borð við Jalal Talabani forseta og Abdul Aziz al-Hakim, einn leið- toga heittrúaðra sjía, sett saman textann. Þeir ætluðu svo að leggja drögin undir samþykkt þingsins á mánudaginn en þá settu nokkrir framámenn úr röðum Kúrda og þeirra sjía sem vilja hlut íslam í stjórn landsins sem minnstan þeim stólinn fyrir dyrnar. Þeim líst illa á vægi íslam í stjórnar- skránni og binda því vonir við að stjórnlagaþingið verði leyst upp og nýtt kosið þar sem heittrúaðir sjíar hafa minni völd. Grundvallarágreiningur Sem stendur eru þrjú atriði sem ágreiningurinn stendur um. Í fyrsta lagi eiga súnníar mjög erfitt með að sætta sig við hug- myndir Kúrda og heittrúaðra sjía um að Írak verði sambandsríki þar sem landinu yrði skipt á milli stóru hópanna þriggja: Kúrda, súnnía og sjía. Þeir voru tilbúnir að fallast á að Kúrdar nytu ein- hverra sérréttinda en þeim fannst óhugsandi að sjíar fengju sjálf- stjórn og um leið yfirráð yfir stærstu olíulindum landsins. Í drögunum segir aðeins að Írak eigi að verða „þingbundið lýðræð- islegt sambandslýðveldi“ en ekki er farið nánar út í hversu miklum völdum eigi að dreifa til hérað- anna. Staða íslams Í öðru lagi líst súnníum og sér- staklega Kúrdum illa á vægið sem íslam virðist eiga að fá í stjórn landsins. Reyndar er kveðið á um það í drögunum að trúin sé ein af grundvallarstoðum löggjafarinn- ar – ekki eina grundvallarstoðin – en í næstu grein er skrifað að ekki megi setja nein lög sem brjóti í bága við íslömsk lög. Þótt skýrt sé kveðið á um einstaklingsfrelsi í trúarefnum í uppkastinu er ljóst að heittrúaðir sjíar hafa náð sínu fram í þessum efnum. Þessi niður- staða þarf samt í sjálfu sér ekki að koma á óvart, nágrannaríkið Íran er klerkaríki og stjórnmála- líf í flestum öðrum ríkjum Mið- Austurlanda er mjög mótað af íslam. Í þriðja lagi eru súnníar svo afar óhressir með að „Baath- flokkur Saddams“ sé sérstaklega bannaður í stjórnarskránni enda voru þeir uppistaðan í flokknum þegar hann var við völd. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvers vegna hinir veraldlega þenkjandi Kúrdar og heittrúaðir sjíar myndi bandalag í stjórnar- skrárgerðinni. Skýringin er hins vegar augljóslega pólitísk hrossa- kaup. Kúrdar samþykkja íslamsk- ar áherslur sjíanna gegn stuðn- ingi um víðtækt sjálfstæði Kúrd- istans. Þjóðaratkvæðagreiðslan Sjíar og Kúrdar hafa öruggan meirihluta á íraska þinginu og því má búast við að drögin verði af- greidd þaðan í kvöld. Stóra spurn- ingin er hins vegar hvort íraska þjóðin muni leggja blessun sína yfir þau í atkvæðagreiðslunni 15. október. Ef tveir þriðju hlutar íbúa í þremur af átján héruðum landsins segja nei öðlast stjórnar- skráin ekki gildi og kjósa verður um nýtt stjórnlagaþing. Allar líkur eru taldar á að Anbar- og Salah al-Din-héruðin felli plaggið en þar eru súnníar þorri íbúanna – og ólíkt janúarkosningunum ætla þeir ekki að láta sig vanta í þessum. Í öðrum héruðum er mjótt á mununum. Til dæmis safnar nú Muqtada al-Sadr, eldklerkurinn frá Najaf, liði í fátækrahverfum sjía í Bagdad gegn stjórnar- skránni og sú liðsöfnun gæti vegið þungt. Það þarf því ekki mikið til að vinna síðustu sjö mánuða verði fyrir gýg og vargöldin í landinu haldi áfram sem aldrei fyrr. ÓVEÐUR Í ENGLANDI Börn í Brighton flýja öldugang við bryggjuna. Undanfarna daga hefur verið mikið rok og vatnsveður á sunnanverðum