Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 28
Luktir Nú er tíminn til að koma luktum með logandi kertum fyrir bæði innan dyra og utan. Viss sumarblær fylgir logandi lukt á meðan haustið færist yfir smám saman.[ ] Amerísk handklæði Þétt og góð 100% bómull í l i ll Skólavörðustíg 21 Sími • 551 4050 Reykjavík Nýir litir á sígildum leirvörum Leirvörurnar sem áður voru kenndar við Arabia og nú við iittala eru þekktar fyrir formfegurð og endingu. Nú hafa nýir litir bæst við. Nýju litirnir tóna vel við þá sem fyrir voru. Þegar litið er yfir hillurnar í versluninni Búsáhöldum í Kringl- unni sést að ólífugrænn, brúnn og blágrænn litur hafa komið upp að hlið þeirra sem fyrir voru í leir- tauinu er áður var kennt við Arabia en nú iittala. Leirtau í þess- ari línu er til á mjög mörgum heimilum landsins enda hefur það fengist hér í áratugi. Nú telst það til Teema-línunnar, að sögn af- greiðslufólks. Í græna litnum eru til diskar í nokkrum stærðum, bolli, kanna, súputarína, föt og skálar en færri hlutir eru komnir í brúnu og blágrænu. Hins vegar tónar þetta allt vel saman við það sem fyrir er og þar má benda á röndóttan borðbúnað með öllum þessum litum. Framleiðsla á um- ræddu stelli hófst 1955 en tók breytingum árið 1981 og kom þá með því útliti sem það hefur í dag. Greinilegt er að Kaj Franck sem var einn af þ e k k t u s t u hönnuðum Finna hitti naglann á höf- uðið þegar hann teiknaði þessa línu því hún stendur algerlega tímans tönn. „Þetta leirtau þolir allt, upp- þvottavélar, örbylgjuofna og venjulega ofna, segir Kristín Kjartansdóttir afgreiðslukona í Búsáhöldum og kveðst heyra oft á dag „Vá, þetta er eins og þegar ég var lítil,“ þannig að stellið vekur upp minningar hjá mörgum. Þótt okkur þyki baðherbergið vera orðið lúið og óspennandi þýðir það ekki að nauðsynlegt sé að henda öllu út sem fyrir er og fá nýjar innréttingar. Oft dugar að mála fleti milli flísa ef einhverjir eru, setja veggborða ef það á við og skipta út smáhlutum eins og skápahöldum, krókum og kannski ljósum. Svo getur verið sniðugt að kaupa falleg gluggatjöld, sturtu- hengi og handklæði. Ekki spillir að setja körfur og kertakrukkur í litum í hillurnar og baðherbergið breytir um svip. Frískað upp á baðherbergið Baðherbergin þurfa stundum upplyftingar við. Þá eru góð ráð ekki endilega dýr. Ný gluggatjöld og smáhlutir gera heilmikið fyrir baðherbergið. Frá sumri yfir í vetur ÞEGAR DIMMA FER OG KÓLNA ER KJÖRIÐ AÐ FÆRA HAUSTIÐ INN Á HEIMILIÐ. Það er komið haust. Björtu og næfur- þunnu gardínurnar sem fóru svo vel við sumarbláa nóttina verða skyndilega allt of þunnar og gagnsæjar og ljósu púð- arnir virka alls ekki nógu hlý- legir. Það er frekar einfalt að breyta um stíl á heimilinu þegar haust og vetur ganga í garð og getur auk þess verið ljómandi skemmtilegt. Þegar fer að kólna er til að mynda kjör- ið að breiða þykk og hlýleg rúmteppi yfir húsgögnin til að hjúfra sig niður í. Fallegir dökkir litir eru hlýlegir, eins og vínrauður, flöskugrænn og dimmblár. Þá er líka alveg kjörið að setja al- mennilegt, þykkt rúmteppi yfir rúmið og hlaða jafnvel nokkrum púðum í stíl. Skóglendi er af skornum skammti hér á landi en það er mjög gaman að fara út í nærliggj- andi trjálund á haustin og safna fallegum laufblöð- um, könglum og reyniberjum og búa til skreytingu í glæra skál til heimilis- prýði. Púðaver taka lítið pláss í skápum en nýtt útlit púða getur breytt yfir- bragði herbergis al- gerlega. Það er snið- ugt að eiga púðaver til skiptanna milli árstíða og nota dekkri og hlýrri liti á veturna. Taktu til í geymslunni og sjáðu hvort þú finnur eitthvert fallegt, gamal- dags dót til að skreyta með heimilið á haustin og vet- urna. Nútímalegir skrautmunir í skærum litum eiga betur við á sumrin. Blómavasar og skrautmun- ir úr glæru gleri eða kristal tilheyra frekar sumrinu. Skiptu þeim út fyrir leirvasa og skálar. Glæsileg Haustvara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.