Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 56
40 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
Hvítkálið skorið í fjórðunga, stilkurinn
fjarlægður og kálið síðan skorið í þunnar
ræmur. Laukurinn saxaður smátt.
Smjörið brætt á stórri pönnu og
laukurinn látinn krauma í því við fremur
vægan hita þar til hann er meyr. Þá er
kálinu bætt á pönnuna og það látið
krauma í um 5 mínútur. Hrært oft á
meðan. Eplasafa og ediki hellt á
pönnuna, kryddað með timjani, pipar og
salti, lok lagt yfir og látið malla við
vægan hita í um 5 mínútur. Síðan er
lokið fjarlægt og kálið látið sjóða áfram í
2-3 mínútur, eða þar til nær allur vökvi er
gufaður upp. Þessi kálréttur er sérlega
góður með reyktu svínakjöti, pylsum,
bjúgum o.fl. og hentar einnig með
fuglakjöti og lambasteik.
1 hvítkálshaus, meðalstór
1 laukur
50 g smjör
100 ml eplasafi (einnig
má nota appelsínusafa)
2 msk. eplaedik (cider vinegar)
1/2 tsk. timjan, þurrkað
nýmalaður pipar
salt
Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
G
RA
2
85
65
06
/2
00
5
hvítkálSmjörsteikt
maturogvin@frettabladid.is
> Frábært apparat ...
Láttu Kitchenaid búa til
morgunmatinn þinn á met-
tíma. Settu banana, prótein,
klaka og vatn í græjuna og
málinu er reddað!
„Ég þeyti mér af og til skyrdrykk
í morgunmat,“ segir leikkonan
Unnur Ösp Stefánsdóttir aðspurð
um uppskrift að hollri morgun-
hressingu. „Þá skelli ég einfald-
lega vanilluskyri, banana og fullt
af klökum í vélina ásamt nokkrum
melónubitum og jarðarberjum og
blanda svo drykkinn í svona tutt-
ugu sekúndur. Þetta er mjög fljót-
legur, næringarríkur og góður
morgunverður sem stendur með
manni allan daginn.“
Leikkonan þarf á allri sinni
orku að halda um þessar mundir
því auk þess að vera að hefja æf-
ingar fyrir nýtt leikár í Þjóðleik-
húsinu stendur Unnur Ösp í íbúða-
skiptum. „Ég var að setja drauma-
íbúðina mína á sölu. Þetta er
fyrsta íbúðin mín og því erfitt að
skilja við hana. Ég veit að ég á eft-
ir að sakna gamla eldhússins því
það er stór gluggi með útsýni yfir
Vesturbæinn í miðju eldhúsinu og
það getur verið mjög róandi að
horfa út um gluggann á meðan
maður vaskar upp á kvöldin. Þetta
bjargast þó allt því ég tek með
mér það sem er mér kærast,“ seg-
ir Unnur sposk. „Ég á í mjög nánu
sambandi við kaffivélina mína og
finnst fátt betra en að sitja við
eldhúsborðið með góðan morgun-
mat, dagblöðin og vel lagaðan
kaffibolla. Annars get ég ekki
sagt að ég sé mjög
myndarleg í eldhúsinu,
skelli ekki oft í kökur og
kann ekki einu sinni að
brúna kartöflur, en nýt
þess þó að elda góðan
mat þegar ég gef mér
tíma til þess. Þá verða
kjúklinga- og pastaréttir
oftast fyrir valinu en ég
reyni að læra sem mest af
mömmu því hún er listakokkur.“
Eftir áramót kemur Unnur til
með að leikstýra stærsta sviðs-
verki sem hún hefur ráðist í hing-
að til og flettir hún því gjarna upp
í kokkabókum bæði um leiklist og
leikstjórn. „Það er oft sagt að ef
þú ert góður kokkur þá sértu góð-
ur leikstjóri. Það er líka sagt að ef
þú sért lengi að panta mat af mat-
seðli þá sértu vonlaus leikstjóri
því þú getir ekki tekið einföldustu
ákvarðanir. Ég tek þessu með fyr-
irvara því maðurinn minn, sem er
að leika úti í Þýskalandi, sagði
mér sögu af einum virtasta leik-
húsmanni Þjóðverja en hann var
25 mínútur að panta matinn á seðl-
inum.“
Þangað til að Unnur
ræðst í leikstjórnar-
verkefnið verður hún að
leika í Þjóðleikhúsinu í
Klaufum og Kóngs-
dætrum, Edith Piaf og
nýju leikriti um
H o l l y w o o d - d r a u m a
Halldórs Laxness: „Þar
leik ég Ingu Laxness en þetta er í
fyrsta sinn sem ég glími við að
leika persónu sem var raunveru-
lega til. Ég er að byrja að lesa mér
til um ævi Ingu og var einmitt að
lesa um það þegar hún sem barn
fékk að fylgjast með vinnukonun-
um í eldhúsinu. Ég á svo eftir að
komast að því hvort vinnukonurn-
ar hafi fylgt henni í gegnum lífið
eða hvort hún hafi verið dugleg að
matreiða fyrir Halldór Laxness.“
Eldar fyrir Laxness?
UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR Leikkonunni þykir gott að fá sér næringarríkan og góðan skyrþeyting í morgunmat.
SKYRÞEYTINGUR
Í MORGUNSÁRIÐ
1 dolla vanilluskyr
1 banani
Melónubitar
7 jarðarber
Fullt af klökum
Barramundi Cabernet Merlot var í júní og júlí langsöluhæst ástr-
alskra vína í Vínbúðum, enda vín með mikinn persónuleika sem
brýtur upp einsleitni í úrvali kassavína. Vínið hefur í þrígang verið
valið besta kassavínið í Svíþjóð. Aftonbladet þar í landi kallaði það
„grand cru“-vín kassavínanna. Vínið er nokkuð djúpt með keim af
plómum og dökkum kirsuberjum. Mjög gott með grilluðu lambi,
svínakjöti, kjúklingi og léttri villibráð. Frábært eitt sér, til dæmis
á golfvellinum! Heldur til fulls öllum bestu einkennunum í 10-14
daga eftir opnun. Hvíta vínið sem er blanda af Chardonnay og
Sémillon, er einnig afar vinsælt, næstmest selda hvítvínið frá Ástr-
alíu í sumar - ljúft, þurrt og milt, ilmríkt og bragðgott.
Verð í Vínbúðum 3.590 kr.
BARRAMUNDI:
Mest selda víni› frá Ástralíu í sumar
Einhver ódýrasti bjórinn í Vínbúðum
hérlendis er danski bjórinn Thor
Classic en 33 cl dósir af bjórnum kosta
99 krónur. Þetta lága verð er mjög ná-
lægt því verði sem gerist á bjór í Frí-
höfninni en sambærilegur danskur
bjór kostar 91,66 kr. þar. Fríhöfnin þarf
ekki að greiða virðisaukaskatt, áfengis-
gjald né skilagjald á dósir eða flöskur
en til samanburðar má nefna að af
þeim 99 krónum sem neytendur greiða
fyrir Thor-bjórinn í Vínbúðum renna
72,23 krónur til Ríkissjóðs, þess sama
og rekur Fríhöfnina í gegnum hlutafé-
lag. Thor Classic er millidökkur bjór.
Nokkuð beiskur með maltkeim. Hann
er afar vinsæll í Danmörku en bjórn-
eysla í því mikla bjórlandi hefur í aukn-
um mæli færst yfir í dekkri tegundir
bjórs undanfarin ár. Thor Classic þykir
fara vel með öllum mat og er það sögð
ein meginskýringin á vinsældum hans.
Verð í Vínbúðum 99 kr.
THOR CLASSIC:
Dökkur á fríhafnarver›i
Hvaða matar gætir þú síst
verið án? Ég gæti ekki verið án
góðs morgunverðar. Ég bý sjálf til
mitt eigið múslí í morgunmatinn
en annars fæ ég mér vatn, kaffi
og vítamín.
Fyrsta minningin um mat?
Þegar ég var á barnaheimili og
var að borða grjónagraut með
slátri og fékk blóðappelsínur í
eftirrétt. Ég held að ég hafi verið
fjögurra ára og mér fannst þetta
algjört lostæti.
Er einhver matur sem þér
finnst vondur? Ég get eiginlega
ekki borðað gellur og hrossakjöt.
Leyndarmál úr eldhússkápn-
um? Ég bý yfir þeim hæfileika
að geta töfrað fram góða rétti úr
litlu. Þegar það tekst verð ég
voða stolt af sjálfri mér. Hvað
borðar þú þegar þú
þarft að láta þér
líða betur? Nú er
ég ógurlega hrifin
af því að grípa
nokkra ávexti sem
ég geymi í stórri
þriggja hæða skál
og setja þá í
blandarann. Úr
þessu verður
ómótstæðilegur ávaxtadrykkur
sem ég set í fallegt glas með
klaka og röri. Þetta gerir mér alltaf
gott.
Hvað áttu alltaf í ísskápn-
um? Ég á alltaf salat, basilika og
steinselja sem ég rækta sjálf. Síð-
an passa ég líka að eiga fjör-
mjólk, ost og góðar mjólkur-
vörur svo börnin fái almenni-
legan morgunmat.
Ef þú yrðir föst á eyði-
eyju, hvaða rétt mynd-
ir þú taka með þér?
Ég myndi bara taka
með mér veiðistöng
og búa réttinn til á staðnum.
Hvað er það skrítnasta sem þú
hefur borðað? Ég borðaði orma-
súpu í Kína sem átti að tryggja
langlífi. Ég þorði ekki að storka
örlögunum með því að afþakka
hana og þar með langlífið, en ég
varð að loka augunum á meðan
máltíðinni stóð. Í Malasíu fékk ég
ávöxt sem er mjög undarlegur út-
lits en góður á bragðið. Það er
agaleg fýla af honum og víða í
landinu eru skilti sem banna að
taka hann með í strætó, leigubíla
eða húsnæði. Þetta er samt upp-
áhaldsávöxtur margra innfæddra.
MATGÆÐINGURINN SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÞÁTTASTJÓRNANDI
Bor›a›i ormasúpu í von um langlífi