Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 59
Tónleikar til heiðurs grugghljóm- sveitinni sálugu Alice in Chains verða haldnir á Gauki á Stöng í kvöld. Þetta eru síðari tónleikarn- ir til heiðurs sveitinni en þeir fyrri voru haldnir í gærkvöldi. Alice in Chains kom á sjónar- sviðið í byrjun níunda áratugarins og var leiðandi hljómsveit í gruggbylgjunni eða „grunge“ sem fór af stað í Seattle í Bandaríkjun- um. Á meðal annarra merkra sveita sem spruttu upp úr sama jarðvegi voru Nirvana, Pearl Jam og Soundgarden. Alice in Chains gaf á ferli sínum út þrjár hljóð- versplötur og nokkrar EP-plötur með lögum í órafmögnuðum út- gáfum. Ferill sveitarinnar fór sviplega út um þúfur 2002 þegar söngvarinn Layne Staley fannst látinn á heimili sínu í Seattle eftir ofneyslu eiturlyfja. Hljómsveitin sem kemur tón- list Alice in Chains til skila sam- anstendur af Kristófer Jensen, söngvara Lights on the Highway, Jens Ólafssyni úr Brain Police, Bjarna Þór Jenssyni og Franz Gunnarssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Þór Gíslasyni úr Ensími. „Við byrjuðum í fyrra með Nir- vana-tribute-tónleika og það gekk vonum framar. Út frá því lá beint við að fá meira frá þessu tímabili,“ segir Franz. „Söngvararnir eru miklir Alice in Chains-aðdáendur og reyndar hefur Kristófer gengið lengi með það í maganum að gera Layne Staley góð skil því það hefur ekkert verið gert honum til minn- ingar. Þeir hafa því lagt sig alla í þetta verkefni.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00 og er aðgangseyrir 1.200 krónur. ■ Hinn 7. nóvember kemur út safn- platan The Platinum Collection með þekktustu lögum David Bowie frá árunum 1969 til 1987. Alls eru 57 lög á þessari þreföldu plötu. Fjögur þeirra náðu efsta sæti breska vin- sældalistans, fimmtán komust á topp tíu, sex á topp tuttugu og 14 á topp 75. Á meðal laga eru Starman, The Jean Genie, Fame, Heroes, Sound and Vision, Ashes to Ashes, Under Pressure og Letís Dance. David Bowie, sem sló í gegn á áttunda áratugnum, hefur alla tíð verið fram- sækinn listamaður. Hann samdi ný- tískulega tónlist þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið og var fyrir vikið dáður um allan heim. Öflug sviðsframkoma hans átti sinn þátt í vinsældunum. Breytti hann sér meðal annars í persónurnar Ziggy Stardust og Aladdin Sane til að auka heildaráhrifin á tónleikum sínum. Platínusafn frá Bowie DAVID BOWIE Bowie er einn virtasti tón- listarmaður heimsins enda hefur hann samið fjöldann allan af vinsælum lögum. ALICE IN CHAINS Rokksveitin sáluga gaf út þrjár hljóðversplötur á þyrnum stráðum ferli sínum. Til hei›urs Alice in Chains Vitni kært fyrir fjársvik Eitt aðalvitnanna í réttarhöldunum gegn Michael Jackson fyrr í sum- ar, móðir eins drengjanna sem sök- uðu hann um kynferðislega áreitni, hefur nú verið kært fyrir fjársvik. Verjendur Jacksons sýndu fram á það í réttarhöldunum að hún hefði áður logið til að verða sér úti um bætur frá ríkinu og að hún væri ekki áreiðanlegt vitni. Í framhaldi af réttarhöldunum rannsakaði sak- sóknarinn í Los Angeles málið og kærði konuna, Janet Arvizo, fyrir að hafa fengið bætur sem námu 19.000 dollurum með sviksamleg- um hætti. ■ MICHAEL JACKSON Jackson var sýknað- ur af öllum ákæruatriðum í réttarhöldun- um, enda voru vitnin í málinu gegn honum ekki traustvekjandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.