Bretlandseyjum. Búist er við að enn bæti í vind. 18 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Vart líður sá mánuður að Samkeppniseftirlitinu og/eða öðrum stofnunum berist ekki kvartanir og kærur vegna þess að sum fyrirtæki telji sig ekki standa jafnfætis öðrum gagnvart við- skiptavinum. Nýlegt dæmi er kvörtun netfyrir- tækisins Hive á hendur Símanum og Og Voda- fone. Hvað eru samkeppnishömlur? Lög kveða á um að fyrirtæki skuli sitja í einu og öllu við sama borð og hafa jafnan aðgang að mörkuðum en ekki sé um það að ræða að stórfyrirtæki geti í krafti valds síns hindrað önnur fyrirtæki eða með öðrum hætti stuðlað að misnotkun. Markmið laganna er að efla samkeppni í viðskiptum og styðja þannig efnahagslegar framfarir í landinu. Hverjir ákvarða um slíkt? Allmargir aðilar fá erindi er snúa að sam- keppnishömlum. Umboðsmaður Alþingis hef- ur tekið slík mál til meðferðar er snúa að ein- staklingum eða smærri fyrirtækjum. Í framtíð- inni er líklegt að nýskipaður umboðsmaður neytenda taki á slíkum málum. Þess utan fær Samkeppniseftirlitið eða Samkeppnisstofnun eins og hún hét áður allflest mál fyrirtækja inn á sitt borð. Aðrar stofnanir rannsaka einnig hömlur af ýmsu tagi eftir efnum og aðstæðum og stöku sinnum fara slík mál alla leið fyrir Hæstarétt. Hvað þýðir misnotkun á markaðsráðandi stöðu? Slíkt á við þegar krafist er ósanngjarnra við- skiptaskilmála í viðskiptum, settar eru tak- markanir á framleiðslu neytendum til tjóns, öðrum viðskiptaaðilum mismunað með ólík- um skilmálum í sams konar viðskiptum eða skilyrði eru sett fyrir samningagerð. Ekki seti› vi› sama bor› FBL GREINING: SAMKEPPNISHÖMLUR SVONA ERUM VIÐ M YN D /A P SVEINN GUÐMARSSON sveinng@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING Íraska flingi› mun a› öllum líkindum afgrei›a drög a› stjórnarskrá í kvöld. Meiri vafi leikur hins vegar á dómi fljó›arinnar enda ríkir mikill ágreiningur um grundvallaratri›i. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík einu sinni í viku frá 18-21. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN Kristín, ráðgjafi Ég hef mikin áhuga á að starfa með fólki, veita ráðgjöf varðandi fatnað, liti og förðun sem hentar hverjum og einum. Mér finnst námið bæði lifandi og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar dyr til frekari náms á þessu sviði. Ragnheiður, ráðgjafi Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og útliti. Námið opnaði mér nýja sýn á þetta áhugamál mitt. Auk þess er það mér mikils virði í tengslum við starf mitt. Birna, verslunareigandi - Stílistinn Það hefur alltaf verður draumur hjá mér að stofna verslun með fatnað. Námið gaf mér það sjálfstraust sem ég þurfti til að fara út í reksturinn. Einnig nýti ég námið til þess að ráðleggja viðskiptavinum mínum hvaða snið og litir hentar þeim í val á fatnaði. UMDEILDRI STJÓRNARSKRÁ ANDÆFT Fylgismenn eldklerksins Muqtada al-Sadr mómæltu ákaft í gær í Hawija, nærri Kirkuk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P PÁLL GUNNAR PÁLSSON, FORSTJÓRI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS Sú stofnun fær til umfjöllunar flest þau mál er lúta að viðskiptahömlum af einhverjum toga. 20 01 20 02 20 03 20 04 41 3233 30 FJÖLDI FARÞEGASKIPA OG FERJA Á ÍSLANDI Heimild: HAGSTOFAN fréttir og fró›leikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.