Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 59
Tónleikar til heiðurs grugghljóm-
sveitinni sálugu Alice in Chains
verða haldnir á Gauki á Stöng í
kvöld. Þetta eru síðari tónleikarn-
ir til heiðurs sveitinni en þeir
fyrri voru haldnir í gærkvöldi.
Alice in Chains kom á sjónar-
sviðið í byrjun níunda áratugarins
og var leiðandi hljómsveit í
gruggbylgjunni eða „grunge“ sem
fór af stað í Seattle í Bandaríkjun-
um. Á meðal annarra merkra
sveita sem spruttu upp úr sama
jarðvegi voru Nirvana, Pearl Jam
og Soundgarden. Alice in Chains
gaf á ferli sínum út þrjár hljóð-
versplötur og nokkrar EP-plötur
með lögum í órafmögnuðum út-
gáfum. Ferill sveitarinnar fór
sviplega út um þúfur 2002 þegar
söngvarinn Layne Staley fannst
látinn á heimili sínu í Seattle eftir
ofneyslu eiturlyfja.
Hljómsveitin sem kemur tón-
list Alice in Chains til skila sam-
anstendur af Kristófer Jensen,
söngvara Lights on the Highway,
Jens Ólafssyni úr Brain Police,
Bjarna Þór Jenssyni og Franz
Gunnarssyni, Guðna Finnssyni og
Arnari Þór Gíslasyni úr Ensími.
„Við byrjuðum í fyrra með Nir-
vana-tribute-tónleika og það gekk
vonum framar. Út frá því lá beint
við að fá meira frá þessu tímabili,“
segir Franz. „Söngvararnir eru
miklir Alice in Chains-aðdáendur
og reyndar hefur Kristófer gengið
lengi með það í maganum að gera
Layne Staley góð skil því það hefur
ekkert verið gert honum til minn-
ingar. Þeir hafa því lagt sig alla í
þetta verkefni.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast
klukkan 22.00 og er aðgangseyrir
1.200 krónur. ■
Hinn 7. nóvember kemur út safn-
platan The Platinum Collection með
þekktustu lögum David Bowie frá
árunum 1969 til 1987. Alls eru 57
lög á þessari þreföldu plötu. Fjögur
þeirra náðu efsta sæti breska vin-
sældalistans, fimmtán komust á
topp tíu, sex á topp tuttugu og 14 á
topp 75.
Á meðal laga eru Starman, The
Jean Genie, Fame, Heroes, Sound
and Vision, Ashes to Ashes, Under
Pressure og Letís Dance. David
Bowie, sem sló í gegn á áttunda
áratugnum, hefur alla tíð verið fram-
sækinn listamaður. Hann samdi ný-
tískulega tónlist þegar hann kom
fyrst fram á sjónarsviðið og var fyrir
vikið dáður um allan heim. Öflug
sviðsframkoma hans átti sinn þátt í
vinsældunum. Breytti hann sér
meðal annars í persónurnar Ziggy
Stardust og Aladdin Sane til að auka
heildaráhrifin á tónleikum sínum.
Platínusafn frá Bowie
DAVID BOWIE Bowie er einn virtasti tón-
listarmaður heimsins enda hefur hann
samið fjöldann allan af vinsælum lögum.
ALICE IN CHAINS Rokksveitin sáluga gaf út þrjár hljóðversplötur á þyrnum stráðum ferli
sínum.
Til hei›urs Alice in Chains
Vitni kært fyrir fjársvik
Eitt aðalvitnanna í réttarhöldunum
gegn Michael Jackson fyrr í sum-
ar, móðir eins drengjanna sem sök-
uðu hann um kynferðislega áreitni,
hefur nú verið kært fyrir fjársvik.
Verjendur Jacksons sýndu fram á
það í réttarhöldunum að hún hefði
áður logið til að verða sér úti um
bætur frá ríkinu og að hún væri
ekki áreiðanlegt vitni. Í framhaldi
af réttarhöldunum rannsakaði sak-
sóknarinn í Los Angeles málið og
kærði konuna, Janet Arvizo, fyrir
að hafa fengið bætur sem námu
19.000 dollurum með sviksamleg-
um hætti. ■
MICHAEL JACKSON Jackson var sýknað-
ur af öllum ákæruatriðum í réttarhöldun-
um, enda voru vitnin í málinu gegn
honum ekki traustvekjandi.